Fjármálaráðherra segir engar kollsteypur í fjárlagafrumvarpinu Heimir Már Pétursson skrifar 10. september 2024 11:45 Sigurður Ingi Jóhannsson segir engar kollsteypur að finna í fjárlagafrumvarpinu. Ríkisútgjöld aukist áfram en það dragi út aukningu þeirra miðað við fyrri ár. Vísir/HMP Útgjöld ríkissjóðs halda áfram að aukast að raungildi á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram í morgun. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við markmið Seðlabankans um hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta. Heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári verða 1.448 milljarðar og heildarútgjöldin 1.489 milljarðar króna. Það er því stefnt að því að reka ríkissjóð með um 41 milljarða halla á næsta ári. Áætlað er að skuldir ríkissjóðs minnki um aðeins eitt prósentustig á næsta ári og verði 31 prósent af vergri landsframleiðslu. Þær hafa þó lækkað hraðar undanfarin ár en áætlanir gerðu ráð fyrir enda hafa tekjur ríkissjóðs aukist mikið með auknum umsvifum í efnahagslífinu. Töluvert er um ný og eða aukin útgjöld í frumvarpinu. Þrátt fyrir þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra stjórnvöld sýna aðhald með frumvarpinu og skapa skilyrði fyrir hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta. Stöð 2/Einar Hefði ekki verið hægt að skera meira niður í nýjum framlögum og greiða frekar hraðar niður skuldir? „Nýju framlögin eru fjármögnuð með hagræðingu og aðhaldi í ríkisrekstri og betri nýtingu. Þannig að við erum ekki að auka ríkisumsvifin. Eins og ég kynnti í kynningunni er þetta fimmta árið í röð sem við erum að minnka ríkisumsvif í hlutfalli af hagkerfinu,“ segir fjármálaráðherra. Þetta viðhaldi aðlögun ríkisfjármála eftir þensluna sem fylgdi árunum á eftir covid faraldrinum og tryggi að fólk hafi atvinnu. Sérstakar aðgerðir í tengslum við nýgerða kjarasamninga kosta ríkissjóð 14 milljarða á næsta ári og útgjöld vegna breytinga á örorkulífeyriskerfinu aukast um mitt næsta ár. Þá hækkar frítekjumark ellilífeyris um 46 prósent á næsta ári og barnabætur hækka. Persónuafsláttur einstaklinga hækkar einnig í samræmi við verðlag um 6,3 prósent. Sigurður Ingi segir frumvarpið byggja á fjármálaáætlun til næstu ára sem bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabankinn segi veita nægjanlegt aðhald til að ná niður verðbólgu. „Samkvæmt spám Seðlabankans er verðbólgan að fara hratt niður. Við sjáum að hún er að fara niður. Þetta er að koma og við þurfum að hafa úthald til þess. En við erum að forðast kollsteypur," segir fjármálaráðherra. „Það eru jú til aðilar sem segja að við eigum að fara í grimman niðurskurð. Það myndi kalla á verulegt atvinnuleysi. Það eru líka aðilar sem segja að við eigum bara að hækka skatta verulega. Það myndi líka kalla á verulegan samdrátt hjá fyrirtækjunum. Við erum að fara millileiðina mjúku leiðina til að lenda hagkerfinu. En viðhalda og verja mikilvæga innviði velferðarkerfi og verkefni sem svo sannarlega er kallað eftir í íslensku samfélagi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson við kynningu fjárlagafrumvarpsins í morgun. Meðal nýrra og aukinna verkefna má nefna aukin stofnframlög í almenna íbúðakerfið, uppbyggingu samgönguinnviða og almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, byggingu á nýju fangelsi, ásamt byggingu Þjóðarhallar og legudeldar við sjúkrahúsið á Akureyri. Sjá má viðtalið við Sigurð Inga Jóhannsson í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Tengdar fréttir Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Samkvæmt greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti greiðslubyrði þrjátíu milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns á breytilegum vöxtum lækkað um fimmtíu þúsund króna á mánuði á næsta ári. 10. september 2024 10:32 Þrettán nýjar heimildir ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra fær ýmsar nýjar heimildir verði fjárlagafrumvarp hans samþykkt á Alþingi eins og reikna má fastlega með. Þar má meðal annars finna leyfi til að vinna með losunarheimildir, selja fasteignir í sveitum, kaupa húsnæði fyrir Rannsóknarnefnd samgönguslysa og stofnun sjóðs um verk Jóns Leifs. 10. september 2024 10:12 Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs Gert er ráð fyrir að hallarekstur ríkissjóðs dragist saman um sextán milljarða króna á milli ára og nemi 41 milljarði króna árið 2025 samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þar er boðað aðhald til þess að ná tökum á verðbólgu og vöxtum. 10. september 2024 09:31 Svona var kynning Sigurðar Inga á fjárlögum Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra boðar til fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 09 í dag. Á fundinum kynnir ráðherra fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025. 10. september 2024 08:31 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Sjá meira
Heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári verða 1.448 milljarðar og heildarútgjöldin 1.489 milljarðar króna. Það er því stefnt að því að reka ríkissjóð með um 41 milljarða halla á næsta ári. Áætlað er að skuldir ríkissjóðs minnki um aðeins eitt prósentustig á næsta ári og verði 31 prósent af vergri landsframleiðslu. Þær hafa þó lækkað hraðar undanfarin ár en áætlanir gerðu ráð fyrir enda hafa tekjur ríkissjóðs aukist mikið með auknum umsvifum í efnahagslífinu. Töluvert er um ný og eða aukin útgjöld í frumvarpinu. Þrátt fyrir þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra stjórnvöld sýna aðhald með frumvarpinu og skapa skilyrði fyrir hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta. Stöð 2/Einar Hefði ekki verið hægt að skera meira niður í nýjum framlögum og greiða frekar hraðar niður skuldir? „Nýju framlögin eru fjármögnuð með hagræðingu og aðhaldi í ríkisrekstri og betri nýtingu. Þannig að við erum ekki að auka ríkisumsvifin. Eins og ég kynnti í kynningunni er þetta fimmta árið í röð sem við erum að minnka ríkisumsvif í hlutfalli af hagkerfinu,“ segir fjármálaráðherra. Þetta viðhaldi aðlögun ríkisfjármála eftir þensluna sem fylgdi árunum á eftir covid faraldrinum og tryggi að fólk hafi atvinnu. Sérstakar aðgerðir í tengslum við nýgerða kjarasamninga kosta ríkissjóð 14 milljarða á næsta ári og útgjöld vegna breytinga á örorkulífeyriskerfinu aukast um mitt næsta ár. Þá hækkar frítekjumark ellilífeyris um 46 prósent á næsta ári og barnabætur hækka. Persónuafsláttur einstaklinga hækkar einnig í samræmi við verðlag um 6,3 prósent. Sigurður Ingi segir frumvarpið byggja á fjármálaáætlun til næstu ára sem bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabankinn segi veita nægjanlegt aðhald til að ná niður verðbólgu. „Samkvæmt spám Seðlabankans er verðbólgan að fara hratt niður. Við sjáum að hún er að fara niður. Þetta er að koma og við þurfum að hafa úthald til þess. En við erum að forðast kollsteypur," segir fjármálaráðherra. „Það eru jú til aðilar sem segja að við eigum að fara í grimman niðurskurð. Það myndi kalla á verulegt atvinnuleysi. Það eru líka aðilar sem segja að við eigum bara að hækka skatta verulega. Það myndi líka kalla á verulegan samdrátt hjá fyrirtækjunum. Við erum að fara millileiðina mjúku leiðina til að lenda hagkerfinu. En viðhalda og verja mikilvæga innviði velferðarkerfi og verkefni sem svo sannarlega er kallað eftir í íslensku samfélagi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson við kynningu fjárlagafrumvarpsins í morgun. Meðal nýrra og aukinna verkefna má nefna aukin stofnframlög í almenna íbúðakerfið, uppbyggingu samgönguinnviða og almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, byggingu á nýju fangelsi, ásamt byggingu Þjóðarhallar og legudeldar við sjúkrahúsið á Akureyri. Sjá má viðtalið við Sigurð Inga Jóhannsson í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Tengdar fréttir Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Samkvæmt greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti greiðslubyrði þrjátíu milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns á breytilegum vöxtum lækkað um fimmtíu þúsund króna á mánuði á næsta ári. 10. september 2024 10:32 Þrettán nýjar heimildir ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra fær ýmsar nýjar heimildir verði fjárlagafrumvarp hans samþykkt á Alþingi eins og reikna má fastlega með. Þar má meðal annars finna leyfi til að vinna með losunarheimildir, selja fasteignir í sveitum, kaupa húsnæði fyrir Rannsóknarnefnd samgönguslysa og stofnun sjóðs um verk Jóns Leifs. 10. september 2024 10:12 Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs Gert er ráð fyrir að hallarekstur ríkissjóðs dragist saman um sextán milljarða króna á milli ára og nemi 41 milljarði króna árið 2025 samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þar er boðað aðhald til þess að ná tökum á verðbólgu og vöxtum. 10. september 2024 09:31 Svona var kynning Sigurðar Inga á fjárlögum Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra boðar til fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 09 í dag. Á fundinum kynnir ráðherra fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025. 10. september 2024 08:31 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Sjá meira
Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Samkvæmt greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti greiðslubyrði þrjátíu milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns á breytilegum vöxtum lækkað um fimmtíu þúsund króna á mánuði á næsta ári. 10. september 2024 10:32
Þrettán nýjar heimildir ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra fær ýmsar nýjar heimildir verði fjárlagafrumvarp hans samþykkt á Alþingi eins og reikna má fastlega með. Þar má meðal annars finna leyfi til að vinna með losunarheimildir, selja fasteignir í sveitum, kaupa húsnæði fyrir Rannsóknarnefnd samgönguslysa og stofnun sjóðs um verk Jóns Leifs. 10. september 2024 10:12
Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs Gert er ráð fyrir að hallarekstur ríkissjóðs dragist saman um sextán milljarða króna á milli ára og nemi 41 milljarði króna árið 2025 samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þar er boðað aðhald til þess að ná tökum á verðbólgu og vöxtum. 10. september 2024 09:31
Svona var kynning Sigurðar Inga á fjárlögum Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra boðar til fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 09 í dag. Á fundinum kynnir ráðherra fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025. 10. september 2024 08:31