Býst við klassískum breskum bolta frá Wales: „Þurfum að vera klárir í slaginn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2024 07:03 Ólafur Ingi býst við erfiðum leik í dag. Vísir/Anton Brink Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U-21 árs landslið drengja í knattspyrnu, býst við hörkuleik þegar Ísland mætir Wales í undankeppni EM 2025 síðar í dag. Ísland vann frækinn sigur á Danmörku í síðasta leik sínum en Ólafur Ingi býst við allt öðruvísi leik í dag. „Við vorum ánægðir með það en á sama tíma er það komið í baksýnisspegilinn og við horfum til leiksins [gegn Wales],“ sagði Ólafur Ingi spurður út í magnaðan 4-2 sigur Íslands á Danmörku fyrir skemmstu. Sigurinn á Dönum sprengir riðilinn heldur betur upp en fyrir leik hafði Ísland unnið tvo leiki og tapað tveimur. „Við töluðum um það þegar við komum saman í byrjun gluggans að við erum með þetta í okkar höndum, sem er frábært og við viljum halda því þannig.“ Kristall Máni Ingason var allt í öllu í liði Íslands gegn Danmörku „Hann var frábær og eins og allir strákarnir. Þegar þú skorar þrjú mörk þá gleymist öll varnarvinnan sem hann sinnti mjög vel líka ásamt öllu liðinu. Vonandi getur hann endurtekið leikinn, og við allir gegn Wales.“ „Svolítið breskur fótbolti sem þeir bjóða upp á“ Danmörk og Wales deila toppsætinu í riðlinum og því enginn smá leikur sem drengirnir eru að fara spila síðar í dag. Við hverju má búast af liði Wales? Staðan í riðlinum fyrir leik dagsins.KSÍ „Þetta er hörkulið, verður öðruvísi leikur. Við verðum að vera klárir í bardagann, þetta verður meiri bardagaleikur. Meira um návígi, svolítið breskur fótbolti sem þeir bjóða upp á.“ „Þurfum að vera klárir í slaginn fyrst og fremst. Sinna okkar vel, varnarvinnunni og því sem því fylgir, til að skapa okkur þær stöður sem við viljum. Þetta verður spennandi og skemmtilegt verkefni fyrir okkur.“ Klippa: Ólafur Ingi býst við klassískum breskum bolta frá Wales: „Þurfum að vera klárir í slaginn“ Nálgast Ólafur Ingi og lærisveinar hans leikinn á annan hátt þar sem leikurinn verður frábrugðinn leiknum gegn Danmörku? „Myndi ekki segja það. Við erum með okkar spilstíl og við höldum fast í það, á sama tíma þurfum við að vera undirbúnir fyrir að það verður mikið um návígi, það verður meira um lengri bolta, tilbúnir í seinni bolta.“ „Þeir vilja kannski ekki halda jafn mikið í boltann og Danirnir en við höldum í okkar aðferðir en við þurfum að vera klárir í þessa grunnvinnu sem verður að vera til staðar ef maður vill vinna knattspyrnuleiki,“ sagði Ólafur Ingi að lokum. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Leikur Íslands og Wales hefst klukkan 16.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport ásamt því að vera í beinni textalýsingu á Vísi. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Lykillinn að sigri felist í samstöðu leikmanna: „Þetta verður barátta“ Andri Fannar Baldursson, miðjumaður íslenska undir 21 árs landsliðsins í fótbolta er bjartsýnn fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Wales í undankeppni EM á morgun þar sem að sigur kemur Íslandi í ansi veglega stöðu í riðlinum. 9. september 2024 16:31 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira
„Við vorum ánægðir með það en á sama tíma er það komið í baksýnisspegilinn og við horfum til leiksins [gegn Wales],“ sagði Ólafur Ingi spurður út í magnaðan 4-2 sigur Íslands á Danmörku fyrir skemmstu. Sigurinn á Dönum sprengir riðilinn heldur betur upp en fyrir leik hafði Ísland unnið tvo leiki og tapað tveimur. „Við töluðum um það þegar við komum saman í byrjun gluggans að við erum með þetta í okkar höndum, sem er frábært og við viljum halda því þannig.“ Kristall Máni Ingason var allt í öllu í liði Íslands gegn Danmörku „Hann var frábær og eins og allir strákarnir. Þegar þú skorar þrjú mörk þá gleymist öll varnarvinnan sem hann sinnti mjög vel líka ásamt öllu liðinu. Vonandi getur hann endurtekið leikinn, og við allir gegn Wales.“ „Svolítið breskur fótbolti sem þeir bjóða upp á“ Danmörk og Wales deila toppsætinu í riðlinum og því enginn smá leikur sem drengirnir eru að fara spila síðar í dag. Við hverju má búast af liði Wales? Staðan í riðlinum fyrir leik dagsins.KSÍ „Þetta er hörkulið, verður öðruvísi leikur. Við verðum að vera klárir í bardagann, þetta verður meiri bardagaleikur. Meira um návígi, svolítið breskur fótbolti sem þeir bjóða upp á.“ „Þurfum að vera klárir í slaginn fyrst og fremst. Sinna okkar vel, varnarvinnunni og því sem því fylgir, til að skapa okkur þær stöður sem við viljum. Þetta verður spennandi og skemmtilegt verkefni fyrir okkur.“ Klippa: Ólafur Ingi býst við klassískum breskum bolta frá Wales: „Þurfum að vera klárir í slaginn“ Nálgast Ólafur Ingi og lærisveinar hans leikinn á annan hátt þar sem leikurinn verður frábrugðinn leiknum gegn Danmörku? „Myndi ekki segja það. Við erum með okkar spilstíl og við höldum fast í það, á sama tíma þurfum við að vera undirbúnir fyrir að það verður mikið um návígi, það verður meira um lengri bolta, tilbúnir í seinni bolta.“ „Þeir vilja kannski ekki halda jafn mikið í boltann og Danirnir en við höldum í okkar aðferðir en við þurfum að vera klárir í þessa grunnvinnu sem verður að vera til staðar ef maður vill vinna knattspyrnuleiki,“ sagði Ólafur Ingi að lokum. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Leikur Íslands og Wales hefst klukkan 16.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport ásamt því að vera í beinni textalýsingu á Vísi.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Lykillinn að sigri felist í samstöðu leikmanna: „Þetta verður barátta“ Andri Fannar Baldursson, miðjumaður íslenska undir 21 árs landsliðsins í fótbolta er bjartsýnn fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Wales í undankeppni EM á morgun þar sem að sigur kemur Íslandi í ansi veglega stöðu í riðlinum. 9. september 2024 16:31 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira
Lykillinn að sigri felist í samstöðu leikmanna: „Þetta verður barátta“ Andri Fannar Baldursson, miðjumaður íslenska undir 21 árs landsliðsins í fótbolta er bjartsýnn fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Wales í undankeppni EM á morgun þar sem að sigur kemur Íslandi í ansi veglega stöðu í riðlinum. 9. september 2024 16:31