Muna vel leikinn við Liverpool fyrir 60 árum Valur Páll Eiríksson skrifar 18. september 2024 08:02 Þorgeir Guðmundsson og Þórður Jónsson spiluðu leikinn með KR við Liverpool á Laugardalsvelli. Vísir/Einar Sextíu ár eru frá því að bæði KR og Liverpool spiluðu sinn fyrsta leik í Evrópukeppni þegar þau áttust við á Laugardalsvelli árið 1964. Þeir Þórður Jónsson og Þorgeir Guðmundsson spiluðu leikinn fyrir KR. Englandsmeistarar Liverpool og Íslandsmeistarar KR drógust saman í Evrópukeppni meistaraliða sumarið 1964 og voru bæði lið að taka þátt í keppninni í fyrsta sinn. Fyrri leikurinn fór fram á Laugardalsvelli og hefur nýlega fundist myndefni frá þeim leik. Annars vegar upptaka úr úr safni feðganna Ósvalds og Vilhjálms Knudsen sem varðveitt er á Kvikmyndasafni Íslands. Það myndefni rataði til Liverpool og deildi félagið hluta þess á miðlum sínum í gær. Hins vegar er filma úr dánarbúi Ólafs H Torfasonar. Vildu byrja leikinn upp á nýtt Í liði KR í leiknum voru ungir menn að nafni Þórður Jónsson og Þorgeir Guðmundsson. Mikil spenna var fyrir leiknum og voru yfir tíu þúsund manns í stúkunni á ágústkvöldi í Reykjavík. Þeir félagar halda vel utan um leikskrárnar frá leikjunum tveimur, sem eru í furðu góðu ástandi.Vísir/Einar Þeir Þorgeir og Þórður fengu í gær að sjá myndefni frá leiknum í fyrsta sinn. Um er að ræða efni úr tveimur áttum og má sjá efnið í heild hér að neðan. Fyrra myndskeiðið er frá Kvikmyndasafni Íslands, úr safni feðganna Ósvaldar og Vilhjálms Knudsen. Klippa: KR - Liverpool árið 1964 Seinni upptakan er úr smiðju Ólafs H. Torfasonar sem var 16 ára gamall KR-ingur þegar hann tók upp efnið. Hann starfaði seinna meðal annars sem kvikmyndagagnrýnandi á Rás 2. Filman fannst í dánarbúi hans. Klippa: KR - Liverpool frá Ólafi H. Torfasyni „Það er alveg frábært að sjá þetta. Ég tók eftir því sérstaklega - sem Þórður minntist á áðan - þegar var verið að skora og Bjarni Fel botnar ekki neitt í neinu,“ segir Þorgeir kátur. „Þetta rifjar upp þetta fallega sumarkvöld. Ótrúlega fallegt, með tíu þúsund manns á vellinum. En þeir þurftu nú ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu, ég held það hafi liðið þrjár mínútur. Þeir voru fljótir að ná í myndefnið,“ segir Þórður. „Já, bað ekki Svenni [Sveinn Jónsson, liðsfélagi þeirra í KR] dómarann að byrja leikinn upp á nýtt? Við vorum ekki klárir í þetta,“ segir Þorgeir. Vissi meira um Púllarana en þeir sjálfir Þrátt fyrir að fótboltaefni hafi ekki verið nærri eins aðgengilegt þá og það er í dag voru einhverjir í KR-liðinu sem þekktu vel til stjarna í Liverpool-liðinu á við Roger Hunt og Ian Callaghan. Það var þökk sé útvarpssendingum breska ríkisútvarpsins, BBC. Takkaskórnir sem Þorgeir lék í gegn Liverpool á Laugardalsvelli 1964 eru enn í heilu lagi.Vísir/Einar „Einhver sagði nú að einn af okkar eldri leikmönnum, Gunnar Guðmarsson, sem var nú búinn að fylgjast með ensku knattspyrnunni í 20 ár á þessum tíma, að hann vissi meira um Liverpool-mennina en þeir sjálfir,“ segir Þórður og hlær. Stuðningmenn Liverpool fögnuðu marki Gunnars Liverpool vann leikinn í Reykjavík 5-0 þann 17. ágúst 1964, en ekki var minni upplifun fyrir KR-inga að fara í ferð til Liverpoolborgar og spila á Anfield Road mánuði síðar. Þar með urðu þeir hluti fyrsta erlenda liðsins til að spila opinberan leik í borginni. Eiginkonur KR-inga voru með í för og hlutu einnig athygli blaðamanna á staðnum.Mynd/KR „Það var náttúrulega mikið ævintýri og margt nýtt fyrir okkur þar. Við spiluðum fyrir framan mikinn áhorfendafjölda, 30 þúsund líklega. Í flóðljósum, sem fæstir okkar höfðu prófað áður. Svo var hávaðinn, lætin og stemningin eftir því,“ segir Þórður. Gunnar Felixson skoraði mark KR-inga í 6-1 tapi á Anfield þann 14. september 1964 og tóku ensku stuðningsmennirnir vel í mark hans. „Ég man það þegar Gunni Fel skoraði, þá öskruðu þeir hærra og meira en þegar Púllararnir skoruðu. Þeir kölluðu þá: Reykjavík, Reykjavík!“ segir Þorgeir. Leikmenn og fulltrúar KR fengu boð í borgarstjórabústaðinn. Þáverandi borgastjóri Liverpool-borgar Louis Caplan tók þar á móti fyrsta erlenda fótboltaliðinu sem lék þar í borg.Mynd/KR Mistóku Svein Jónsson fyrir Mick Jagger Ekki skemmdi fyrir að KR-ingarnir deildu hóteli með einni frægustu hljómsveit heims. „Það var líka ein hljómsveit á hótelinu með okkur, Rolling Stones. Við borðuðum morgunmat á borðinu við hliðina á þeim,“ segir Þorgeir. „Það er annað ævintýri í þessu að vera með þá kappa með sér á hótelinu,“ bætir Þórður við. „Þegar Svenni Jóns fór út á svalirnar í herberginu voru stelpurnar gargandi fyrir neðan. Þær héldu að hann væri Mick Jagger,“ segir Þorgeir. Margar skemmtilegar sögur rifjast upp af leiknum hér heima en ekki síður þeim úti í Liverpool. Þorgeir Guðmundsson Þórður JónssonVísir/Einar Leikmenn KR á leið upp í flugvél fyrir brottför til Liverpool fyrir 60 árum. Sjö úr KR-liðinu fara aftur til borgarinnar um helgina til að halda upp á áfangann.Mynd/KR Þeir félagar, Þorgeir og Þórður, ætla ásamt fleirum að halda upp á 60 ára áfangann um helgina. Haldið verður í ferð til Liverpool á föstudag. Alls fara sjö úr KR-liðinu frá 1964 til Liverpool auk um 30 annarra KR-inga og Púllara. Þar munu þeir sjá leik Liverpool og Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. KR Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Englandsmeistarar Liverpool og Íslandsmeistarar KR drógust saman í Evrópukeppni meistaraliða sumarið 1964 og voru bæði lið að taka þátt í keppninni í fyrsta sinn. Fyrri leikurinn fór fram á Laugardalsvelli og hefur nýlega fundist myndefni frá þeim leik. Annars vegar upptaka úr úr safni feðganna Ósvalds og Vilhjálms Knudsen sem varðveitt er á Kvikmyndasafni Íslands. Það myndefni rataði til Liverpool og deildi félagið hluta þess á miðlum sínum í gær. Hins vegar er filma úr dánarbúi Ólafs H Torfasonar. Vildu byrja leikinn upp á nýtt Í liði KR í leiknum voru ungir menn að nafni Þórður Jónsson og Þorgeir Guðmundsson. Mikil spenna var fyrir leiknum og voru yfir tíu þúsund manns í stúkunni á ágústkvöldi í Reykjavík. Þeir félagar halda vel utan um leikskrárnar frá leikjunum tveimur, sem eru í furðu góðu ástandi.Vísir/Einar Þeir Þorgeir og Þórður fengu í gær að sjá myndefni frá leiknum í fyrsta sinn. Um er að ræða efni úr tveimur áttum og má sjá efnið í heild hér að neðan. Fyrra myndskeiðið er frá Kvikmyndasafni Íslands, úr safni feðganna Ósvaldar og Vilhjálms Knudsen. Klippa: KR - Liverpool árið 1964 Seinni upptakan er úr smiðju Ólafs H. Torfasonar sem var 16 ára gamall KR-ingur þegar hann tók upp efnið. Hann starfaði seinna meðal annars sem kvikmyndagagnrýnandi á Rás 2. Filman fannst í dánarbúi hans. Klippa: KR - Liverpool frá Ólafi H. Torfasyni „Það er alveg frábært að sjá þetta. Ég tók eftir því sérstaklega - sem Þórður minntist á áðan - þegar var verið að skora og