Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2024 10:05 Ragnar Þór er svartsýn á horfur í íslensku samfélagi. Vísir/Einar Meginkrafa mótmæla stærstu heildarsamtaka launafólks landsins á morgun er að ríkisstjórnin vakni af blundi og ráðist í markvissar aðgerðir gegn háu vaxtastigi og verðbólgu, að sögn formanns VR. Hann segir mótmælin söguleg. Alþýðusamband Íslands, BSRB og Kennarasamband Íslands boða til mótmæla á Austurvelli síðdegis á morgun gegn því sem þau kalla „skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart hárri verðbólgu og vöxtum“. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir mótmælin söguleg þar sem langt sé liðið frá því að stór heildarsamtök launafólks stóðu síðast að baki aðgerðum af þessu tagi. „Krafan er fyrst og síðast að ríkisstjórnin vakni af þessum blundi og fari í markvissar aðgerðir til þess að sporna við þessu ástandi. Það er meginkrafan,“ sagði Ragnar Þór í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ríkisstjórnin brugðist í einu og öllu Sakaði Ragnar Þór ríkisstjórnina um að taka stöðuna og hlutverk sitt í að vinna að því að ná jafnvægi í húsnæðismálum ekki alvarlega. Húsnæðisverð hafi verið helsti drifkrafturinn í verðbólgu á landinu undanfarin ár. „Ríkisstjórnin hefur algerlega brugðist í einu og öllu þegar kemur að baráttunni við háa verðbólgu og vexti,“ sagði hann. Hagstjórn á Íslandi hefði verið beitt „grimmilega“ gegn fólkinu í landinu síðastliðin ár og áratugi. Efnahagslegur óstöðugleiki væri heimatilbúinn að því leyti að húsnæðismarkaðurinn hefði verið algerlega vanræktur og ekki hefði verið komið böndum á skammtímaleigu húsnæðis til ferðamanna. Varaði verkalýðsforkólfurinn við því að ástandið gæti ekki annað en versnað, sérstaklega á leigumarkaði þar sem staðan væri skeflilega fyrir ef ekki yrði komið böndum á hann. Það væri algerlega óásættanlegt fyrir landsmenn sem reyndu að koma þaki yfir höfuðið að afborganir af lánum hefðu meira en tvöfaldast. Það væri með ólíkindum að ríkisstjórnin hefði komist upp með það svo lengi. „Þetta getur engin heilvita þjóð sætt sig við.“ Eins og eftirmál hrunsins Þá fullyrti Ragnar Þór að viðvarandi háir stýrivextir hefðu engan árangur borið í að ná tökum á verðbólgunni. Þeir hefðu þvert á móti ýtt undir verðlagshækkanir og komið í veg fyrir frekari uppbyggingu á húsnæðismarki. Hvorki ríkisstjórnin né sveitarfélög hefðu tekið vandann nægilega alvarlega. „Við sem samfélag eigum ekki að láta bjóða okkur þessa stöðu,“ sagði Ragnar Þór og vísaði til hárra húsnæðislánavaxta. Líkti hann stöðunni nú við eftirmál hrunsins þegar þúsundir heimila hafi endað undir uppboðshamrinum. Vanskil fari vaxandi. „Hvaða heilvita ríki myndi láta bjóða sér þessa stöðu, vera með húsnæðisvexti í þessum hæðum og verðbólguna eins og hún er.“ Stéttarfélög Kjaramál Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Alþýðusamband Íslands, BSRB og Kennarasamband Íslands boða til mótmæla á Austurvelli síðdegis á morgun gegn því sem þau kalla „skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart hárri verðbólgu og vöxtum“. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir mótmælin söguleg þar sem langt sé liðið frá því að stór heildarsamtök launafólks stóðu síðast að baki aðgerðum af þessu tagi. „Krafan er fyrst og síðast að ríkisstjórnin vakni af þessum blundi og fari í markvissar aðgerðir til þess að sporna við þessu ástandi. Það er meginkrafan,“ sagði Ragnar Þór í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ríkisstjórnin brugðist í einu og öllu Sakaði Ragnar Þór ríkisstjórnina um að taka stöðuna og hlutverk sitt í að vinna að því að ná jafnvægi í húsnæðismálum ekki alvarlega. Húsnæðisverð hafi verið helsti drifkrafturinn í verðbólgu á landinu undanfarin ár. „Ríkisstjórnin hefur algerlega brugðist í einu og öllu þegar kemur að baráttunni við háa verðbólgu og vexti,“ sagði hann. Hagstjórn á Íslandi hefði verið beitt „grimmilega“ gegn fólkinu í landinu síðastliðin ár og áratugi. Efnahagslegur óstöðugleiki væri heimatilbúinn að því leyti að húsnæðismarkaðurinn hefði verið algerlega vanræktur og ekki hefði verið komið böndum á skammtímaleigu húsnæðis til ferðamanna. Varaði verkalýðsforkólfurinn við því að ástandið gæti ekki annað en versnað, sérstaklega á leigumarkaði þar sem staðan væri skeflilega fyrir ef ekki yrði komið böndum á hann. Það væri algerlega óásættanlegt fyrir landsmenn sem reyndu að koma þaki yfir höfuðið að afborganir af lánum hefðu meira en tvöfaldast. Það væri með ólíkindum að ríkisstjórnin hefði komist upp með það svo lengi. „Þetta getur engin heilvita þjóð sætt sig við.“ Eins og eftirmál hrunsins Þá fullyrti Ragnar Þór að viðvarandi háir stýrivextir hefðu engan árangur borið í að ná tökum á verðbólgunni. Þeir hefðu þvert á móti ýtt undir verðlagshækkanir og komið í veg fyrir frekari uppbyggingu á húsnæðismarki. Hvorki ríkisstjórnin né sveitarfélög hefðu tekið vandann nægilega alvarlega. „Við sem samfélag eigum ekki að láta bjóða okkur þessa stöðu,“ sagði Ragnar Þór og vísaði til hárra húsnæðislánavaxta. Líkti hann stöðunni nú við eftirmál hrunsins þegar þúsundir heimila hafi endað undir uppboðshamrinum. Vanskil fari vaxandi. „Hvaða heilvita ríki myndi láta bjóða sér þessa stöðu, vera með húsnæðisvexti í þessum hæðum og verðbólguna eins og hún er.“
Stéttarfélög Kjaramál Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira