Telja nafnið geta orðið nafnbera til ama og segja nei Atli Ísleifsson skrifar 11. september 2024 12:40 Fuglsheitið svanur er samheiti við álft en er aftur á móti mannsnafn samkvæmt hefð og kemur meðal annars fyrir í Njálu. Vísir/Vilhelm Mannanafnanefnd hefur lagt blessun sína yfir kvenkynseiginnafnið Kilja og samþykkt millinafnið Baróns. Nefndin hafnaði hins vegar beiðni um kvenkynseiginnafnið Álft þar sem orðið er talið hafa neikvæða og óvirðulega merkingu og gæti þannig orðið nafnbera til ama. Þetta kemur fram í nýbirtum úrskurðum nefndarinnar. Um nafnið Álft segir að nafnið standist flest skilyrði mannanafnalaga en að það reyni á það skilyrði hvort nafnið geti orðið nafnbera til ama. Fram kemur í úrskurði að samnöfn skepna í íslensku séu nafnhæf af hefð, til að mynda svanur, örn, björn og haukur. Önnur sé velflest til ama og niðrandi, til að mynda gammur, tittlingur, álka og mús og megi í þessum efnum ekki rugla gælunöfnum við fuglsheiti svo sem Lóa fyrir Ólöf. Fífl, trunta eða skrípi Í úrskurðinum segir að fuglsheitið svanur er samheiti við álft en sé aftur á móti mannsnafn samkvæmt hefð og kemur meðal annars fyrir í Brennu-Njálssögu. Eiginnafnið Svana sé á mannanafnaskrá og megi túlka sem kvenkyns nafnmynd af Svanur. „Álft er merarnafn og kerlingarálft er skammaryrði og er þá -álft í merkingunni fífl, trunta eða skrípi og er þannig notað jöfnum höndum við -álka sem einnig er fuglsheiti sem notað er í niðrandi merkingu. Orðið hefur því neikvæða og óvirðulega merkingu.“ Hlutast ekki til um gælunöfn Mannanafnanefnd segir að nafnið Álft geti að mati nefndarinnar valdið nafnbera ama. „Hafa ber í huga að samþykki mannanafnanefnd eiginnafn, færist það á mannanafnaskrá. Það kann að leiða til þess að börn geta hlotið það, en mikilvægir hagsmunir barna eru að þeim séu ekki gefin nöfn sem telja verður ósiðleg, niðrandi eða meiðandi sbr. greinargerð með frumvarpi til laga um mannanöfn. Bent skal á að fullveðja einstaklingur sem hefur í hyggju að kjósa sér nafn af einhverjum ástæðum sem að öllu jöfnu kynni að valda barni sem nafnhafa ama, getur í daglegu lífi sínu viðhaft það nafn þótt það fái ekki opinbera skráningu hjá stjórnvöldum og færist ekki á mannanafnaskrá. Mannanafnanefnd hlutast ekki til um gælunöfn, listræn nöfn eða önnur þau nöfn eða nefni sem kunna að tíðkast í daglegu lífi utan opinberrar skráningar,“ segir í úrskurði mannanafnanefndar. Mannanöfn Fuglar Tengdar fréttir Samþykkja nafnið Buffý en hafna tveimur nöfnum Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Buffý og Amira og hafa þau verið færð á mannanafnaskrá. 28. ágúst 2024 15:01 Nú má heita Arló og Marló en ekki Salvarr Mannanafnanefnd birti í vikunni tíu úrskurði þar sem teknar voru fyrir nafnabeiðnir. Allar beiðnir voru samþykktar utan beiðni þess sem vill heita Salvarr. 21. ágúst 2024 12:50 Nú má heita Roj Mannanafnanefnd samþykkti í síðustu viku sex eiginnöfn, þar af fjögur kvenmannsnöfn og tvö karlmannsnöfn. Hins vegar var einu nafni hafnað. 8. júlí 2024 12:39 Nafnið Hroði of hroðalegt Mannanafnanefnd birti í dag þrjá úrskurði sína þar sem tvö nöfn voru samþykkt og einni beiðni hafnað. 