Segir Ísland betra liðið: „Nýtt upphaf og spennandi tímar“ Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2024 09:01 Ísak Bergmann Jóhannesson í leik gegn Portúgal í undankeppni EM síðasta vetur. Hann er klár í aðra tilraun til að komast á stórmót. Getty/Alex Nicodim Ísak Bergmann Jóhannesson segir að leiðin á HM hefjist í kvöld þegar Ísland tekur á móti Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni í fótbolta. Um sé að ræða nýtt upphaf og spennandi tíma hjá landsliðinu. Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 18:45 í kvöld og er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Ítarleg umfjöllun verður á Vísi. Ísak hefur verið að gera frábæra hluti með Düsseldorf sem eftir að hafa haft hann á láni keypti þennan 21 árs gamla miðjumann í sumar. Hann vill einnig ná langt með íslenska landsliðinu og er meðvitaður um að sigur í riðlinum í Þjóðadeildinni getur gefið Íslandi sæti í umspili um að komast á HM í Ameríku 2026. „Þetta er nýtt upphaf og spennandi tímar fram undan. Gylfi og Jói eru náttúrulega ennþá með okkur en margir ungir eru búnir að skipta um lið og komnir á góða staði hjá klúbbunum sínum, svo ég er mjög spenntur fyrir þessu,“ segir Ísak, ánægður með andann í íslenska hópnum: „Það er kjarni hérna, við erum nokkrir ungir leikmenn sem höfum spilað saman upp alla yngri flokkana í landsliðunum saman, svo það er mjög góð orka í hópnum.“ Viðtal Stefáns Árna Pálssonar við Ísak má sjá hér að neðan. Klippa: Ísak í lykilhlutverki og á toppnum „Getur gefið okkur þvílíkt mikilvæga leiki“ Eins og fyrr segir þá hefur Þjóðadeildin áhrif á umspil um sæti á stórmótum, að þessu sinni HM 2026, en Ísland þarf þá að vinna sinn riðil sem í eru Svartfjallaland, Tyrkland og Wales. „Eins og sýndi sig síðast, í umspilinu fyrir EM í mars, þá eru þetta ekki bara einhverjir æfingaleikir. Þetta getur gefið okkur þvílíkt mikilvæga leiki upp á að komast á HM. Auðvitað er langt í HM en þetta byrjar núna og ef við vinnum þessa leiki hér þá eigum við góða möguleika á að komast í umspil aftur. Það er gríðarlega spennandi,“ segir Ísak. Ísak Bergmann Jóhannesson er á toppi þýsku 2. deildarinnar með Düsseldorf.Getty/Roland Weihrauch Fyrsta mál á dagskrá er að eiga við Stevan Jovetic og félaga í svartfellska liðinu, á Laugardalsvelli í kvöld: „Við höfum farið yfir þá síðustu daga. Jovetic er mjög góður leikmaður og þeir eru með sterka leikmenn innanborðs. En mér finnst við vera með betra lið. Við eigum að fara „full force“, sækja og reyna að vinna leikinn hérna heima.“ Orðinn lykilmaður í Þýskalandi Ísak spilar í næstefstu deild Þýskalands og er þar á toppi deildarinnar með liði Düsseldorf, eftir fjórar umferðir. Hann kann afar vel við sig hjá félaginu og ætlar sér með liðinu upp í efstu deild: „Þeir keyptu mig núna í sumar og ég er orðinn lykilleikmaður, spila allar mínútur og við erum efstir eins og er. Allt í kringum klúbbinn, stuðningsmenn, leikmennirnir, þjálfararnir… mér líður bara ótrúlega vel og það er geðveikt að vera á svona stað þar sem maður er vel metinn. Við vorum grátlega nálægt því síðast, eða einu víti, að komast í Bundesliguna. Það er draumurinn að komast þangað. Hún er ásamt ensku úrvalsdeildinni stærsta deildin. Við erum efstir núna og ætlum að gera einum betur en síðast,“ segir Ísak. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Hákon með brotið bein í fæti og ekki fleiri landsleikir á árinu Íslenska landsliðið verður væntanlega án Hákonar Arnars Haraldssonar út árið vegna þess að meiðsli hans frá æfingu liðsins eru það alvarleg. 5. september 2024 19:43 „Ekki byrjunin sem maður bjóst við að þjálfarinn myndi hætta eftir einn leik“ „Þetta er spennandi tækifæri til þess að byrja vel með þremur stigum á heimavelli,“ segir Stefán Teitur Þórðarson landsliðsmaður og leikmaður enska liðsins Preston, fyrir landsleikinn gegn Svartfellingum á Laugardalsvelli annað kvöld. Leikurinn er fyrsti leikur liðsins í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. 5. september 2024 14:46 Svona var fundur KSÍ fyrir fyrsta leik í Þjóðadeildinni Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ á Laugardalsvelli, daginn fyrir fyrsta leik Íslands í Þjóðadeildinni í fótbolta. 5. september 2024 12:23 Gylfi vill halda sæti sínu í landsliðinu og mun skoða aðra kosti en Val í vetur Gylfi Þór Sigurðsson vill halda sæti sínu í íslenska landsliðinu. Hann segist þurfa að skoða sín mál eftir tímabilið í Bestu-deildinni og þarf mögulega að reyna koma sér í annað lið utan landsteinana. 5. september 2024 10:02 „Þurfum að þora að sýna að við eigum að vera betra liðið“ Willum Þór Willumsson hefur stimplað sig vel inn með Birmingham á Englandi og mætir fullur sjálfstrausts í leikina við Svartfjallaland og Tyrkland í Þjóðadeildinni í fótbolta. 5. september 2024 09:31 Ferðast í sólarhring til að spila á Íslandi og kvíða ekki kuldanum Tveir leikmenn svartfellska landsliðsins í fótbolta hafa þurft að hafa ansi mikið fyrir því að mæta Íslandi á Laugardalsvelli annað kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. 5. september 2024 08:30 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Sjá meira
Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 18:45 í kvöld og er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Ítarleg umfjöllun verður á Vísi. Ísak hefur verið að gera frábæra hluti með Düsseldorf sem eftir að hafa haft hann á láni keypti þennan 21 árs gamla miðjumann í sumar. Hann vill einnig ná langt með íslenska landsliðinu og er meðvitaður um að sigur í riðlinum í Þjóðadeildinni getur gefið Íslandi sæti í umspili um að komast á HM í Ameríku 2026. „Þetta er nýtt upphaf og spennandi tímar fram undan. Gylfi og Jói eru náttúrulega ennþá með okkur en margir ungir eru búnir að skipta um lið og komnir á góða staði hjá klúbbunum sínum, svo ég er mjög spenntur fyrir þessu,“ segir Ísak, ánægður með andann í íslenska hópnum: „Það er kjarni hérna, við erum nokkrir ungir leikmenn sem höfum spilað saman upp alla yngri flokkana í landsliðunum saman, svo það er mjög góð orka í hópnum.“ Viðtal Stefáns Árna Pálssonar við Ísak má sjá hér að neðan. Klippa: Ísak í lykilhlutverki og á toppnum „Getur gefið okkur þvílíkt mikilvæga leiki“ Eins og fyrr segir þá hefur Þjóðadeildin áhrif á umspil um sæti á stórmótum, að þessu sinni HM 2026, en Ísland þarf þá að vinna sinn riðil sem í eru Svartfjallaland, Tyrkland og Wales. „Eins og sýndi sig síðast, í umspilinu fyrir EM í mars, þá eru þetta ekki bara einhverjir æfingaleikir. Þetta getur gefið okkur þvílíkt mikilvæga leiki upp á að komast á HM. Auðvitað er langt í HM en þetta byrjar núna og ef við vinnum þessa leiki hér þá eigum við góða möguleika á að komast í umspil aftur. Það er gríðarlega spennandi,“ segir Ísak. Ísak Bergmann Jóhannesson er á toppi þýsku 2. deildarinnar með Düsseldorf.Getty/Roland Weihrauch Fyrsta mál á dagskrá er að eiga við Stevan Jovetic og félaga í svartfellska liðinu, á Laugardalsvelli í kvöld: „Við höfum farið yfir þá síðustu daga. Jovetic er mjög góður leikmaður og þeir eru með sterka leikmenn innanborðs. En mér finnst við vera með betra lið. Við eigum að fara „full force“, sækja og reyna að vinna leikinn hérna heima.“ Orðinn lykilmaður í Þýskalandi Ísak spilar í næstefstu deild Þýskalands og er þar á toppi deildarinnar með liði Düsseldorf, eftir fjórar umferðir. Hann kann afar vel við sig hjá félaginu og ætlar sér með liðinu upp í efstu deild: „Þeir keyptu mig núna í sumar og ég er orðinn lykilleikmaður, spila allar mínútur og við erum efstir eins og er. Allt í kringum klúbbinn, stuðningsmenn, leikmennirnir, þjálfararnir… mér líður bara ótrúlega vel og það er geðveikt að vera á svona stað þar sem maður er vel metinn. Við vorum grátlega nálægt því síðast, eða einu víti, að komast í Bundesliguna. Það er draumurinn að komast þangað. Hún er ásamt ensku úrvalsdeildinni stærsta deildin. Við erum efstir núna og ætlum að gera einum betur en síðast,“ segir Ísak.