Þurfum að hafa varann á einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu Bjarki Sigurðsson skrifar 12. september 2024 20:02 Göran Dahlgren var meðal þeirra sem tóku þátt í málþinginu. Vísir/Einar Sérfræðingur segir Íslendinga þurfa hafa varann á hvað varðar einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu. Formaður BSRB segir vanfjármögnun stjórnvalda meðal annars skýra langa biðlista eftir aðgerðum. Í dag fór fram málþing sem bar yfirskriftina Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu. Þingið var skipulagt af ASÍ, BSRB og Öryrkjabandalaginu og fóru sænskir sérfræðingar yfir aðgerðir stéttarfélaga og félagasamtaka þegar kemur að arðvæðingu og einkavæðingu í heilbrigðisrekstri. Helstu toppar heilbrigðiskerfisins hér á landi voru mættir, þar á meðal Alma Möller landlæknir, Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Frá málþinginu í dag.Vísir/Einar Prófessorinn Göran Dahlgren segir einkavæðinguna hafa mikil áhrif. „Í fyrsta lagi eykst ranglætið. Þeir sem búa á efnuðum þéttbýlissvæðum njóta þeirra forréttinda að geta keypt þetta en þeir sem búa á fátækari svæðum njóta þeirra ekki. Þeir sem búa í dreifbýli njóta þeirra ekki en borgarbúar njóta þeirra,“ segir Göran. Einkavæðing geri alla heilbrigðisþjónustu dýrari. Íslendingar þurfi að hafa varann á. „Þeir þurfa að gera sér grein fyrir því að þegar viðskiptahagsmunum er leyft að koma inn í kerfið þá hefur það þessi áhrif. Það sést úti um allan heim. Það sem þið gætuð gert núna þegar það eru engar einkareknar sjúkratryggingar er að koma í veg fyrir þær áður en þær koma. Því þær grafa undan almannakerfinu meira en nokkuð annað,“ segir Göran. Í kvöldfréttum í gær var fjallað um bakaðgerðir sem framkvæmdar eru í Orkuhúsinu vegna þess að biðlistinn á Landspítalanum er of langur. Fólk greiðir fúlgu fjár fyrir þær þar sem ekki eru samningar við Sjúkratryggingar. Formaður BSRB segir það alls ekki gott mál en það sé afleiðing vanfjármögnunar stjórnvalda til heilbrigðismála. „Kjarni þess að vera með opinbert heilbrigðiskerfi er að það sé ekki svona langur biðlisti eftir aðgerðum eins og hjá sérfræðilæknum. Það er birtingarmynd þess að kerfið hefur verið vanfjármagnað. Við viljum ekki að fólk þurfi að bíða og við viljum heldur ekki að það þurfi að leita annað þar sem það þarf að greiða fyrir þjónustuna,“ segir Sonja. Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB.Vísir/Einar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Í dag fór fram málþing sem bar yfirskriftina Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu. Þingið var skipulagt af ASÍ, BSRB og Öryrkjabandalaginu og fóru sænskir sérfræðingar yfir aðgerðir stéttarfélaga og félagasamtaka þegar kemur að arðvæðingu og einkavæðingu í heilbrigðisrekstri. Helstu toppar heilbrigðiskerfisins hér á landi voru mættir, þar á meðal Alma Möller landlæknir, Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Frá málþinginu í dag.Vísir/Einar Prófessorinn Göran Dahlgren segir einkavæðinguna hafa mikil áhrif. „Í fyrsta lagi eykst ranglætið. Þeir sem búa á efnuðum þéttbýlissvæðum njóta þeirra forréttinda að geta keypt þetta en þeir sem búa á fátækari svæðum njóta þeirra ekki. Þeir sem búa í dreifbýli njóta þeirra ekki en borgarbúar njóta þeirra,“ segir Göran. Einkavæðing geri alla heilbrigðisþjónustu dýrari. Íslendingar þurfi að hafa varann á. „Þeir þurfa að gera sér grein fyrir því að þegar viðskiptahagsmunum er leyft að koma inn í kerfið þá hefur það þessi áhrif. Það sést úti um allan heim. Það sem þið gætuð gert núna þegar það eru engar einkareknar sjúkratryggingar er að koma í veg fyrir þær áður en þær koma. Því þær grafa undan almannakerfinu meira en nokkuð annað,“ segir Göran. Í kvöldfréttum í gær var fjallað um bakaðgerðir sem framkvæmdar eru í Orkuhúsinu vegna þess að biðlistinn á Landspítalanum er of langur. Fólk greiðir fúlgu fjár fyrir þær þar sem ekki eru samningar við Sjúkratryggingar. Formaður BSRB segir það alls ekki gott mál en það sé afleiðing vanfjármögnunar stjórnvalda til heilbrigðismála. „Kjarni þess að vera með opinbert heilbrigðiskerfi er að það sé ekki svona langur biðlisti eftir aðgerðum eins og hjá sérfræðilæknum. Það er birtingarmynd þess að kerfið hefur verið vanfjármagnað. Við viljum ekki að fólk þurfi að bíða og við viljum heldur ekki að það þurfi að leita annað þar sem það þarf að greiða fyrir þjónustuna,“ segir Sonja. Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB.Vísir/Einar
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira