Innlent

Sturluð stemning á tón­leikum Skálmaldar undir norðurljósunum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fjölmenni var á Skálmaldartónleikunum í gærkvöldi. Veðrið lél við gesti og kvöldhimininn skartaði sínu fegursta.
Fjölmenni var á Skálmaldartónleikunum í gærkvöldi. Veðrið lél við gesti og kvöldhimininn skartaði sínu fegursta. Vísir/Sigurjón

Um 1.500 gestir lögðu leið sína í Heimskautsgerðið á Raufarhöfn í gær á stórtónleika hljómsveitarinnar Skálmaldar. Skippuleggjandi segir stemninguna hafa verið ólýslanlega.

Nanna Steina Höskuldsdóttir atvinnu- og samfélagsfulltrúi Raufarhafnar hefur unnið að skipulagningu tónleikanna í um eitt og hálft ár. Hún segir að gærkvöldið hefði vart getað farið betur. Skálmaldarmenn hafi tryllt lýðinn við fullkomnar aðstæður.

„Þetta eru í kringum 1.500 gestir sem komu sem er, til að setja í stærra samhengi, eins og komi 1,5 milljón gesta til Reykjavíkur á einu kvöldi. Bílaröð lengst upp á heiði,“ segir Nanna.

„Tónleikarnir voru bara algjörlega sturlaðir, það var bara þvílík stemning. Veðrið lék við okkur, norðurljós og logn. Þetta var bara allt alveg geggjað!“

Sigurjón Ólason tökumaður Stöðvar 2 var á tónleikunum í gærkvöld og fangaði stemninguna. Myndskeiðin má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×