Tiger í enn eina bakaðgerðina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. september 2024 22:25 Tiger Woods hefur átt erfitt uppdráttar í ár. Vísir/EPA-EFE/JUSTIN LANE Raðsigurvegarinn Tiger Woods hefur farið í enn eina bakaðgerðina til að losa um verkina sem hafa plagað hann á yfirstandandi tímabili. Woods er einn sigursælasti kylfingur síðari ára en hefur glímt við gríðarlega erfið bakmeiðsli á ferli sínum. Svo slæm voru þau að hann ánetjaðist verkjalyfjum á sínum tíma til að lina þjáningar sínar. Í yfirlýsingu á X, áður Twitter, segir kylfingurinn að hann hafi farið í aðgerð neðarlega á baki til að losa um verk á föstudagsmorgun. Skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina segir hana hafa heppnast vel. pic.twitter.com/PFOnFxlTa7— Tiger Woods (@TigerWoods) September 13, 2024 Hinn 48 ára Woods hefur ekki spilað síðan honum mistókst að komast í gegnum niðurskurðinn á Opna í júlí síðastliðnum. Hann hefur spilað takmarkað síðan hann lenti í skelfilegu bílslysi árið 2021. „Aðgerðin gekk vel og ég vona að hún losi um verkinn sem ég hef fundið fyrir nær allt árið. Ég hlakka til að takast á við endurhæfinguna sem og að undirbúa mig undir daglegt líf, þar á meðal golf.“ Woods hefur tekið þátt á fjórum meistaramótum í ár. Hann komst ekki í gegnum niðurskurð á þremur þeirra en endaði í 60. sæti á Masters-mótinu. Golf Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Woods er einn sigursælasti kylfingur síðari ára en hefur glímt við gríðarlega erfið bakmeiðsli á ferli sínum. Svo slæm voru þau að hann ánetjaðist verkjalyfjum á sínum tíma til að lina þjáningar sínar. Í yfirlýsingu á X, áður Twitter, segir kylfingurinn að hann hafi farið í aðgerð neðarlega á baki til að losa um verk á föstudagsmorgun. Skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina segir hana hafa heppnast vel. pic.twitter.com/PFOnFxlTa7— Tiger Woods (@TigerWoods) September 13, 2024 Hinn 48 ára Woods hefur ekki spilað síðan honum mistókst að komast í gegnum niðurskurðinn á Opna í júlí síðastliðnum. Hann hefur spilað takmarkað síðan hann lenti í skelfilegu bílslysi árið 2021. „Aðgerðin gekk vel og ég vona að hún losi um verkinn sem ég hef fundið fyrir nær allt árið. Ég hlakka til að takast á við endurhæfinguna sem og að undirbúa mig undir daglegt líf, þar á meðal golf.“ Woods hefur tekið þátt á fjórum meistaramótum í ár. Hann komst ekki í gegnum niðurskurð á þremur þeirra en endaði í 60. sæti á Masters-mótinu.
Golf Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira