Ísland mun taka þátt í Eurovision Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. september 2024 15:18 Hera Björk var fulltrúi Íslands í síðustu Eurovision keppni. Vísir/Hulda Margrét Ísland mun taka þátt í Eurovision á næsta ári. Þetta kemur fram í svörum frá Ríkisútvarpinu til fréttastofu. Áður hafði ákvörðun um þátttöku í keppninni verið frestað. Fram kemur að fyrirkomulag á vali á framlagi Íslands verði kynnt síðar. „Ákvörðunin um þátttöku byggist fyrst og fremst á því að um er að ræða viðburð sem hefur mikið gildi í íslensku samfélagi, er uppspretta gleði og ánægju hjá stórum hluta þjóðarinnar og vettvangur dýrmætra samverustunda fjölskyldna um land allt,“ að því er segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu til Vísis. „Keppnin hefur mikla og óumdeilda þýðingu fyrir íslenskt tónlistarlíf. Eurovision og Söngvakeppnin hafa getið af sér ótal margar íslenskar söngperlur og lagt grunninn að glæstum ferli fjölda tónlistarfólks. Áhorf á úrslitakvöld Eurovision mældist 60% í ár þótt Ísland væri fallið úr keppni. Einungis stærstu íþróttaviðburðir og Áramótaskaupið komast nálægt þessu áhorfi.“ Eins og flestir muna reyndist Eurovision keppnin afar umdeild í ár vegna þátttöku Ísraels í keppninni og stríðsins á Gasa. Fjölmargir hvöttu til sniðgöngu og var reglulega í aðdraganda keppninnar mótmælt við RÚV. Þá hríðféll áhorf á úrslit keppninnar miðað við það sem það hefur verið síðustu ár. Sigurvegari keppninnar í ár var Sviss og fer keppnin fram 17. maí á næsta ári í Basel. Nú þegar hafa 27 ríki staðfest að þau taki þátt í keppninni, þar á meðal eru öll hin Norðurlöndin og Ísrael. Enn eiga ellefu lönd, sem tóku þátt í ár, eftir að tilkynna um þátttöku. Auk Íslands eru það Armenía, Eistland, Ástralía, Grikkland, Írland, Moldóva, Holland, Pólland, Slóvenía og Úkraína. Eina ríkið sem hefur staðfest að það taki þátt á næsta ári, en tók ekki þátt í ár, er Svartfjallaland sem snýr aftur eftir tveggja ára hlé. Samtökin farið í umfangsmikla vinnu Í tilkynningu frá RÚV segir að Samtök Evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafi ákveðið að fara í umfangsmikla vinnu til þess að bregðast við gagnrýni í tengslum við keppnina í ár og ýmsar skipulagsbreytingar eru í umræðunni sem eiga meðal annars að leggja áherslu á að vernda ópólitíska ásýnd keppninnar, skapa fjölskylduvænan viðburð og styrkja stoðir Eurovision til framtíðar. „Nú eru níu vinnuhópar að störfum og stefnt er að því að þeir skili niðurstöðum úr vinnunni á næstu mánuðum. Ríkisútvarpið hefur komið sínum athugasemdum að í þeirri úttekt þar sem m.a. var greint frá afar neikvæðri umræðu hér á landi fyrir síðustu keppni. Nú þegar hafa nánast allar þjóðir tilkynnt þátttöku í Sviss á næsta ári.“ Ekki enn ákveðið hvernig framlagið verður valið Þá segir í tilkynningunni að það hafi enn ekki verið ákveðið hvernig framlag Íslands í Eurovision 2025 verði valið. Síðustu ár hafi sigurvegari Söngvakeppninnar haldið utan fyrir Íslands hönd í keppninni. Segir þar að ákvörðun um fyrirkomulagið verði tekin á næstu vikum. Einungis í örfá skipti hefur Söngvakeppnin ekki verið haldin síðan Ísland hóf þátttöku í Eurovision árið 1986, eða í sex skipti talsins. Síðast árið 2021 þegar Daði og gagnamagnið var valið til þátttöku eftir að Eurovision árið 2020 var aflýst vegna heimsfaraldurs. Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Sjá meira
„Ákvörðunin um þátttöku byggist fyrst og fremst á því að um er að ræða viðburð sem hefur mikið gildi í íslensku samfélagi, er uppspretta gleði og ánægju hjá stórum hluta þjóðarinnar og vettvangur dýrmætra samverustunda fjölskyldna um land allt,“ að því er segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu til Vísis. „Keppnin hefur mikla og óumdeilda þýðingu fyrir íslenskt tónlistarlíf. Eurovision og Söngvakeppnin hafa getið af sér ótal margar íslenskar söngperlur og lagt grunninn að glæstum ferli fjölda tónlistarfólks. Áhorf á úrslitakvöld Eurovision mældist 60% í ár þótt Ísland væri fallið úr keppni. Einungis stærstu íþróttaviðburðir og Áramótaskaupið komast nálægt þessu áhorfi.“ Eins og flestir muna reyndist Eurovision keppnin afar umdeild í ár vegna þátttöku Ísraels í keppninni og stríðsins á Gasa. Fjölmargir hvöttu til sniðgöngu og var reglulega í aðdraganda keppninnar mótmælt við RÚV. Þá hríðféll áhorf á úrslit keppninnar miðað við það sem það hefur verið síðustu ár. Sigurvegari keppninnar í ár var Sviss og fer keppnin fram 17. maí á næsta ári í Basel. Nú þegar hafa 27 ríki staðfest að þau taki þátt í keppninni, þar á meðal eru öll hin Norðurlöndin og Ísrael. Enn eiga ellefu lönd, sem tóku þátt í ár, eftir að tilkynna um þátttöku. Auk Íslands eru það Armenía, Eistland, Ástralía, Grikkland, Írland, Moldóva, Holland, Pólland, Slóvenía og Úkraína. Eina ríkið sem hefur staðfest að það taki þátt á næsta ári, en tók ekki þátt í ár, er Svartfjallaland sem snýr aftur eftir tveggja ára hlé. Samtökin farið í umfangsmikla vinnu Í tilkynningu frá RÚV segir að Samtök Evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafi ákveðið að fara í umfangsmikla vinnu til þess að bregðast við gagnrýni í tengslum við keppnina í ár og ýmsar skipulagsbreytingar eru í umræðunni sem eiga meðal annars að leggja áherslu á að vernda ópólitíska ásýnd keppninnar, skapa fjölskylduvænan viðburð og styrkja stoðir Eurovision til framtíðar. „Nú eru níu vinnuhópar að störfum og stefnt er að því að þeir skili niðurstöðum úr vinnunni á næstu mánuðum. Ríkisútvarpið hefur komið sínum athugasemdum að í þeirri úttekt þar sem m.a. var greint frá afar neikvæðri umræðu hér á landi fyrir síðustu keppni. Nú þegar hafa nánast allar þjóðir tilkynnt þátttöku í Sviss á næsta ári.“ Ekki enn ákveðið hvernig framlagið verður valið Þá segir í tilkynningunni að það hafi enn ekki verið ákveðið hvernig framlag Íslands í Eurovision 2025 verði valið. Síðustu ár hafi sigurvegari Söngvakeppninnar haldið utan fyrir Íslands hönd í keppninni. Segir þar að ákvörðun um fyrirkomulagið verði tekin á næstu vikum. Einungis í örfá skipti hefur Söngvakeppnin ekki verið haldin síðan Ísland hóf þátttöku í Eurovision árið 1986, eða í sex skipti talsins. Síðast árið 2021 þegar Daði og gagnamagnið var valið til þátttöku eftir að Eurovision árið 2020 var aflýst vegna heimsfaraldurs.
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Sjá meira