„Þarna á ég að gera betur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2024 21:45 Guðlaugur Victor axlaði ábyrð eftir tap kvöldsins. Getty Guðlaugur Victor Pálsson fór ekki í grafgötur með álit sitt á frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í Tyrklandi í kvöld, hvar Ísland tapaði 3-1. Hann axlaði ábyrgð á sínum hluta í tapinu. „Það er ömurlegt að tapa. Betra liðið vann í dag. En við vorum bara ekki að spila okkar besta leik. Við vorum alltof slappir með boltann, taktískt og líka varnarlega voru of mörg spurningarmerki sem við þurfum að fara yfir,“ segir Guðlaugur Victor í samtali við Stefán Árna Pálsson á vellinum í Tyrklandi. Hann bætir við: „Þeir skora þrjú mörk sem við eigum að díla við. Við hefðum mátt vera rólegri á boltanum þegar við vorum með hann. Það er það sem er mér í huga eftir leik.“ Aðspurður hvort íslenska liðið hafi ekki sýnt góðan karakter með því að jafna leikinn játar Guðlaugur því. Hann skoraði sjálfur markið eftir hornspyrnu. Hann færist þó fljótlega aftur í það sem betur mátti fara. „Það er vissulega karakter en maður stendur hérna samt og hugsar með sér: „Af hverju vorum við ekki betri á boltann? Af hverju vorum við ekki betur skipulagðir?“ „Auðvitað er þetta frábært lið en á okkar betri degi þá þarf þetta ekki að vera svona. Við förum inn í hálfleik, ræðum það sem fer úrskeiðis og svo kemur það snemma í seinni hálfleik sem ég á að loka á manninn miklu betur. Hann skorar þetta frábæra mark en þarna á ég að gera betur. Svo var þetta bara brekka,“ segir Guðlaugur Victor sem bætir við um annað mark Tyrkja: „Ég þarf að sjá fyrsta markið aftur en seinna markið er bara þannig að hann feikar að fara í eina átt og ég bara sel mig. Hann tekur frábært touch og skorar. Þarna á ég bara að vera miklu nær honum og gera betur. Það er bara svo einfalt.“ Klippa: Markaskorarinn eftir leik Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir „Stór mistök hjá mér“ Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, kvaðst hafa verið ólíkur sjálfum sér fyrstu tuttugu mínúturnar gegn Tyrkjum í kvöld. Hann hlakkar til að hefna fyrir tapið, á Laugardalsvelli eftir mánuð. 9. september 2024 21:21 „Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. 9. september 2024 21:14 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
„Það er ömurlegt að tapa. Betra liðið vann í dag. En við vorum bara ekki að spila okkar besta leik. Við vorum alltof slappir með boltann, taktískt og líka varnarlega voru of mörg spurningarmerki sem við þurfum að fara yfir,“ segir Guðlaugur Victor í samtali við Stefán Árna Pálsson á vellinum í Tyrklandi. Hann bætir við: „Þeir skora þrjú mörk sem við eigum að díla við. Við hefðum mátt vera rólegri á boltanum þegar við vorum með hann. Það er það sem er mér í huga eftir leik.“ Aðspurður hvort íslenska liðið hafi ekki sýnt góðan karakter með því að jafna leikinn játar Guðlaugur því. Hann skoraði sjálfur markið eftir hornspyrnu. Hann færist þó fljótlega aftur í það sem betur mátti fara. „Það er vissulega karakter en maður stendur hérna samt og hugsar með sér: „Af hverju vorum við ekki betri á boltann? Af hverju vorum við ekki betur skipulagðir?“ „Auðvitað er þetta frábært lið en á okkar betri degi þá þarf þetta ekki að vera svona. Við förum inn í hálfleik, ræðum það sem fer úrskeiðis og svo kemur það snemma í seinni hálfleik sem ég á að loka á manninn miklu betur. Hann skorar þetta frábæra mark en þarna á ég að gera betur. Svo var þetta bara brekka,“ segir Guðlaugur Victor sem bætir við um annað mark Tyrkja: „Ég þarf að sjá fyrsta markið aftur en seinna markið er bara þannig að hann feikar að fara í eina átt og ég bara sel mig. Hann tekur frábært touch og skorar. Þarna á ég bara að vera miklu nær honum og gera betur. Það er bara svo einfalt.“ Klippa: Markaskorarinn eftir leik
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir „Stór mistök hjá mér“ Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, kvaðst hafa verið ólíkur sjálfum sér fyrstu tuttugu mínúturnar gegn Tyrkjum í kvöld. Hann hlakkar til að hefna fyrir tapið, á Laugardalsvelli eftir mánuð. 9. september 2024 21:21 „Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. 9. september 2024 21:14 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
„Stór mistök hjá mér“ Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, kvaðst hafa verið ólíkur sjálfum sér fyrstu tuttugu mínúturnar gegn Tyrkjum í kvöld. Hann hlakkar til að hefna fyrir tapið, á Laugardalsvelli eftir mánuð. 9. september 2024 21:21
„Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. 9. september 2024 21:14