Ríkisstjórn í megrun en borðar jafn mikið og hreyfir sig ekkert Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. september 2024 12:08 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýna fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin axlar enga ábyrgð á verðbólgunni að mati formanns flokks Fólksins sem gefur nýju fjárlagafrumvarpi falleinkunn. Þingmaður Viðreisnar segir ráðherra í engum takti við raunveruleikann. „Skilaboð ráðherra og ríkisstjórnar eru að þetta sé allt saman að koma þegar við vitum öll að verðbólga og vextir eru stóra viðfangsefnið. Það er ekki fyrr en haustið 2026 sem er verið að tala um að það eigi að ná einhverjum markmiðum. Þá verðum við að horfa á áttatíu mánaða samfellt verðbólgutímabil,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sem segist hafa hlýtt nokkuð undrandi á kynningu ráðherra í morgun. Ekki nærri landi Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir 4,1 prósenta útgjaldavexti á næsta ári, sem er minni útgjaldaaukning en á síðustu árum. Þorbjörg segir það ekki duga til. „Þetta er eins og að fara í megrun en ætla hvorki að innbyrða færri kaloríur né hreyfa sig meira og segja að árangurinn geti náðst fram. Það er ekki verið að gera það sem þarf að gera, sem er að horfa á reksturinn og skoða hvað sé hægt að kæla. Draga úr útgjöldum til að hjálpa Seðlabankanum að ná niður verðbólgunni til þess að vextir geti lækkað,“ segir Þorbjörg. „Það vantar aðhald og þetta eru ekki markviss skref. Ríkisstjórnin er í raun að setja sér það markmið að fitna aðeins hægar og er ekki í neinni stöðu til að segja við heimili og fyrirtæki að við séum að komast að landi. Það bara einfaldlega er ekki rétt.“ Inga Sæland, formaður Flokksins, er einnig gagnrýnin á fjárlagafrumvarpið og telur það einkennast af ákvarðanafælni. „Yfirskriftin á þeim má segja að sé „þetta reddast allt“ og svo á bara að treysta á guð og lukkuna um að verðbólgan og vaxtaokrið fari niður af sjálfu sér,“ segir Inga. Hún gerir athugasemd við útgjaldavöxt og gagnrýnir forgangsröðun. „Það er ekkert í sambandi við öryggi í húsnæðismálum né heldur verið að taka utan um þá sem þurfa aðstoð að halda. Það er verið að rétta bönkunum áfram heimili landsmanna sem eru skuldug og skuldug lítil og meðalstór fyrirtæki. Það á bara að setja þetta allt í græðgiskjaft bankanna,“ segir Inga ómyrk í máli. „Þau ætla ekki að taka neina ábyrgð heldur bara leyfa seðlabankastjóra að halda áfram með sinn hamar, þar sem öll hans viðfangsefni og allir naglar eru stýrivextir. Þannig að því miður, ég gef þeim algjöra falleinkunn,“ segir Inga Sæland. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga lífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
„Skilaboð ráðherra og ríkisstjórnar eru að þetta sé allt saman að koma þegar við vitum öll að verðbólga og vextir eru stóra viðfangsefnið. Það er ekki fyrr en haustið 2026 sem er verið að tala um að það eigi að ná einhverjum markmiðum. Þá verðum við að horfa á áttatíu mánaða samfellt verðbólgutímabil,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sem segist hafa hlýtt nokkuð undrandi á kynningu ráðherra í morgun. Ekki nærri landi Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir 4,1 prósenta útgjaldavexti á næsta ári, sem er minni útgjaldaaukning en á síðustu árum. Þorbjörg segir það ekki duga til. „Þetta er eins og að fara í megrun en ætla hvorki að innbyrða færri kaloríur né hreyfa sig meira og segja að árangurinn geti náðst fram. Það er ekki verið að gera það sem þarf að gera, sem er að horfa á reksturinn og skoða hvað sé hægt að kæla. Draga úr útgjöldum til að hjálpa Seðlabankanum að ná niður verðbólgunni til þess að vextir geti lækkað,“ segir Þorbjörg. „Það vantar aðhald og þetta eru ekki markviss skref. Ríkisstjórnin er í raun að setja sér það markmið að fitna aðeins hægar og er ekki í neinni stöðu til að segja við heimili og fyrirtæki að við séum að komast að landi. Það bara einfaldlega er ekki rétt.“ Inga Sæland, formaður Flokksins, er einnig gagnrýnin á fjárlagafrumvarpið og telur það einkennast af ákvarðanafælni. „Yfirskriftin á þeim má segja að sé „þetta reddast allt“ og svo á bara að treysta á guð og lukkuna um að verðbólgan og vaxtaokrið fari niður af sjálfu sér,“ segir Inga. Hún gerir athugasemd við útgjaldavöxt og gagnrýnir forgangsröðun. „Það er ekkert í sambandi við öryggi í húsnæðismálum né heldur verið að taka utan um þá sem þurfa aðstoð að halda. Það er verið að rétta bönkunum áfram heimili landsmanna sem eru skuldug og skuldug lítil og meðalstór fyrirtæki. Það á bara að setja þetta allt í græðgiskjaft bankanna,“ segir Inga ómyrk í máli. „Þau ætla ekki að taka neina ábyrgð heldur bara leyfa seðlabankastjóra að halda áfram með sinn hamar, þar sem öll hans viðfangsefni og allir naglar eru stýrivextir. Þannig að því miður, ég gef þeim algjöra falleinkunn,“ segir Inga Sæland.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga lífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira