Innlent

Lýsa yfir óvissustigi

Árni Sæberg skrifar
Vel er fylgst með ánni Skálm. Ljósmyndin er úr safni.
Vel er fylgst með ánni Skálm. Ljósmyndin er úr safni. Vísir/Jóhann

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jökulhlaups úr Mýrdalsjökli.

Í fréttatilkynningu þess efnis segir að rafleiðni hafi farið hækkandi í Skálm frá því seinnipartinn 7. september ásamt því að vatnshæð árinnar hafi farið eilítið vaxandi og því talið að jökulhlaup sé hafið.

Engin hlaupórói mælist að svo stöddu á jarðskjálftamælum við Mýrdalsjökul. Fylgst sé náið með framgangi mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×