Lykillinn að sigri felist í samstöðu leikmanna: „Þetta verður barátta“ Aron Guðmundsson skrifar 9. september 2024 16:31 Andri Fannar Baldursson í leik með íslenska undir 21 árs landsliðinu Vísir/Hulda Margrét Andri Fannar Baldursson, miðjumaður íslenska undir 21 árs landsliðsins í fótbolta er bjartsýnn fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Wales í undankeppni EM á morgun þar sem að sigur kemur Íslandi í ansi veglega stöðu í riðlinum. Liðin mætast á Víkingsvelli á morgun í leik sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og mæta okkar strákar með fullt sjálfstraust í leikinn gegn Wales eftir frábæran sigur á landsliði Danmerkur á dögunum. „Við erum mjög ánægðir með þann leik,“ sagði Andri Fannar um leikinn gegn Dönum í samtali við Val Pál Eiríksson í dag. „Auðvitað margt sem við hefðum geta gert betur en einnig margt gott sem við getum tekið með okkur. Við erum allir mjög ánægðir með að hafa unnið Danina.“ Frammistaða sem gefur sjálfstraust fyrir framhaldið? „Já klárlega. Við erum mjög spenntir fyrir leiknum á morgun og ætlum að gera enn betur. Ná í þrjú stig.“ „Þetta var mjög sterkt fyrir okkur. Ef við ætlum að láta þennan sigur gegn Dönum telja þá bara verðum við að vinna á morgun. Við erum allir fullvissir um að sigur er það eina sem er í boði fyrir okkur. Fókusinn er allur á að gera vel á morgun.“ Andri er fullviss um að Ísland geti borið sigur úr býtum úr leiknum ef liðið spilar sinn leik. Sigur gegn Wales kemur Íslandi upp fyrir þá í riðlinum í annað sæti hið minnsta. „Þeir eru harðir í horn að taka,“ segir Andri Fannar um lið Wales. „Vinna mikið af seinni boltum og ég býst við því að það verði meiri fætingur heldur en á móti Dönum sem voru meira í því að reyna spila boltanum á jörðinni. Föst leikatriði verða því að telja hjá okkur á morgun. Það verður að vera kveikt á okkur í þannig stöðum. Og ef við vinnum einvígin okkar, þá hef ég engar áhyggjur af þessu.“ Þurfið þið þá að nálgast leikinn eitthvað öðruvísi heldur en þið gerðum á móti Dönum? „Nei. Fyrst og fremst snýst þetta bara alltaf um okkur sjálfa. Að við höldum í okkar gildi. Svo þurfum við bara að aðlagast því hvernig Walesverjarnir spila. Þetta verður barátta. En ef við stöndum allir saman, bökkum hvorn annan upp, þá erum við að fara vinna þennan leik.“ Leikur Íslands og Wales í undankeppni EM undir 21 árs landsliða hefst klukkan hálf fimm á Víkingsvelli á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Liðin mætast á Víkingsvelli á morgun í leik sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og mæta okkar strákar með fullt sjálfstraust í leikinn gegn Wales eftir frábæran sigur á landsliði Danmerkur á dögunum. „Við erum mjög ánægðir með þann leik,“ sagði Andri Fannar um leikinn gegn Dönum í samtali við Val Pál Eiríksson í dag. „Auðvitað margt sem við hefðum geta gert betur en einnig margt gott sem við getum tekið með okkur. Við erum allir mjög ánægðir með að hafa unnið Danina.“ Frammistaða sem gefur sjálfstraust fyrir framhaldið? „Já klárlega. Við erum mjög spenntir fyrir leiknum á morgun og ætlum að gera enn betur. Ná í þrjú stig.“ „Þetta var mjög sterkt fyrir okkur. Ef við ætlum að láta þennan sigur gegn Dönum telja þá bara verðum við að vinna á morgun. Við erum allir fullvissir um að sigur er það eina sem er í boði fyrir okkur. Fókusinn er allur á að gera vel á morgun.“ Andri er fullviss um að Ísland geti borið sigur úr býtum úr leiknum ef liðið spilar sinn leik. Sigur gegn Wales kemur Íslandi upp fyrir þá í riðlinum í annað sæti hið minnsta. „Þeir eru harðir í horn að taka,“ segir Andri Fannar um lið Wales. „Vinna mikið af seinni boltum og ég býst við því að það verði meiri fætingur heldur en á móti Dönum sem voru meira í því að reyna spila boltanum á jörðinni. Föst leikatriði verða því að telja hjá okkur á morgun. Það verður að vera kveikt á okkur í þannig stöðum. Og ef við vinnum einvígin okkar, þá hef ég engar áhyggjur af þessu.“ Þurfið þið þá að nálgast leikinn eitthvað öðruvísi heldur en þið gerðum á móti Dönum? „Nei. Fyrst og fremst snýst þetta bara alltaf um okkur sjálfa. Að við höldum í okkar gildi. Svo þurfum við bara að aðlagast því hvernig Walesverjarnir spila. Þetta verður barátta. En ef við stöndum allir saman, bökkum hvorn annan upp, þá erum við að fara vinna þennan leik.“ Leikur Íslands og Wales í undankeppni EM undir 21 árs landsliða hefst klukkan hálf fimm á Víkingsvelli á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira