„Það skánar ekki við að búa til eins auglýsingu með karllíkama“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. september 2024 17:09 Drífa Snædal vandar Play ekki kveðjurnar í Facebook-færslu og segir auglýsingaherferð flugfélagsins dæmi um hluttekningu. Tiktok/Vísir/Vilhelm Drífa Snædal gagnrýnir flugfélagið Play harðlega fyrir nýja auglýsingaherferð. Hún segir konur niðurlægðar í auglýsingum fyrirtækisins. Herferðin hefur verið á milli tannanna á fólki síðastliðinn sólarhring vegna þess að í þeim birtast stór skoppandi kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur. Sjá einnig: Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Margir hafa gagnrýnt auglýsingarnar á meðan aðrir kunna vel að meta þær. Meðal gagnrýnenda er Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, sem sagði herferðina taktlausa og neikvæða fyrir vörumerki Play. Hún sagðist upplifa vantraust og ófagmannlegheit við að horfa á hana frekar en að vilja fljúga með flugfélaginu. Konur smættaðar niður í líkama Nú hefur Drífa Snædal, sem er talskona Stígamóta og fyrrverandi forseti ASÍ, bæst í hóp gagnrýnenda og vandar hún flugfélaginu ekki kveðjurnar í færslu á Facebook. Herferðin sé nýjasta dæmið um hlutgervingu kvenna í auglýsingum þar sem þær eru afmennskaðar. „Í framtíðinni verður auglýsingaherferð Play væntanlega notuð sem dæmi um hlutgervingu kvenna eins og svo margar slíkar herferðir á árum áður. Konur smættaðar niður í líkama, án höfuðs, sýnt á kynferðislegan hátt,“ skrifar Drífa. „Hlutgerving er afmennskun, afmennskun er niðurlæging og niðurlæging er upptaktur að ofbeldi. Afmennskun kvenna ógnar öryggi þeirra. Og nei, það skánar ekki við að búa til eins auglýsingu með karllíkama líka!“ skrifar hún einnig. „Er Play að reyna að slá met í jafnréttisbakslagi?“ spyr hún. Halli ekki á neitt kyn Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play, segir umdeilda auglýsingu flugfélagsins gerða til að vekja athygli á skemmtilegan hátt. Ekki sé hægt að segja að hún sýni neinn í neikvæðu ljósi. Að sögn Nadine sker myndefnið í auglýsingum sig ekki frá því sem fólk sér dagsdaglega á samfélagsmiðlum. „Ef það hallar á eitthvað kyn hérna þá er það að minnsta kosti bæði á karla og konur. Mér finnst einfaldlega bara hæpið að láta eins og það sé einhver sem sé sýndur í neikvæðu ljósi. Það er bara af og frá,“ sagði Nadine þegar hún var spurð hvort herferðin innihaldi kvenfyrirlitningu og hluttekningu. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar var snert á ásökunum Drífu um að félagið brjóti reglur vinnumarkaðsins með því að greiða starfsfólki sínu of lág laun. Málið rekur sig aftur til 2021 þegar Play var stofnað og ASÍ sakaði félagið um að greiða starfsfólki sínu lægri laun en sem nam grunnatvinnuleysisbótum. Play hefur alfarið hafnað þeim ásökunum og hvatt sambandið til að rökstyðja ásakanirnar. Play Jafnréttismál Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Sjá meira
Herferðin hefur verið á milli tannanna á fólki síðastliðinn sólarhring vegna þess að í þeim birtast stór skoppandi kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur. Sjá einnig: Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Margir hafa gagnrýnt auglýsingarnar á meðan aðrir kunna vel að meta þær. Meðal gagnrýnenda er Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, sem sagði herferðina taktlausa og neikvæða fyrir vörumerki Play. Hún sagðist upplifa vantraust og ófagmannlegheit við að horfa á hana frekar en að vilja fljúga með flugfélaginu. Konur smættaðar niður í líkama Nú hefur Drífa Snædal, sem er talskona Stígamóta og fyrrverandi forseti ASÍ, bæst í hóp gagnrýnenda og vandar hún flugfélaginu ekki kveðjurnar í færslu á Facebook. Herferðin sé nýjasta dæmið um hlutgervingu kvenna í auglýsingum þar sem þær eru afmennskaðar. „Í framtíðinni verður auglýsingaherferð Play væntanlega notuð sem dæmi um hlutgervingu kvenna eins og svo margar slíkar herferðir á árum áður. Konur smættaðar niður í líkama, án höfuðs, sýnt á kynferðislegan hátt,“ skrifar Drífa. „Hlutgerving er afmennskun, afmennskun er niðurlæging og niðurlæging er upptaktur að ofbeldi. Afmennskun kvenna ógnar öryggi þeirra. Og nei, það skánar ekki við að búa til eins auglýsingu með karllíkama líka!“ skrifar hún einnig. „Er Play að reyna að slá met í jafnréttisbakslagi?“ spyr hún. Halli ekki á neitt kyn Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play, segir umdeilda auglýsingu flugfélagsins gerða til að vekja athygli á skemmtilegan hátt. Ekki sé hægt að segja að hún sýni neinn í neikvæðu ljósi. Að sögn Nadine sker myndefnið í auglýsingum sig ekki frá því sem fólk sér dagsdaglega á samfélagsmiðlum. „Ef það hallar á eitthvað kyn hérna þá er það að minnsta kosti bæði á karla og konur. Mér finnst einfaldlega bara hæpið að láta eins og það sé einhver sem sé sýndur í neikvæðu ljósi. Það er bara af og frá,“ sagði Nadine þegar hún var spurð hvort herferðin innihaldi kvenfyrirlitningu og hluttekningu. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar var snert á ásökunum Drífu um að félagið brjóti reglur vinnumarkaðsins með því að greiða starfsfólki sínu of lág laun. Málið rekur sig aftur til 2021 þegar Play var stofnað og ASÍ sakaði félagið um að greiða starfsfólki sínu lægri laun en sem nam grunnatvinnuleysisbótum. Play hefur alfarið hafnað þeim ásökunum og hvatt sambandið til að rökstyðja ásakanirnar.
Play Jafnréttismál Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Sjá meira