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Hákon með brotið bein í fæti og ekki fleiri landsleikir á árinu Íslenska landsliðið verður væntanlega án Hákonar Arnars Haraldssonar út árið vegna þess að meiðsli hans frá æfingu liðsins eru það alvarleg. 5. september 2024 19:43 „Ekki byrjunin sem maður bjóst við að þjálfarinn myndi hætta eftir einn leik“ „Þetta er spennandi tækifæri til þess að byrja vel með þremur stigum á heimavelli,“ segir Stefán Teitur Þórðarson landsliðsmaður og leikmaður enska liðsins Preston, fyrir landsleikinn gegn Svartfellingum á Laugardalsvelli annað kvöld. Leikurinn er fyrsti leikur liðsins í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. 5. september 2024 14:46 Svona var fundur KSÍ fyrir fyrsta leik í Þjóðadeildinni Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ á Laugardalsvelli, daginn fyrir fyrsta leik Íslands í Þjóðadeildinni í fótbolta. 5. september 2024 12:23 Gylfi vill halda sæti sínu í landsliðinu og mun skoða aðra kosti en Val í vetur Gylfi Þór Sigurðsson vill halda sæti sínu í íslenska landsliðinu. Hann segist þurfa að skoða sín mál eftir tímabilið í Bestu-deildinni og þarf mögulega að reyna koma sér í annað lið utan landsteinana. 5. september 2024 10:02 „Þurfum að þora að sýna að við eigum að vera betra liðið“ Willum Þór Willumsson hefur stimplað sig vel inn með Birmingham á Englandi og mætir fullur sjálfstrausts í leikina við Svartfjallaland og Tyrkland í Þjóðadeildinni í fótbolta. 5. september 2024 09:31 Ferðast í sólarhring til að spila á Íslandi og kvíða ekki kuldanum Tveir leikmenn svartfellska landsliðsins í fótbolta hafa þurft að hafa ansi mikið fyrir því að mæta Íslandi á Laugardalsvelli annað kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. 5. september 2024 08:30 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Sjá meira
Hákon með brotið bein í fæti og ekki fleiri landsleikir á árinu Íslenska landsliðið verður væntanlega án Hákonar Arnars Haraldssonar út árið vegna þess að meiðsli hans frá æfingu liðsins eru það alvarleg. 5. september 2024 19:43
„Ekki byrjunin sem maður bjóst við að þjálfarinn myndi hætta eftir einn leik“ „Þetta er spennandi tækifæri til þess að byrja vel með þremur stigum á heimavelli,“ segir Stefán Teitur Þórðarson landsliðsmaður og leikmaður enska liðsins Preston, fyrir landsleikinn gegn Svartfellingum á Laugardalsvelli annað kvöld. Leikurinn er fyrsti leikur liðsins í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. 5. september 2024 14:46
Svona var fundur KSÍ fyrir fyrsta leik í Þjóðadeildinni Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ á Laugardalsvelli, daginn fyrir fyrsta leik Íslands í Þjóðadeildinni í fótbolta. 5. september 2024 12:23
Gylfi vill halda sæti sínu í landsliðinu og mun skoða aðra kosti en Val í vetur Gylfi Þór Sigurðsson vill halda sæti sínu í íslenska landsliðinu. Hann segist þurfa að skoða sín mál eftir tímabilið í Bestu-deildinni og þarf mögulega að reyna koma sér í annað lið utan landsteinana. 5. september 2024 10:02
„Þurfum að þora að sýna að við eigum að vera betra liðið“ Willum Þór Willumsson hefur stimplað sig vel inn með Birmingham á Englandi og mætir fullur sjálfstrausts í leikina við Svartfjallaland og Tyrkland í Þjóðadeildinni í fótbolta. 5. september 2024 09:31
Ferðast í sólarhring til að spila á Íslandi og kvíða ekki kuldanum Tveir leikmenn svartfellska landsliðsins í fótbolta hafa þurft að hafa ansi mikið fyrir því að mæta Íslandi á Laugardalsvelli annað kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. 5. september 2024 08:30