„Þó að það hafi verið mér þvert um geð“ Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 17. september 2024 11:40 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra mætti til ríkisstjórnarfundar í morgun. Mótmælendur hrópuðu að henni að Yazan ætti heima hér. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir að hún hafi ákveðið að verða við beiðni félags- og vinnumarkaðsráðherra um frestun brottflutnings Yazans Tamimi og fjölskyldu, þótt það hefði verið henni þvert um geð. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um ákvað Guðrún að fresta brottflutningnum að beiðni Guðmundar Inga Guðbrandssonar í fyrrinótt, þegar fjölskyldan hafði þegar verið flutt á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem til stóð að senda hana til Spánar. Í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi, þar sem mál fjölskyldunnar var tekið sérstaklega fyrir, segir Guðrún að í beiðni Guðmundar Inga hafi ekki falist hótun um ríkisstjórnarslit. Hann hafi einfaldlega beðið um að brottflutningnum yrði frestað þangað til að búið væri að ræða hann í þaula í ríkisstjórn. „Ég ákvað að verða við því, þó að það væri mér þvert um geð, til að gefa hér svigrúm í ríkisstjórninni til að ræða þetta mál, sem er um margt einstakt og varðar einstaklinga í sérlega viðkvæmri stöðu.“ Niðurstaðan stendur Guðrún segir það ekki íþyngjandi fyrir ríkisstjórnina að beiðni Guðmundar Inga hafi borist. Það sé styrkur stjórnarinnar að geta rætt erfið ágreiningsmál. Stjórnin komist alltaf að niðurstöðu og hún vænti þess að það gerist einnig nú. Þá segir hún að þrátt fyrir að málið hafi verið rætt í ríkisstjórn breyti það engu um þá ákvörðun um brottvísun fjölskyldunnar hafi þegar verið tekin og muni standa. „Þessi mál eru með þeim hætti að þegar er komin niðurstaða Útlendingastofnunar og Kærunefndar útlendingamála, þá fær lögreglan þessa beiðni frá þeim stofnunum um að framkvæma brottflutning þeirra einstaklinga sem fá synjun um dvöl á Íslandi. Lögreglan hefur ekkert val um hvaða verkefni koma til hennar. Þau þurfa einfaldlega að framfylgja þeirri beiðni í fyrrinótt og ég ber fullt traust til lögreglu í hennar störfum. Ég vil ítreka það.“ „Þar af leiðandi á fjölskyldan að fara til Spánar“ Nú eru örfáir dagar í að taka þurfi mál fjölskyldu Yazans aftur til efnislegrar meðferðar, verði hún ekki flutt af landi brott. Guðrún gefur ekkert upp um það hvort hún vilji að fjölskyldan verði flutt af landi brott áður en að því kemur. Brottflutningnum hafi verið frestað og nú sé til skoðunar hvenær honum verður framfylgt. „Nú er það svo að þetta mál var tekið fyrir á tveimur stjórnsýslustigum. Þar var unnið faglega og það kom niðurstaða í málið. Viðkomandi einstaklingur fékk synjun um alþjóðlega vernd hér á Íslandi og þar af leiðandi á fjölskyldan að fara til Spánar. Þar á málið að vera tekið fyrir.“ Guðrún játar þó að málið sé mjög sérstakt og Yazan sé einstaklingur í mjög viðkvæmri stöðu. „Ég er mjög meðvituð um það.“ Þá segir hún að hún telji að búið sé að tryggja að Yazan fái alla þá þjónustu sem hann þarf á Spáni. Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Sjá meira
Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um ákvað Guðrún að fresta brottflutningnum að beiðni Guðmundar Inga Guðbrandssonar í fyrrinótt, þegar fjölskyldan hafði þegar verið flutt á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem til stóð að senda hana til Spánar. Í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi, þar sem mál fjölskyldunnar var tekið sérstaklega fyrir, segir Guðrún að í beiðni Guðmundar Inga hafi ekki falist hótun um ríkisstjórnarslit. Hann hafi einfaldlega beðið um að brottflutningnum yrði frestað þangað til að búið væri að ræða hann í þaula í ríkisstjórn. „Ég ákvað að verða við því, þó að það væri mér þvert um geð, til að gefa hér svigrúm í ríkisstjórninni til að ræða þetta mál, sem er um margt einstakt og varðar einstaklinga í sérlega viðkvæmri stöðu.“ Niðurstaðan stendur Guðrún segir það ekki íþyngjandi fyrir ríkisstjórnina að beiðni Guðmundar Inga hafi borist. Það sé styrkur stjórnarinnar að geta rætt erfið ágreiningsmál. Stjórnin komist alltaf að niðurstöðu og hún vænti þess að það gerist einnig nú. Þá segir hún að þrátt fyrir að málið hafi verið rætt í ríkisstjórn breyti það engu um þá ákvörðun um brottvísun fjölskyldunnar hafi þegar verið tekin og muni standa. „Þessi mál eru með þeim hætti að þegar er komin niðurstaða Útlendingastofnunar og Kærunefndar útlendingamála, þá fær lögreglan þessa beiðni frá þeim stofnunum um að framkvæma brottflutning þeirra einstaklinga sem fá synjun um dvöl á Íslandi. Lögreglan hefur ekkert val um hvaða verkefni koma til hennar. Þau þurfa einfaldlega að framfylgja þeirri beiðni í fyrrinótt og ég ber fullt traust til lögreglu í hennar störfum. Ég vil ítreka það.“ „Þar af leiðandi á fjölskyldan að fara til Spánar“ Nú eru örfáir dagar í að taka þurfi mál fjölskyldu Yazans aftur til efnislegrar meðferðar, verði hún ekki flutt af landi brott. Guðrún gefur ekkert upp um það hvort hún vilji að fjölskyldan verði flutt af landi brott áður en að því kemur. Brottflutningnum hafi verið frestað og nú sé til skoðunar hvenær honum verður framfylgt. „Nú er það svo að þetta mál var tekið fyrir á tveimur stjórnsýslustigum. Þar var unnið faglega og það kom niðurstaða í málið. Viðkomandi einstaklingur fékk synjun um alþjóðlega vernd hér á Íslandi og þar af leiðandi á fjölskyldan að fara til Spánar. Þar á málið að vera tekið fyrir.“ Guðrún játar þó að málið sé mjög sérstakt og Yazan sé einstaklingur í mjög viðkvæmri stöðu. „Ég er mjög meðvituð um það.“ Þá segir hún að hún telji að búið sé að tryggja að Yazan fái alla þá þjónustu sem hann þarf á Spáni.
Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Sjá meira