Kína endaði enn og aftur með langflest verðlaun Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2024 18:46 Kínverjar unnu til fjölda verðlauna í sundi, þar á meðal þrefalt í 50 metra baksundi í fötlunarflokki 5, þar sem þær Dong Lu, Shenggao He og Yu Lui stóðu sig best. Getty/Sean M. Haffey Kínverjar halda heim frá París með langflest verðlaun allra þjóða á Ólympíumóti fatlaðra, eða Paralympics, líkt og venja er orðin. Lokahátíð Paralympics er í kvöld en Ísland átti þar fimm keppendur sem samtals settu fjögur Íslandsmet. Þau Róbert Ísak Jónsson, Már Gunnarsson, Thelma Björg Björnsdóttir, Sonja Sigurðardóttir og Ingeborg Eide Garðarsdóttir taka öll þátt í lokahátíðinni. Íslenski hópurinn sem keppti í París.ÍF/Laurent Bagins Kína og Bandaríkin hafa átt í hnífjafnri baráttu um að safna flestum verðlaunum á síðustu Ólympíuleikum en þegar kemur að Paralympics hefur á þessari öld, eða frá og með leikunum í Aþenu 2004, verið um algjöra yfirburði Kína að ræða. Kínverjar með 220 verðlaun Að þessu sinni fengu Kínverjar 94 gullverðlaun, 76 silfur og 50 brons, eða samtals 220 verðlaun. Þeir fengu því fleiri gullverðlaun en næstu tvær þjóðir til samans. Stóru blöðin í Evrópu hafa fjallað um árangur Kínverja og segja ýmsar ástæður fyrir honum, en ein sé sú að ríkið verji nánast ótakmörkuðu fé í að efla sitt fremsta íþróttafólk til dáða. Blaðamaður Le Monde í Frakklandi fékk að heimsækja bækistöðvar Paralympics-landsliðs Kína, norðan við Peking, og segir þær þekja 23 hektara en þær voru reistar fyrir leikana í Peking 2008. Þar safnast besta íþróttafólk Kína saman fyrir stórmót, en æfir þess á milli í yfir 30 svæðisstöðvum um landið. Átta efstu þjóðirnar á verðlaunalista Paralympics 2024.olympics.com Bretar urðu í 2. sæti á verðlaunatöflunni, með 49 gull, 44 silfur og 31 brons. Þeir fengu þrettán gullverðlaunum meira en Bandaríkin sem urðu í 3. sæti með 105 verðlaun. Þessar þrjár þjóðir skáru sig úr, og Kína auðvitað sérstaklega, en Hollendingar urðu svo í 4. sæti yfir flest gull með 27 talsins, og þeir fengu 56 verðlaun alls, á meðan að Brasilía fékk 25 gull en alls 89 verðlaun. Alls eignuðust 65 þjóðir Paralympics-meistara í ár en Ísland var í hópi 84 þjóða sem ekki nældu í verðlaun á þessum leikum. Frá upphafi hefur Ísland samtals unnið til 14 gullverðlauna á sumarleikum Paralympics, 13 silfurverðlauna og 34 bronsverðlauna, eða til alls 61 verðlauna. Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Sjá meira
Lokahátíð Paralympics er í kvöld en Ísland átti þar fimm keppendur sem samtals settu fjögur Íslandsmet. Þau Róbert Ísak Jónsson, Már Gunnarsson, Thelma Björg Björnsdóttir, Sonja Sigurðardóttir og Ingeborg Eide Garðarsdóttir taka öll þátt í lokahátíðinni. Íslenski hópurinn sem keppti í París.ÍF/Laurent Bagins Kína og Bandaríkin hafa átt í hnífjafnri baráttu um að safna flestum verðlaunum á síðustu Ólympíuleikum en þegar kemur að Paralympics hefur á þessari öld, eða frá og með leikunum í Aþenu 2004, verið um algjöra yfirburði Kína að ræða. Kínverjar með 220 verðlaun Að þessu sinni fengu Kínverjar 94 gullverðlaun, 76 silfur og 50 brons, eða samtals 220 verðlaun. Þeir fengu því fleiri gullverðlaun en næstu tvær þjóðir til samans. Stóru blöðin í Evrópu hafa fjallað um árangur Kínverja og segja ýmsar ástæður fyrir honum, en ein sé sú að ríkið verji nánast ótakmörkuðu fé í að efla sitt fremsta íþróttafólk til dáða. Blaðamaður Le Monde í Frakklandi fékk að heimsækja bækistöðvar Paralympics-landsliðs Kína, norðan við Peking, og segir þær þekja 23 hektara en þær voru reistar fyrir leikana í Peking 2008. Þar safnast besta íþróttafólk Kína saman fyrir stórmót, en æfir þess á milli í yfir 30 svæðisstöðvum um landið. Átta efstu þjóðirnar á verðlaunalista Paralympics 2024.olympics.com Bretar urðu í 2. sæti á verðlaunatöflunni, með 49 gull, 44 silfur og 31 brons. Þeir fengu þrettán gullverðlaunum meira en Bandaríkin sem urðu í 3. sæti með 105 verðlaun. Þessar þrjár þjóðir skáru sig úr, og Kína auðvitað sérstaklega, en Hollendingar urðu svo í 4. sæti yfir flest gull með 27 talsins, og þeir fengu 56 verðlaun alls, á meðan að Brasilía fékk 25 gull en alls 89 verðlaun. Alls eignuðust 65 þjóðir Paralympics-meistara í ár en Ísland var í hópi 84 þjóða sem ekki nældu í verðlaun á þessum leikum. Frá upphafi hefur Ísland samtals unnið til 14 gullverðlauna á sumarleikum Paralympics, 13 silfurverðlauna og 34 bronsverðlauna, eða til alls 61 verðlauna.
Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Sjá meira