Ég er eiginlega alveg hætt að borða sykur Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 10. september 2024 09:33 Samkvæmt könnun neyta Íslendingar miklu minni sykurs heldur en sölutölur benda til. Það er nefnilega þannig að einstaklingar eru tregir til að segja frá raunneyslu sinni eða gleyma að minnast á matvæli sem neytt er milli mála. Ef ég fengi mér einkaþjálfara sem fylgdist gaumgæfilega með matarinntöku minni myndi koma í ljós að ég er alls ekki hætt að borða sykur. Ég borðaði súkkulaðikex eftir hádegismatinn og drakk kók með kvöldmatnum. Svo er sykur orðinn viðbættur í ýmislegt sem manni dettur kannski ekki í hug að innihaldi sykur. Einkaþjálfarinn myndi kannski senda mig út að hlaupa til mótvægis og endurskoða mataræðið. Fylgjast gaumgæfilega með árangri og endurmeta stöðuna. Það er okkur eðlislægt að fegra myndina þegar við gefum skýrslu frá okkur sjálfum. Enda eru margir hlutir, eins og sykurneysla, hlutir sem koma engum öðrum við. Það er hins vegar þegar um er að ræða hluti eins og losun gróðurhúsalofttegunda, rask á náttúru, grunnvatni, loftgæðum eða jarðvegi sem það kemur okkur öllum eiginlega bara mjög mikið við hvort og hversu mikið slíkt athæfi á sér stað yfir höfuð og hvaða mótvægisaðgerðir eru viðhafðar. Samt hefur það viðhafst hjá margvíslegri starfsemi að hafa eftirlit með sjálfri sér. Sjávarútvegurinn semur við sjálfan sig í úrvinnslusjóði og fylgist sjálfur gaumgæfilega með stöðu mála og nær ótrúlegum árangri að eigin sögn. Fiskeldisiðnaðurinn kaupir sjálfur úttektir og skilar til ríkisins um stöðu hafsbotnsins undir kvíunum og öðrum umhverfisáhrifum. Running tide þvertóku fyrir það að nein þörf væri á eftirliti þrátt fyrir að Umhverfisstofnun hafði farið fram á það og fengu með sér ráðherra í lið sem stóðu þétt við bakið á þeim. Endurvinnsluiðnaðurinn skilaði góðum endurvinnslutölum fyrir plast sem fannst svo í stútfullu vöruhúsnæði í Svíþjóð. Og alltaf erum við jafn hissa þegar upp kemur að eitthvað var ekki eins gott og það var látið líta út fyrir að vera. Það er pólitísk sveifla í gangi þar sem talað er um að einfalda leyfisveitingar og létta eða „afhúða“ regluverkið. Þá má ekki gleymast hversu mikils virði það er fyrir almenning að eftirlit sé öflugt. Talsverð stemning var fyrir því að létta á eftirliti í matvælaiðnaðinum þangað til fannst ólöglegur matarlager fullur af rottuskít og upp kom að hollustuháttum var virkilega ábótavant á mörgum matsölustöðum. En það virðist erfitt að koma einhverju skikki á opinbert eftirlit. Sama hversu margir laxar sleppa, margar súlur gera sér hreiður úr plastveiðafærum, afdráttarlausar aðvaranir eru frá Hafró um óvissuþætti kolefnisbindingar í hafi og hversu mörg mál eins og mjólkurfernur brenndar í Lettlandi koma upp. Regluverkið er eins, eftirlitsstofnanir ná ekki að sinna eftirliti sínu og við höldum áfram að spyrja fólk úti á götu hvort það borði nokkuð sykur. Nei, ég er eiginlega alveg hætt að borða sykur, og kjöt líka. Svo drekk ég bara gvendarbrunnavatn og borða ekkert nema heimaræktað grænmeti og bygg. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt könnun neyta Íslendingar miklu minni sykurs heldur en sölutölur benda til. Það er nefnilega þannig að einstaklingar eru tregir til að segja frá raunneyslu sinni eða gleyma að minnast á matvæli sem neytt er milli mála. Ef ég fengi mér einkaþjálfara sem fylgdist gaumgæfilega með matarinntöku minni myndi koma í ljós að ég er alls ekki hætt að borða sykur. Ég borðaði súkkulaðikex eftir hádegismatinn og drakk kók með kvöldmatnum. Svo er sykur orðinn viðbættur í ýmislegt sem manni dettur kannski ekki í hug að innihaldi sykur. Einkaþjálfarinn myndi kannski senda mig út að hlaupa til mótvægis og endurskoða mataræðið. Fylgjast gaumgæfilega með árangri og endurmeta stöðuna. Það er okkur eðlislægt að fegra myndina þegar við gefum skýrslu frá okkur sjálfum. Enda eru margir hlutir, eins og sykurneysla, hlutir sem koma engum öðrum við. Það er hins vegar þegar um er að ræða hluti eins og losun gróðurhúsalofttegunda, rask á náttúru, grunnvatni, loftgæðum eða jarðvegi sem það kemur okkur öllum eiginlega bara mjög mikið við hvort og hversu mikið slíkt athæfi á sér stað yfir höfuð og hvaða mótvægisaðgerðir eru viðhafðar. Samt hefur það viðhafst hjá margvíslegri starfsemi að hafa eftirlit með sjálfri sér. Sjávarútvegurinn semur við sjálfan sig í úrvinnslusjóði og fylgist sjálfur gaumgæfilega með stöðu mála og nær ótrúlegum árangri að eigin sögn. Fiskeldisiðnaðurinn kaupir sjálfur úttektir og skilar til ríkisins um stöðu hafsbotnsins undir kvíunum og öðrum umhverfisáhrifum. Running tide þvertóku fyrir það að nein þörf væri á eftirliti þrátt fyrir að Umhverfisstofnun hafði farið fram á það og fengu með sér ráðherra í lið sem stóðu þétt við bakið á þeim. Endurvinnsluiðnaðurinn skilaði góðum endurvinnslutölum fyrir plast sem fannst svo í stútfullu vöruhúsnæði í Svíþjóð. Og alltaf erum við jafn hissa þegar upp kemur að eitthvað var ekki eins gott og það var látið líta út fyrir að vera. Það er pólitísk sveifla í gangi þar sem talað er um að einfalda leyfisveitingar og létta eða „afhúða“ regluverkið. Þá má ekki gleymast hversu mikils virði það er fyrir almenning að eftirlit sé öflugt. Talsverð stemning var fyrir því að létta á eftirliti í matvælaiðnaðinum þangað til fannst ólöglegur matarlager fullur af rottuskít og upp kom að hollustuháttum var virkilega ábótavant á mörgum matsölustöðum. En það virðist erfitt að koma einhverju skikki á opinbert eftirlit. Sama hversu margir laxar sleppa, margar súlur gera sér hreiður úr plastveiðafærum, afdráttarlausar aðvaranir eru frá Hafró um óvissuþætti kolefnisbindingar í hafi og hversu mörg mál eins og mjólkurfernur brenndar í Lettlandi koma upp. Regluverkið er eins, eftirlitsstofnanir ná ekki að sinna eftirliti sínu og við höldum áfram að spyrja fólk úti á götu hvort það borði nokkuð sykur. Nei, ég er eiginlega alveg hætt að borða sykur, og kjöt líka. Svo drekk ég bara gvendarbrunnavatn og borða ekkert nema heimaræktað grænmeti og bygg. Höfundur er formaður Landverndar.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun