Segir lögin skipta máli en líka mannúð Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 17. september 2024 11:49 Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir mikilvægt að dómsmálaráðherra hafi orðið við beiðni ráðherra Vinstri grænna um að fresta brottvísun. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir þingkona Vinstri grænna segir mikla spennu innan ríkisstjórnarinnar um mál Yazans en að ríkisstjórnin hafi ekki verið í hættu vegna brottvísunarinnar. Málið hafi verið rætt frá hinum ýmsu hliðum en að enda sé það ekki hlutverk ríkisstjórnar að taka ákvörðum um það hvort hann verði áfram eða ekki. Hún segir það mjög mikilvægt, fyrir ríkisstjórnina, að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi orðið við beiðni ráðherra Vinstri grænna um að brottvísun yrði frestað þar til málið hafi verið rætt í ríkisstjórn. „Við ræddum það hér frá mjög mörgum hliðum,“ segir Svandís og að málið hafi sérstaklega verið rætt út frá hliðum veiks fólks og barna. Hvað ráðherrar Vinstri grænna hefðu gert hefði Guðrún ekki orðið við beiðninni segir Svandís það ekki liggja fyrir. Það hafi ekki þurft að hugsa til þess því Guðrún varð við beiðninni. Svandís segist hafa heyrt af brottvísuninni í fjölmiðlum. Eiginmaður hennar hafi vakið hana klukkan 5 og hún strax hringt í Guðmund Inga. Þau hafi staðið í þeirri trú að það yrði ekki ráðist í lögregluaðgerð á spítalanum og þau hafi því rætt það hvort að tilefni væri til að ræða það við forsætisráðherra. Fram hefur komið að eftir nokkra daga, þann 22. september, rennur út sá frestur sem yfirvöld hafa til að leggja málið í hendur yfirvalda á Spáni. Úrskurður kærunefndar hafi legið fyrir í mars og eftir það hafi yfirvöld sex mánuði til að vísa þeim úr landi. Sá frestur renni út á laugardag. Svandís segir að á laugardag verði þannig til réttur til endurupptöku máls hjá Útlendingastofnun og að þá geti fjölskyldan fengið efnismeðferð. „Það er þriðjudagur í dag og við þurfum að sjá hverju vindur fram,“ segir Svandís. Það sé samt þannig að ákvörðun um að bíða eða eitthvað slíkt sé ekki tekin á borði ríkisstjórnarinnar. Gleymi því ekki að vera manneskja Hvað varðar mannúð og hvort hún geti sigrað lögin segir Svandís það skipta miklu máli að fylgja lögum en það skipti jafn miklu máli að fólk í stjórnmálum gleymi því ekki hvernig það er að vera manneskja. „Í þessu mali þá snýst þetta dálítið um það að halda því til haga að þetta snýst um langveikt og fatlað barn sem er í mjög sérstakri stöðu og mér finnst að við eigum að opna hjartað fyrir því.“ Svandís segir það ástæðuna fyrir því að ráðherrar Vinstri grænna hafi óskað þess að málið yrði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar. „Þetta varðar mannúð, þetta varðar hagsmuni barns. Þetta var sársaukafull aðgerð sem var þarna í uppsiglingu sem okkur fannst tilefni til þess að velta vöngum yfir hér í ríkisstjórn.“ Ekki ákvörðun ríkisstjórnarinnar Svandís segir það ekki á þeirra borði að taka ákvarðanir um framhaldið en að það hafi verið rætt hvort það sé tilefni til að skoða ýmis mál sem þessu tengjast. Eins og hagsmuni barna, sjúklinga og löregluaðgerð inni á sjúkrahúsi. „Það eru sjónarmið þarna sem þarf að ræða og taka til skoðunar,“ segir hún og að það skipti máli að fólk sé í skjóli á sjúkrahúsi. Hún segir spítalann sjálfan hafa vakið athygli á þessu og að það verði að skoða hver eigi að njóta vafans við þessar aðstæður. Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Hún segir það mjög mikilvægt, fyrir ríkisstjórnina, að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi orðið við beiðni ráðherra Vinstri grænna um að brottvísun yrði frestað þar til málið hafi verið rætt í ríkisstjórn. „Við ræddum það hér frá mjög mörgum hliðum,“ segir Svandís og að málið hafi sérstaklega verið rætt út frá hliðum veiks fólks og barna. Hvað ráðherrar Vinstri grænna hefðu gert hefði Guðrún ekki orðið við beiðninni segir Svandís það ekki liggja fyrir. Það hafi ekki þurft að hugsa til þess því Guðrún varð við beiðninni. Svandís segist hafa heyrt af brottvísuninni í fjölmiðlum. Eiginmaður hennar hafi vakið hana klukkan 5 og hún strax hringt í Guðmund Inga. Þau hafi staðið í þeirri trú að það yrði ekki ráðist í lögregluaðgerð á spítalanum og þau hafi því rætt það hvort að tilefni væri til að ræða það við forsætisráðherra. Fram hefur komið að eftir nokkra daga, þann 22. september, rennur út sá frestur sem yfirvöld hafa til að leggja málið í hendur yfirvalda á Spáni. Úrskurður kærunefndar hafi legið fyrir í mars og eftir það hafi yfirvöld sex mánuði til að vísa þeim úr landi. Sá frestur renni út á laugardag. Svandís segir að á laugardag verði þannig til réttur til endurupptöku máls hjá Útlendingastofnun og að þá geti fjölskyldan fengið efnismeðferð. „Það er þriðjudagur í dag og við þurfum að sjá hverju vindur fram,“ segir Svandís. Það sé samt þannig að ákvörðun um að bíða eða eitthvað slíkt sé ekki tekin á borði ríkisstjórnarinnar. Gleymi því ekki að vera manneskja Hvað varðar mannúð og hvort hún geti sigrað lögin segir Svandís það skipta miklu máli að fylgja lögum en það skipti jafn miklu máli að fólk í stjórnmálum gleymi því ekki hvernig það er að vera manneskja. „Í þessu mali þá snýst þetta dálítið um það að halda því til haga að þetta snýst um langveikt og fatlað barn sem er í mjög sérstakri stöðu og mér finnst að við eigum að opna hjartað fyrir því.“ Svandís segir það ástæðuna fyrir því að ráðherrar Vinstri grænna hafi óskað þess að málið yrði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar. „Þetta varðar mannúð, þetta varðar hagsmuni barns. Þetta var sársaukafull aðgerð sem var þarna í uppsiglingu sem okkur fannst tilefni til þess að velta vöngum yfir hér í ríkisstjórn.“ Ekki ákvörðun ríkisstjórnarinnar Svandís segir það ekki á þeirra borði að taka ákvarðanir um framhaldið en að það hafi verið rætt hvort það sé tilefni til að skoða ýmis mál sem þessu tengjast. Eins og hagsmuni barna, sjúklinga og löregluaðgerð inni á sjúkrahúsi. „Það eru sjónarmið þarna sem þarf að ræða og taka til skoðunar,“ segir hún og að það skipti máli að fólk sé í skjóli á sjúkrahúsi. Hún segir spítalann sjálfan hafa vakið athygli á þessu og að það verði að skoða hver eigi að njóta vafans við þessar aðstæður.
Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira