„Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Hinrik Wöhler skrifar 10. september 2024 20:00 Ólafur Ingi Skúlason djúpt hugsi á hliðarlínunni í Víkinni í dag. Vísir/Anton Brink Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landslið drengja í knattspyrnu, beið lægri hlut gegn liði Wales í Víkinni í dag. Leikurinn fór 2-1, gestunum í vil, og með sigrinum nær velska liðið að bæta stöðu sína í undanriðlinum. Wales og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 14 stig á meðan Ísland er enn með 9 stig en á þó leik til góða. „Þetta var erfiður dagur hjá okkur í dag. Við vorum ágætir í fyrri hálfleik og erum frekar passívir til að byrja með. Við fáum á okkur örlítil færi í byrjun og svo fannst mér fyrri hálfleikur í járnum, ekki mikið af færum fyrir hvorugt lið,“ sagði Ólafur Ingi eftir leikinn í dag. „Við ætluðum að koma inn í seinni hálfleik með krafti og nýta okkur vindinn. Við verðum kannski óþreyjufullir og leitum í síðasta bolta of snemma. Verðum óþolinmóðir.“ Velska liðið skorar strax í upphafi síðari hálfleiks og segir Ólafur að það hafi tekið drengina tíma til að ná takti að nýju. „Það gaf þeim von og var áfall fyrir okkur. Það hafði töluverð áhrif og það tók okkur smá tíma að ná áttum. Í seinni hálfleik erum við of fljótir að reyna að fara í lokaboltann, höldum ekki nægilega vel í hann og hreyfum þá ekki nóg. Þeir fengu kraft með markinu og gaf þeim orku. Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum.“ Nokkuð vanir þessum aðstæðum Það var talsverður vindur á Víkingsvellinum í dag og ætlaði íslenska liðið að nýta sér kunnuglegar aðstæður. Þeim brást þó bogalistin í þetta sinn. „Við vorum búnir að kíkja á spána og æfðum hérna í gær. Við vissum hvað við værum að fara út í og ætluðum að reyna nýta okkur þetta það sem við erum orðnir nokkuð vanir þessum aðstæðum en það tókst ekki í dag,“ sagði Ólafur Ingi um aðstæður dagins. Framundan eru tveir leikir í október á móti Litáen og Danmörk. Drengirnir þurfa fullt hús úr leikjunum tveimur til að eiga möguleika til að komast á lokamót EM á næsta ári. Ólafur Ingi vonast eftir úrslitaleik í Danmörku. „Það leggst vel í mig. Þjálfarateymið þarf núna að setjast niður og fara yfir þetta verkefni sem við vorum í núna. Fara yfir þá hluti sem við þurfum að bæta og svo er það bara Litáen hérna heima. Það er leikur sem er „must win“ fyrir okkur og þá getum við mögulega farið til Danmerkur í úrslitaleik.“ Róbert Orri Þorkelsson þurfti að fara út af vellinum meiddur í síðari hálfleik en þjálfarinn er ekki viss um meiðslin fyrst um sinn. „Sýnist þetta vera eitthvað aftan í læri. Þurfum að skoða það nánar og vonum að það sé ekkert alvarlegt,“ sagði Ólafur Ingi að lokum. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð Sjá meira
„Þetta var erfiður dagur hjá okkur í dag. Við vorum ágætir í fyrri hálfleik og erum frekar passívir til að byrja með. Við fáum á okkur örlítil færi í byrjun og svo fannst mér fyrri hálfleikur í járnum, ekki mikið af færum fyrir hvorugt lið,“ sagði Ólafur Ingi eftir leikinn í dag. „Við ætluðum að koma inn í seinni hálfleik með krafti og nýta okkur vindinn. Við verðum kannski óþreyjufullir og leitum í síðasta bolta of snemma. Verðum óþolinmóðir.“ Velska liðið skorar strax í upphafi síðari hálfleiks og segir Ólafur að það hafi tekið drengina tíma til að ná takti að nýju. „Það gaf þeim von og var áfall fyrir okkur. Það hafði töluverð áhrif og það tók okkur smá tíma að ná áttum. Í seinni hálfleik erum við of fljótir að reyna að fara í lokaboltann, höldum ekki nægilega vel í hann og hreyfum þá ekki nóg. Þeir fengu kraft með markinu og gaf þeim orku. Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum.“ Nokkuð vanir þessum aðstæðum Það var talsverður vindur á Víkingsvellinum í dag og ætlaði íslenska liðið að nýta sér kunnuglegar aðstæður. Þeim brást þó bogalistin í þetta sinn. „Við vorum búnir að kíkja á spána og æfðum hérna í gær. Við vissum hvað við værum að fara út í og ætluðum að reyna nýta okkur þetta það sem við erum orðnir nokkuð vanir þessum aðstæðum en það tókst ekki í dag,“ sagði Ólafur Ingi um aðstæður dagins. Framundan eru tveir leikir í október á móti Litáen og Danmörk. Drengirnir þurfa fullt hús úr leikjunum tveimur til að eiga möguleika til að komast á lokamót EM á næsta ári. Ólafur Ingi vonast eftir úrslitaleik í Danmörku. „Það leggst vel í mig. Þjálfarateymið þarf núna að setjast niður og fara yfir þetta verkefni sem við vorum í núna. Fara yfir þá hluti sem við þurfum að bæta og svo er það bara Litáen hérna heima. Það er leikur sem er „must win“ fyrir okkur og þá getum við mögulega farið til Danmerkur í úrslitaleik.“ Róbert Orri Þorkelsson þurfti að fara út af vellinum meiddur í síðari hálfleik en þjálfarinn er ekki viss um meiðslin fyrst um sinn. „Sýnist þetta vera eitthvað aftan í læri. Þurfum að skoða það nánar og vonum að það sé ekkert alvarlegt,“ sagði Ólafur Ingi að lokum.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð Sjá meira