Gætu þurft að taka fram fyrir hendur Seðlabankans Ólafur Björn Sverrisson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 9. september 2024 23:17 Ásthildur Lóa ræddi efnahagsástandið og fyrirhuguð mótmæli í kvöldfréttum Stöðvar 2. vísir/vilhelm Stjórnvöld verða að grípa inn í, hafi peningastefnunefnd Seðlabankans ekki hug á því að lækka vexti í bráð. Þetta segir þingmaður Flokks fólksins sem hvetur fólkið til þess að mótmæla við þingsetningu á morgun. Verkalýðshreyfingin hefur boðað til mótmælanna og segjast foringjar verkalýðsfélaga skynja mikla reiði vegna langvarandi verðbólgu og hárra vaxta og krefjast þess að stjórnvöld setji heimilin í landinu í forgang. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins kveðst hafa mikinn skilning á því að fólk ætli sér að mótmæla við þingsetninguna á morgun. „Ég held að það sé bara verulega slæmt ástand á mörgum heimilum, þar sem afborganir lána hafa hækkað meira en hundrað prósent, á þessum síðustu tveimur árum. Jafnvel með einu höggi hjá þeim sem lentu í snjóhengjunni ef svo má segja,“ segir Ásthildur Lóa sem ræddi málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum. Hún hvetur fólk til að mæta. „Það skiptir máli að sýna samstöðu, að það sjáist hvað er að gerast,“ segir Ásthildur Lóa. „Ef það er ekki stjórnmálanna að lækka vexti þá veit ég ekki hverra það er, að verja heimilin,“ segir hún, spurð út í það hvað stjórnvöld þurfi að gera í efnahagsástandinu. „Ef að Seðlabankinn ætlar ekki að fara í þetta ferli, þá verða stjórnvöld að grípa inn í og setja í gang ferli.“ Temprun útgjaldavaxtarins Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir skýrt hvert markmiðið næstu vikurnar á þingi sé. „Það er sársaukafullt fyrir heimilin og fyrirtæki í landinu að borga svona háa vexti, þannig það er hægt að hafa skilning á því. En þess vegna er svo mikilvægt að við stöndum saman að því að ná niður verðbólgu, öðruvísi náum við ekki að lækka vextina,“ segir Hildur. Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Fjárlög séu eitt tæki til þess að lækka verðbólgu. Þau verða lögð fram í vikunni. „Þau verða að vinna með Seðlabankanum í því að hægja á hagkerfinu. Þar skiptir mestu máli að forgangsraða útgjöldum. Þannig að það er mjög skýrt verkefni okkar hér næstu vikur.“ „Við erum að tempra útgjaldavöxtinn, þannig það eru vissulega jákvæð teikn. Ég finn allavega einhug um það í ríkisstjórninni og ég vona að allir verði með okkur í því. Þetta er bara lögmál sem verður að ganga eftir,“ segir Hildur að lokum. Alþingi Efnahagsmál Seðlabankinn Fjármál heimilisins Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Verkalýðshreyfingin hefur boðað til mótmælanna og segjast foringjar verkalýðsfélaga skynja mikla reiði vegna langvarandi verðbólgu og hárra vaxta og krefjast þess að stjórnvöld setji heimilin í landinu í forgang. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins kveðst hafa mikinn skilning á því að fólk ætli sér að mótmæla við þingsetninguna á morgun. „Ég held að það sé bara verulega slæmt ástand á mörgum heimilum, þar sem afborganir lána hafa hækkað meira en hundrað prósent, á þessum síðustu tveimur árum. Jafnvel með einu höggi hjá þeim sem lentu í snjóhengjunni ef svo má segja,“ segir Ásthildur Lóa sem ræddi málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum. Hún hvetur fólk til að mæta. „Það skiptir máli að sýna samstöðu, að það sjáist hvað er að gerast,“ segir Ásthildur Lóa. „Ef það er ekki stjórnmálanna að lækka vexti þá veit ég ekki hverra það er, að verja heimilin,“ segir hún, spurð út í það hvað stjórnvöld þurfi að gera í efnahagsástandinu. „Ef að Seðlabankinn ætlar ekki að fara í þetta ferli, þá verða stjórnvöld að grípa inn í og setja í gang ferli.“ Temprun útgjaldavaxtarins Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir skýrt hvert markmiðið næstu vikurnar á þingi sé. „Það er sársaukafullt fyrir heimilin og fyrirtæki í landinu að borga svona háa vexti, þannig það er hægt að hafa skilning á því. En þess vegna er svo mikilvægt að við stöndum saman að því að ná niður verðbólgu, öðruvísi náum við ekki að lækka vextina,“ segir Hildur. Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Fjárlög séu eitt tæki til þess að lækka verðbólgu. Þau verða lögð fram í vikunni. „Þau verða að vinna með Seðlabankanum í því að hægja á hagkerfinu. Þar skiptir mestu máli að forgangsraða útgjöldum. Þannig að það er mjög skýrt verkefni okkar hér næstu vikur.“ „Við erum að tempra útgjaldavöxtinn, þannig það eru vissulega jákvæð teikn. Ég finn allavega einhug um það í ríkisstjórninni og ég vona að allir verði með okkur í því. Þetta er bara lögmál sem verður að ganga eftir,“ segir Hildur að lokum.
Alþingi Efnahagsmál Seðlabankinn Fjármál heimilisins Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira