DD-listi gæti haft góð og slæm áhrif á Sjálfstæðisflokkinn Bjarki Sigurðsson skrifar 6. september 2024 14:35 Ólafur Harðarson er stjórnmálafræðingur og prófessor emeritus við stjórmálafræðideild Háskóla Íslands. Vísir/Einar Stjórnmálafræðingur segir fólk geta túlkað það sem veikleikamerki leyfi Sjálfstæðisflokkurinn framboð DD-lista. Örfá fordæmi eru fyrir viðbótarlistum í íslenskri stjórnmálasögu. Í vikunni var fjallað um bréf sem athafnamaðurinn Bolli í Sautján sendi miðstjórn Sjálfstæðisflokksins þar sem hann vildi vita hvort flokkurinn leyfði framboð sjálfstæðisfólks á viðbótarlistum í næstu þingkosningum. Svokallað DD-framboð. Þingmenn DD-listans myndu svo ganga í þingflokk Sjálfstæðisflokksins að loknum kosningum. Ólafur Harðarson stjórnmálafræðingur segir fordæmi vera fyrir viðbótarlistum þó þau séu ekki mörg. „Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá hefur það komið fyrir í nokkur skipti að óskað hefur verið eftir DD-lista. Sigurbjörg Bjarnadóttir óskaði eftir því 1978 og Jón Sólnes sömuleiðis 1978 eða 1979, svo sennilega Eggert Haukdal í eitt eða tvö skipti. En í öll þessi skipti þá neitaði flokkurinn þessum sjálfstæðismönnum um að bjóða fram DD-lista þannig það eru engin fordæmi um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi heimilað þetta,“ segir Ólafur. Hann segir viðbótarlista geta bætt stöðu Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að jöfnunarsætum. Hins vegar telji ýmsir það veikleikamerki að leyfa tvo lista. „Miðað við fordæmin þá held ég að það sé langlíklegast að flokkurinn muni ekki leyfa þetta. En það er auðvitað hugsanlegt og rökin væru þá fyrst og fremst að þá reiknast atkvæði DD-listans til flokksins þegar jöfnunarsætum er úthlutað og það getur skipt máli. Getur skipt máli upp á heilan þingmann,“ segir Ólafur. Hann segir augljóst að þeir sem vilji DD-lista séu óánægðir með núverandi forystu flokksins. Flokkurinn mælist með fjórtán til sautján prósent í nýjustu skoðanakönnunum. „Þetta er enn eitt dæmið um óánægju ýmissa flokksmanna með bæði gengi flokksins og núverandi flokksforystu,“ segir Ólafur. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Í vikunni var fjallað um bréf sem athafnamaðurinn Bolli í Sautján sendi miðstjórn Sjálfstæðisflokksins þar sem hann vildi vita hvort flokkurinn leyfði framboð sjálfstæðisfólks á viðbótarlistum í næstu þingkosningum. Svokallað DD-framboð. Þingmenn DD-listans myndu svo ganga í þingflokk Sjálfstæðisflokksins að loknum kosningum. Ólafur Harðarson stjórnmálafræðingur segir fordæmi vera fyrir viðbótarlistum þó þau séu ekki mörg. „Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá hefur það komið fyrir í nokkur skipti að óskað hefur verið eftir DD-lista. Sigurbjörg Bjarnadóttir óskaði eftir því 1978 og Jón Sólnes sömuleiðis 1978 eða 1979, svo sennilega Eggert Haukdal í eitt eða tvö skipti. En í öll þessi skipti þá neitaði flokkurinn þessum sjálfstæðismönnum um að bjóða fram DD-lista þannig það eru engin fordæmi um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi heimilað þetta,“ segir Ólafur. Hann segir viðbótarlista geta bætt stöðu Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að jöfnunarsætum. Hins vegar telji ýmsir það veikleikamerki að leyfa tvo lista. „Miðað við fordæmin þá held ég að það sé langlíklegast að flokkurinn muni ekki leyfa þetta. En það er auðvitað hugsanlegt og rökin væru þá fyrst og fremst að þá reiknast atkvæði DD-listans til flokksins þegar jöfnunarsætum er úthlutað og það getur skipt máli. Getur skipt máli upp á heilan þingmann,“ segir Ólafur. Hann segir augljóst að þeir sem vilji DD-lista séu óánægðir með núverandi forystu flokksins. Flokkurinn mælist með fjórtán til sautján prósent í nýjustu skoðanakönnunum. „Þetta er enn eitt dæmið um óánægju ýmissa flokksmanna með bæði gengi flokksins og núverandi flokksforystu,“ segir Ólafur.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira