Bandaríkin unnu fyrstu tvo keppnisdagana og voru langt á undan þegar lagt var af stað í dag. Evrópa náði hins vegar ágætis áhlaupi, vann daginn með sex og hálfu stigaði, minnkaði því muninn töluvert, en vantaði þrjú stig upp á þegar allt kom til alls.
Mestu skipti þar stigasöfnun Englendingsins Charley Hull, sem vann stórsigur í aðalviðureigninni gegn Nelly Korda, en eins og áður segir dugði það ekki til.

Mótið er haldið annað hvert ár og verður næst á Bernardus golfvellinum í Hollandi. Sambærilegt mót er haldið í karlaflokki og kallast Ryder Cup, en það fer fram á næsta ári í New York.
Auk þess er haldið Solheim bikarmót fyrir ungmenni, þar átti Ísland einn þátttakanda. Perlu Sól Sigurbrandsdóttur, sem átti þátt í að sækja hálfan vinning fyrir lið Evrópu.