Tvær mynda hans, Mother og The Host verða sýndar á hátíðinni og mun hann ávarpa áhorfendur í lokin á sýningu þeirrar síðarnefndu í gegnum fjarfundarbúnað og svara spurningum þeirra úr sal.
„Bong hefur farið með himinskautum í kvikmyndagerð sinni um árabil, enda er hann þegar handhafi þrennra Óskarsverðlauna og fjölmargra annarra viðurkenninga fyrir verk sín sem þykja einkennast af innbyrðis átökum kynja og stétta og svörtum galsa,“ segir í tilkynningu frá RIFF.
Frumraun Bong Joon Ho, Barking Dogs Never Bite vakti athygli árið 2000 og önnur kvikmynd hans Memoriies of Murder sló í gegn, en hún kom út þremur árum síðar, sem og The Host frá árinu 2006
Parasite hlaut bæði Gullna pálmann í Cannes 2019 og Óskarsverðlaunin sem besta myndin, fyrir bestu leikstjórnina og besta frumsamda handritið.
Áður hafði verið greint frá því að þýska kvikmyndastjarnan Nastassja Kinski yrði heiðursgestur á RIFF.