Niðurstaðan í máli Helga Magnúsar „á brúninni“ Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2024 19:02 Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður, telur niðurstöðu ráðherra í máli Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara (t.v.), ágæta en á brúninni. Vísir Ákvörðun dómsmálaráðherra um að víkja vararíkissaksóknara ekki úr starfi þrátt fyrir hegðun hans var á „brúninni“ að mati sérfræðings í vinnurétti. Ómögulegt sé að draga víðtækar ályktanir af niðurstöðunni fyrir opinbera starfsmenn almennt. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, ákvað að verða ekki við beiðni Sigríðar Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara, um að víkja Helga Magnúsi Gunnarssyni, vararíkissaksóknara, tímabundið úr starfi vegna opinberrar tjáningar hans. Ráðherrann taldi ummæli sem Helgi Magnús viðhafði um innflytjendur, flóttafólk, tiltekin samtök og lögmann óviðeigandi, í ósamræmi við stöðu hans sem embættismanns og verið til þess fallin að draga úr og grafa undan trúverðugleika embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins í heild. Hins vegar þótti ráðherra sérstakar aðstæður réttlæta þessi ummæli og veita honum aukið svigrúm til tjáningar. Helgi Magnús hefur sagst hafa legið undan hótunum manns sem var nýlega dæmdur til fangelsisvistar. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, segir að hægt sé að velta fyrir sér hvort að röksemdafærsla ráðherra sé rökrétt í ljósi þess að hann taldi Helga Magnús hafa gert eitthvað sem hann mátti ekki en það sé ráðherrans að taka þá ákvörðun. „Þetta er alveg á brúninni. Þetta er mjög matskennt hvar á að draga línuna. Mér finnst niðurstaðan bara vera ágæt og ég bara vona að þessu fólki lánist að vinna saman áfram eins og hingað til þrátt fyrir þetta,“ segir Lára í samtali við Vísi. Örfáir embættismenn í sömu stöðu og vararíkissaksóknari Staðan sem kom upp hjá embætti ríkissaksóknara var afar sérstök, að mati Láru. Ríkissaksóknari er yfirmaður vararíkissaksóknari en báðir eru skipaðir embættismenn. Þetta þýddi að ríkissaksóknari gat veitt undirmanni sínum áminningu fyrir óviðeigandi ummæli árið 2022 en ekki fylgt henni eftir með brottvikningu þegar hann fór aftur yfir strikið á þessu ári. Áminningarvaldið hvíldi þess í stað hjá ráðherra. Helgi Magnús hélt því raunar fram að ríkissaksóknari hefði ekki heimild til þess að áminna sig. Ráðherra hafnaði því alfarið í niðurstöðu sinni í gær. Lára segir að af þeim nokkru tugum skipuðu embættismanna sem starfi í stjórnsýslunni séu aðeins örfáir ekki yfirmenn stofnana eða deilda eins og Helgi Magnús. Vegna þessarar sérstöðu telur Lára erfitt að álykta að niðurstaðan í máli Helga Magnúsar hafi víðtæk áhrif fyrir opinberar starfsmenn sem fá áminningu eða eru leystir frá störfum almennt. Í þeirra tilfelli hefur yfirmaður þeirra bæði heimild til þess að áminna og vísa úr starfi ef tilefni er til. Þau mál komi ekki til kasta ráðherra. „Að ætla að fara draga alltof víðtækar ályktanir af þessu fyrir alla heild opinberra starfsmanna, það er ekki hægt,“ segir Lára. Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, áminnti Helga Magnús árið 2022, þá vegna ummæla um hælisleitendur og samkynhneigða karlmenn. Hún bað ráðherra svo um að víkja honum úr starfi eftir að hann gerðist aftur sekur um óviðeigandi opinbert orðfæri fyrr á þessu ári.Vísir/Vilhelm Ráðherrar leggi ekki línurnar fyrir dómstóla Oft er tekist á um brottvikningu opinberra starfsmanna fyrir dómstólum. Lára segir að vel geti verið að einhver gæti reynt að grípa til sömu raka og ráðherra notaði til þess að réttlæta hegðun vararíkissaksóknara með vísun til sérstakra aðstæðna vegna hótana sem hann sætti. Þá gildi hins vegar almennar reglur um áminningarferli og brottvikningu opinberra starfsmanna. „Auðvitað er alltaf verið að karpa um það hvort hegðun hafi verið ámælisverð og hvort viðkomandi hafi sýnt bætta hegðun en það er sami yfirmaðurinn sem metur hvoru tveggja. Það er ekki hægt að vísa þessu til ráðherra neitt,“ segir Lára. Þótt dómstólar líti til alls konar sjónarmiða og meti hvert mál fyrir sig leggi ráðherrar ekki línurnar fyrir dómstóla. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir þungu fargi létt af sér eftir að dómsmálaráðherra tilkynnti að hann yrði ekki leystur frá störfum. Hann segist þó ekki ánægður með rökstuðning dómsmálaráðherra og að hún hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu. Ríkissaksóknari segir ekki unnt að upplýsa um næstu skref að svo stöddu. 10. september 2024 09:36 Sigríður segir háttsemi Helga Magnúsar ekki sæmandi embætti ríkissaksóknara Ríkissaksóknari ítrekar að henni hafi borið að áminna vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar hegðunar fyrir tveimur árum og senda mál hans til dómsmálaráðuneytisins á þessu ári þegar hann hélt uppteknum hætti. Háttsemi hans hafi verið ósæmileg og ósamræmanleg embætti Ríkissaksóknara og varpað rýrð á embættið. 5. september 2024 19:22 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, ákvað að verða ekki við beiðni Sigríðar Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara, um að víkja Helga Magnúsi Gunnarssyni, vararíkissaksóknara, tímabundið úr starfi vegna opinberrar tjáningar hans. Ráðherrann taldi ummæli sem Helgi Magnús viðhafði um innflytjendur, flóttafólk, tiltekin samtök og lögmann óviðeigandi, í ósamræmi við stöðu hans sem embættismanns og verið til þess fallin að draga úr og grafa undan trúverðugleika embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins í heild. Hins vegar þótti ráðherra sérstakar aðstæður réttlæta þessi ummæli og veita honum aukið svigrúm til tjáningar. Helgi Magnús hefur sagst hafa legið undan hótunum manns sem var nýlega dæmdur til fangelsisvistar. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, segir að hægt sé að velta fyrir sér hvort að röksemdafærsla ráðherra sé rökrétt í ljósi þess að hann taldi Helga Magnús hafa gert eitthvað sem hann mátti ekki en það sé ráðherrans að taka þá ákvörðun. „Þetta er alveg á brúninni. Þetta er mjög matskennt hvar á að draga línuna. Mér finnst niðurstaðan bara vera ágæt og ég bara vona að þessu fólki lánist að vinna saman áfram eins og hingað til þrátt fyrir þetta,“ segir Lára í samtali við Vísi. Örfáir embættismenn í sömu stöðu og vararíkissaksóknari Staðan sem kom upp hjá embætti ríkissaksóknara var afar sérstök, að mati Láru. Ríkissaksóknari er yfirmaður vararíkissaksóknari en báðir eru skipaðir embættismenn. Þetta þýddi að ríkissaksóknari gat veitt undirmanni sínum áminningu fyrir óviðeigandi ummæli árið 2022 en ekki fylgt henni eftir með brottvikningu þegar hann fór aftur yfir strikið á þessu ári. Áminningarvaldið hvíldi þess í stað hjá ráðherra. Helgi Magnús hélt því raunar fram að ríkissaksóknari hefði ekki heimild til þess að áminna sig. Ráðherra hafnaði því alfarið í niðurstöðu sinni í gær. Lára segir að af þeim nokkru tugum skipuðu embættismanna sem starfi í stjórnsýslunni séu aðeins örfáir ekki yfirmenn stofnana eða deilda eins og Helgi Magnús. Vegna þessarar sérstöðu telur Lára erfitt að álykta að niðurstaðan í máli Helga Magnúsar hafi víðtæk áhrif fyrir opinberar starfsmenn sem fá áminningu eða eru leystir frá störfum almennt. Í þeirra tilfelli hefur yfirmaður þeirra bæði heimild til þess að áminna og vísa úr starfi ef tilefni er til. Þau mál komi ekki til kasta ráðherra. „Að ætla að fara draga alltof víðtækar ályktanir af þessu fyrir alla heild opinberra starfsmanna, það er ekki hægt,“ segir Lára. Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, áminnti Helga Magnús árið 2022, þá vegna ummæla um hælisleitendur og samkynhneigða karlmenn. Hún bað ráðherra svo um að víkja honum úr starfi eftir að hann gerðist aftur sekur um óviðeigandi opinbert orðfæri fyrr á þessu ári.Vísir/Vilhelm Ráðherrar leggi ekki línurnar fyrir dómstóla Oft er tekist á um brottvikningu opinberra starfsmanna fyrir dómstólum. Lára segir að vel geti verið að einhver gæti reynt að grípa til sömu raka og ráðherra notaði til þess að réttlæta hegðun vararíkissaksóknara með vísun til sérstakra aðstæðna vegna hótana sem hann sætti. Þá gildi hins vegar almennar reglur um áminningarferli og brottvikningu opinberra starfsmanna. „Auðvitað er alltaf verið að karpa um það hvort hegðun hafi verið ámælisverð og hvort viðkomandi hafi sýnt bætta hegðun en það er sami yfirmaðurinn sem metur hvoru tveggja. Það er ekki hægt að vísa þessu til ráðherra neitt,“ segir Lára. Þótt dómstólar líti til alls konar sjónarmiða og meti hvert mál fyrir sig leggi ráðherrar ekki línurnar fyrir dómstóla.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir þungu fargi létt af sér eftir að dómsmálaráðherra tilkynnti að hann yrði ekki leystur frá störfum. Hann segist þó ekki ánægður með rökstuðning dómsmálaráðherra og að hún hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu. Ríkissaksóknari segir ekki unnt að upplýsa um næstu skref að svo stöddu. 10. september 2024 09:36 Sigríður segir háttsemi Helga Magnúsar ekki sæmandi embætti ríkissaksóknara Ríkissaksóknari ítrekar að henni hafi borið að áminna vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar hegðunar fyrir tveimur árum og senda mál hans til dómsmálaráðuneytisins á þessu ári þegar hann hélt uppteknum hætti. Háttsemi hans hafi verið ósæmileg og ósamræmanleg embætti Ríkissaksóknara og varpað rýrð á embættið. 5. september 2024 19:22 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Dómsmálaráðherra hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir þungu fargi létt af sér eftir að dómsmálaráðherra tilkynnti að hann yrði ekki leystur frá störfum. Hann segist þó ekki ánægður með rökstuðning dómsmálaráðherra og að hún hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu. Ríkissaksóknari segir ekki unnt að upplýsa um næstu skref að svo stöddu. 10. september 2024 09:36
Sigríður segir háttsemi Helga Magnúsar ekki sæmandi embætti ríkissaksóknara Ríkissaksóknari ítrekar að henni hafi borið að áminna vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar hegðunar fyrir tveimur árum og senda mál hans til dómsmálaráðuneytisins á þessu ári þegar hann hélt uppteknum hætti. Háttsemi hans hafi verið ósæmileg og ósamræmanleg embætti Ríkissaksóknara og varpað rýrð á embættið. 5. september 2024 19:22