Bjarni Fel botnar ekki neitt í neinu,“ segir Þorgeir kátur. „Þetta rifjar upp þetta fallega sumarkvöld. Ótrúlega fallegt, með tíu þúsund manns á vellinum. En þeir þurftu nú ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu, ég held það hafi liðið þrjár mínútur. Þeir voru fljótir að ná í myndefnið,“ segir Þórður. „Já, bað ekki Svenni [Sveinn Jónsson, liðsfélagi þeirra í KR] dómarann að byrja leikinn upp á nýtt? Við vorum ekki klárir í þetta,“ segir Þorgeir. Vissi meira um Púllarana en þeir sjálfir Þrátt fyrir að fótboltaefni hafi ekki verið nærri eins aðgengilegt þá og það er í dag voru einhverjir í KR-liðinu sem þekktu vel til stjarna í Liverpool-liðinu á við Roger Hunt og Ian Callaghan. Það var þökk sé útvarpssendingum breska ríkisútvarpsins, BBC. Takkaskórnir sem Þorgeir lék í gegn Liverpool á Laugardalsvelli 1964 eru enn í heilu lagi.Vísir/Einar „Einhver sagði nú að einn af okkar eldri leikmönnum, Gunnar Guðmarsson, sem var nú búinn að fylgjast með ensku knattspyrnunni í 20 ár á þessum tíma, að hann vissi meira um Liverpool-mennina en þeir sjálfir,“ segir Þórður og hlær. Stuðningmenn Liverpool fögnuðu marki Gunnars Liverpool vann leikinn í Reykjavík 5-0 þann 17. ágúst 1964, en ekki var minni upplifun fyrir KR-inga að fara í ferð til Liverpoolborgar og spila á Anfield Road mánuði síðar. Þar með urðu þeir hluti fyrsta erlenda liðsins til að spila opinberan leik í borginni. Eiginkonur KR-inga voru með í för og hlutu einnig athygli blaðamanna á staðnum.Mynd/KR „Það var náttúrulega mikið ævintýri og margt nýtt fyrir okkur þar. Við spiluðum fyrir framan mikinn áhorfendafjölda, 30 þúsund líklega. Í flóðljósum, sem fæstir okkar höfðu prófað áður. Svo var hávaðinn, lætin og stemningin eftir því,“ segir Þórður. Gunnar Felixson skoraði mark KR-inga í 6-1 tapi á Anfield þann 14. september 1964 og tóku ensku stuðningsmennirnir vel í mark hans. „Ég man það þegar Gunni Fel skoraði, þá öskruðu þeir hærra og meira en þegar Púllararnir skoruðu. Þeir kölluðu þá: Reykjavík, Reykjavík!“ segir Þorgeir. Leikmenn og fulltrúar KR fengu boð í borgarstjórabústaðinn. Þáverandi borgastjóri Liverpool-borgar Louis Caplan tók þar á móti fyrsta erlenda fótboltaliðinu sem lék þar í borg.Mynd/KR Mistóku Svein Jónsson fyrir Mick Jagger Ekki skemmdi fyrir að KR-ingarnir deildu hóteli með einni frægustu hljómsveit heims. „Það var líka ein hljómsveit á hótelinu með okkur, Rolling Stones. Við borðuðum morgunmat á borðinu við hliðina á þeim,“ segir Þorgeir. „Það er annað ævintýri í þessu að vera með þá kappa með sér á hótelinu,“ bætir Þórður við. „Þegar Svenni Jóns fór út á svalirnar í herberginu voru stelpurnar gargandi fyrir neðan. Þær héldu að hann væri Mick Jagger,“ segir Þorgeir. Margar skemmtilegar sögur rifjast upp af leiknum hér heima en ekki síður þeim úti í Liverpool. Þorgeir Guðmundsson Þórður JónssonVísir/Einar Leikmenn KR á leið upp í flugvél fyrir brottför til Liverpool fyrir 60 árum. Sjö úr KR-liðinu fara aftur til borgarinnar um helgina til að halda upp á áfangann.Mynd/KR Þeir félagar, Þorgeir og Þórður, ætla ásamt fleirum að halda upp á 60 ára áfangann um helgina. Haldið verður í ferð til Liverpool á föstudag. Alls fara sjö úr KR-liðinu frá 1964 til Liverpool auk um 30 annarra KR-inga og Púllara. Þar munu þeir sjá leik Liverpool og Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
KR Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn