Bjarkey undir árvökulu auga þungavigtar Sjálfstæðisflokks Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2024 14:12 Ef Bjarkey vill koma einhverjum breytingum á í matvælaráðuneytinu er við þá þessa þrjá að eiga: Teitur Björn, Óli Björn og Jón Gunnarsson munu vera þar fastir fyrir. vísir/vilhelm Athyglisverðar mannabreytingar eru í nefndum Alþingis. Vart verður hjá því komist telja Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra sérstaklega útsetta fyrir því að fá þungavigtaraðhald frá sínu eigin fólki í stjórnarliðinu. Nefndarbreytingar sem vekja sérstaka athygli á þeim kosningavetri sem nú fer í hönd. Vísir fór sérstaklega yfir helstu breytingar í gær. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mun taka við formennsku í fjárlaganefnd þingsins og Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins, í utanríkismálanefnd. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, verður nýr formaður efnahags og viðskiptanefndar. Teitur Björn, Óli og Jón saman í nefnd Það sem ekki síst vekur athygli eru sviptingar í atvinnuveganefnd. Eins og nafnið gefur til kynna er þar fjallað um mál sem heyra undir Bjarkey matvælaráðherra. Í fyrra stóð þáverandi matvælaráðherra, nú innviðaráðherra, Svandís Svavarsdóttir í ströngu varðandi hvalveiðimálið svokallaða. Sjálfstæðisflokkurinn skalf og nötraði og skildu margir í Sjálfstæðisflokknum ekki hvernig flokkurinn gat verið í ríkisstjórnarsamstarfi við Vinstri græn sem setti fótinn fyrir hvalveiðar. Breytingar á nefndinni eru þær að Teitur Björn Einarsson verður nú annar varaformaður atvinnuveganefndar en Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokki verður eftir sem áður formaður. Þá tekur Jón Gunnarsson sæti sem aðalmaður og fyrir er Óli Björn Kárason. Talað var um þessa þrjá sem órólegu deildina í Sjálfstæðisflokknum þegar hvalveiðiumræðan stóð sem hæst. Nú liggur sem sagt fyrir að þungavigtin í flokknum mun hafa vakandi auga með öllu því sem Bjarkey býður upp á. Erindisleysa Vinstri grænna í matvælaráðuneytið Vísir hefur rætt við þingmenn um þessa tilfærslu á nefndarmönnum og þeir eru sannfærðir um að þetta sé engin tilviljun. „Sjálfstæðisflokkurinn er að plaffa þeim inn til að gulltryggja að engar breytingar verði á fiskveiðistjórnuninni og lagareldinu,“ segir til að mynda Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar í samtali við blaðamann Vísis. Jóhann Páll skilur ekki hvað Vinstri græn eru að vilja í matvælaráðuneytið.vísir/vilhelm Jóhann Páll furðar sig reyndar á „erindisleysu Vinstri grænna í matvælaráðuneytið“ og nefnir sem dæmi hina yfirgripsmiklu nefnd sem Svandís skipaði með viðhöfn en ekkert hafi komið út úr. Hann er ekki viss um að það þurfi yfir höfuð að hafa sérstakt auga með Bjarkey og þylur upp dæmi: Lagareldisfrumvarpið, til að mynda, sem Bjarkey kom fram með í apríl hafi ekki komist í gegn og þar muni eftir sem áður ríkja villta vestrið. Og það passar, Bjarkey hefur tilkynnt að ekkert verði úr því að frumvarpið verði lagt fram því ekki hafi náðst samstaða um það. Alþingi Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
Nefndarbreytingar sem vekja sérstaka athygli á þeim kosningavetri sem nú fer í hönd. Vísir fór sérstaklega yfir helstu breytingar í gær. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mun taka við formennsku í fjárlaganefnd þingsins og Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins, í utanríkismálanefnd. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, verður nýr formaður efnahags og viðskiptanefndar. Teitur Björn, Óli og Jón saman í nefnd Það sem ekki síst vekur athygli eru sviptingar í atvinnuveganefnd. Eins og nafnið gefur til kynna er þar fjallað um mál sem heyra undir Bjarkey matvælaráðherra. Í fyrra stóð þáverandi matvælaráðherra, nú innviðaráðherra, Svandís Svavarsdóttir í ströngu varðandi hvalveiðimálið svokallaða. Sjálfstæðisflokkurinn skalf og nötraði og skildu margir í Sjálfstæðisflokknum ekki hvernig flokkurinn gat verið í ríkisstjórnarsamstarfi við Vinstri græn sem setti fótinn fyrir hvalveiðar. Breytingar á nefndinni eru þær að Teitur Björn Einarsson verður nú annar varaformaður atvinnuveganefndar en Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokki verður eftir sem áður formaður. Þá tekur Jón Gunnarsson sæti sem aðalmaður og fyrir er Óli Björn Kárason. Talað var um þessa þrjá sem órólegu deildina í Sjálfstæðisflokknum þegar hvalveiðiumræðan stóð sem hæst. Nú liggur sem sagt fyrir að þungavigtin í flokknum mun hafa vakandi auga með öllu því sem Bjarkey býður upp á. Erindisleysa Vinstri grænna í matvælaráðuneytið Vísir hefur rætt við þingmenn um þessa tilfærslu á nefndarmönnum og þeir eru sannfærðir um að þetta sé engin tilviljun. „Sjálfstæðisflokkurinn er að plaffa þeim inn til að gulltryggja að engar breytingar verði á fiskveiðistjórnuninni og lagareldinu,“ segir til að mynda Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar í samtali við blaðamann Vísis. Jóhann Páll skilur ekki hvað Vinstri græn eru að vilja í matvælaráðuneytið.vísir/vilhelm Jóhann Páll furðar sig reyndar á „erindisleysu Vinstri grænna í matvælaráðuneytið“ og nefnir sem dæmi hina yfirgripsmiklu nefnd sem Svandís skipaði með viðhöfn en ekkert hafi komið út úr. Hann er ekki viss um að það þurfi yfir höfuð að hafa sérstakt auga með Bjarkey og þylur upp dæmi: Lagareldisfrumvarpið, til að mynda, sem Bjarkey kom fram með í apríl hafi ekki komist í gegn og þar muni eftir sem áður ríkja villta vestrið. Og það passar, Bjarkey hefur tilkynnt að ekkert verði úr því að frumvarpið verði lagt fram því ekki hafi náðst samstaða um það.
Alþingi Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira