Fótbolti

Sex marka skellur fyrir Júlíus og fé­laga í Fredrikstad

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Júlíus Magnússon á fleygiferð með fyrirliðabandið. 
Júlíus Magnússon á fleygiferð með fyrirliðabandið.  Twitter@fredrikstadfk

Júlíus Magnússon bar fyrirliðaband Fredrikstad í slæmu 6-1 tapi á útivelli gegn Molde.

Liðin voru jöfn að stigum fyrirfram og allt stefndi í æsispennandi leik.

Gestirnir frá Fredrikstad komust yfir strax á 1. mínútu og héldu forystunni í fimmtán mínútur en þá biðu þeim miklar hremmingar.

Molde jafnaði leikinn á 15. mínútu, komst yfir á 28. mínútu og skoraði þriðja markið þremur mínútum síðar.

Þar við sat þar til í seinni hálfleik en þá röðuðu heimamenn aftur inn. Þrjú mörk voru skoruð frá 52. til 60. mínútu, staðan orðin 6-1 og öll von úti fyrir Fredrikstad.

Sigurinn setti Molde upp í 3. sæti deildarinnar. Þremur stigum á eftir Viking, sem vann 1-0 gegn KFUM Oslo fyrr í dag, en Molde á leik til góða og getur jafnað stigafjöldann. 

Fredrikstad er í fimmta sæti með 34 stig, tveimur stigum á eftir Brann og búið að spila tvo fleiri leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×