16. maí 2024 14:23 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Þetta kemur fram í nýbirtum úrskurðum nefndarinnar. Um nafnið Álft segir að nafnið standist flest skilyrði mannanafnalaga en að það reyni á það skilyrði hvort nafnið geti orðið nafnbera til ama. Fram kemur í úrskurði að samnöfn skepna í íslensku séu nafnhæf af hefð, til að mynda svanur, örn, björn og haukur. Önnur sé velflest til ama og niðrandi, til að mynda gammur, tittlingur, álka og mús og megi í þessum efnum ekki rugla gælunöfnum við fuglsheiti svo sem Lóa fyrir Ólöf. Fífl, trunta eða skrípi Í úrskurðinum segir að fuglsheitið svanur er samheiti við álft en sé aftur á móti mannsnafn samkvæmt hefð og kemur meðal annars fyrir í Brennu-Njálssögu. Eiginnafnið Svana sé á mannanafnaskrá og megi túlka sem kvenkyns nafnmynd af Svanur. „Álft er merarnafn og kerlingarálft er skammaryrði og er þá -álft í merkingunni fífl, trunta eða skrípi og er þannig notað jöfnum höndum við -álka sem einnig er fuglsheiti sem notað er í niðrandi merkingu. Orðið hefur því neikvæða og óvirðulega merkingu.“ Hlutast ekki til um gælunöfn Mannanafnanefnd segir að nafnið Álft geti að mati nefndarinnar valdið nafnbera ama. „Hafa ber í huga að samþykki mannanafnanefnd eiginnafn, færist það á mannanafnaskrá. Það kann að leiða til þess að börn geta hlotið það, en mikilvægir hagsmunir barna eru að þeim séu ekki gefin nöfn sem telja verður ósiðleg, niðrandi eða meiðandi sbr. greinargerð með frumvarpi til laga um mannanöfn. Bent skal á að fullveðja einstaklingur sem hefur í hyggju að kjósa sér nafn af einhverjum ástæðum sem að öllu jöfnu kynni að valda barni sem nafnhafa ama, getur í daglegu lífi sínu viðhaft það nafn þótt það fái ekki opinbera skráningu hjá stjórnvöldum og færist ekki á mannanafnaskrá. Mannanafnanefnd hlutast ekki til um gælunöfn, listræn nöfn eða önnur þau nöfn eða nefni sem kunna að tíðkast í daglegu lífi utan opinberrar skráningar,“ segir í úrskurði mannanafnanefndar.
Mannanöfn Fuglar Tengdar fréttir Samþykkja nafnið Buffý en hafna tveimur nöfnum Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Buffý og Amira og hafa þau verið færð á mannanafnaskrá. 28. ágúst 2024 15:01 Nú má heita Arló og Marló en ekki Salvarr Mannanafnanefnd birti í vikunni tíu úrskurði þar sem teknar voru fyrir nafnabeiðnir. Allar beiðnir voru samþykktar utan beiðni þess sem vill heita Salvarr. 21. ágúst 2024 12:50 Nú má heita Roj Mannanafnanefnd samþykkti í síðustu viku sex eiginnöfn, þar af fjögur kvenmannsnöfn og tvö karlmannsnöfn. Hins vegar var einu nafni hafnað. 8. júlí 2024 12:39 Nafnið Hroði of hroðalegt Mannanafnanefnd birti í dag þrjá úrskurði sína þar sem tvö nöfn voru samþykkt og einni beiðni hafnað. 16. maí 2024 14:23 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Samþykkja nafnið Buffý en hafna tveimur nöfnum Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Buffý og Amira og hafa þau verið færð á mannanafnaskrá. 28. ágúst 2024 15:01
Nú má heita Arló og Marló en ekki Salvarr Mannanafnanefnd birti í vikunni tíu úrskurði þar sem teknar voru fyrir nafnabeiðnir. Allar beiðnir voru samþykktar utan beiðni þess sem vill heita Salvarr. 21. ágúst 2024 12:50
Nú má heita Roj Mannanafnanefnd samþykkti í síðustu viku sex eiginnöfn, þar af fjögur kvenmannsnöfn og tvö karlmannsnöfn. Hins vegar var einu nafni hafnað. 8. júlí 2024 12:39
Nafnið Hroði of hroðalegt Mannanafnanefnd birti í dag þrjá úrskurði sína þar sem tvö nöfn voru samþykkt og einni beiðni hafnað. 16. maí 2024 14:23