Kannast ekki við fleiri líflátshótanir í garð Helga Magnúsar Lovísa Arnardóttir skrifar 5. september 2024 13:15 Sigríður Friðjónsdóttir var skipuð ríkissaksóknari árið 2011. Helgi Magnús var skipaður vararíkissaksóknari sama ár. Vísir/Vilhelm Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari áréttar að ástæða þess að hún sendi mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara til dómsmálaráðherra sé ekki vegna persónulegs ágreinings. Hún hafi verið úrræðalaus eftir áminningu sem hún veitti honum árið 2022. Henni hafi ekki verið kunnugt um frekari líflátshótanir í garð Helga Magnúsar. Þetta kemur fram í greinargerð á heimasíðu embættisins. Þar segir jafnframt að hún hafi tekið málið til meðferðar eftir að hafa fengið bréf frá dómsmálaráðuneytinu í ágúst 2022 þar sem fram hefði komið að það væri á hennar ábyrgð að taka málið fyrir. Á þeim tíma var Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. „Með bréfi, dags. 9. ágúst 2022, barst ríkissaksóknara fyrirspurn dómsmálaráðuneytisins f.h. dómsmálaráðherra um það til hvaða viðbragða ríkissaksóknari hygðist grípa vegna ummæla vararíkissaksóknara á opinberum vettvangi,“ segir í greinargerðinni. Bætti ekki ráð sitt Áminninguna veitti hún Helga Magnúsi vegna tjáningar hans, ummæla og orðfæris í opinberri umræðu, á Facebook, sem beindist, meðal annars, að brotaþolum í kynferðisbrotamálum, hælisleitendum og samkynhneigðum karlmönnum. Honum hafi verið veitt áminning í samræmi við verklag og lög árið 2022 og við það hafi honum verið gefinn kostur á að bæta ráð sitt. Þetta segir Sigríður í nýrri tilkynningu sem hún birtir á vef embættisins. Þar rekur hún málið allt frá því að það kom fyrst upp árið 2022 og til dagsins í dag. „Vararíkissaksóknari bætti ekki ráð sitt í kjölfar áminningarinnar. Þvert á móti voru ummæli hans og orðfæri í opinberri umræðu, í starfi hans sem vararíkissaksóknari, einkum í júlí 2024, enn og aftur með þeim hætti að hann sýndi af sér háttsemi sem er ósæmileg og ósamrýmanleg starfi hans og sú háttsemi varpaði rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknari, á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt,“ segir í tilkynningunni og það hafi verið hennar mat að þessi framkoma og framganga hafi verið í andstöðu við siðareglur fyrir ákærendur. Á sama tíma hafi úrræði ríkissaksóknara vegna háttsemi vararíkissaksóknara á grundvelli laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins verið tæmd. Í ljósi þeirrar stöðu hafi hún tilkynnt honum, með bréfi, að mál hans yrði sent dómsmálaráðherra til meðferðar. „Í tilkynningunni kom m.a. fram að tjáning vararíkissaksóknara hefði gefið þeim einstaklingum, samtökum og hópum fólks sem tjáning hans beindist að, tilefni til að efast um hlutleysi vararíkissaksóknara, embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins, ef til þess kæmi að málefni þeirra væru til umfjöllunar hjá ákæruvaldinu.“ Með bréfi hennar til dómsmálaráðhafi sama dag hafi máli vararíkissaksóknara vísað til meðferðar hjá dómsmálaráðherra sem er stjórnvaldið sem skipaði vararíkissaksóknara í embættið og getur veitt lausn frá því embætti samkvæmt lögum. Ekki kunnugt um að frekari líflátshótanir hafi átt sér stað Í greinargerðinni fer Sigríður einnig ítarlega yfir það þegar henni og Helga Magnúsi hafði báðum farið að berast tölvupóstar frá tilteknum einstaklingi sem fólu í sumum tilvikum í sér hótanir í garð vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans. Hún segir að gripið hafi verið til ráðstafana en að henni hafi ekki verið kunnugt um að vararíkissaksóknara þættu þær ráðstafanir ekki fullnægjandi fyrr en hann lýsti þeirri skoðun sinni í fjölmiðlum nýverið. Hún segir viðkomandi einstakling síðar hafa verið kærðan og sakfelldan fyrir refsiverðar hótanir í garð vararíkissaksóknara. „Ríkissaksóknara er ekki kunnugt um að umræddur einstaklingur hafi, síðan þau atvik áttu sér stað sem fjallað er um í ofangreindum dómi, haft uppi frekari líflátshótanir gagnvart vararíkissaksóknara eða að hann hafi nálgast eða setið um heimili hans, hvað þá linnulaust í 3 ár, líkt og ætla mætti af ummælum vararíkissaksóknara og umfjöllun fjölmiðla.“ Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Tjáningarfrelsi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Þetta kemur fram í greinargerð á heimasíðu embættisins. Þar segir jafnframt að hún hafi tekið málið til meðferðar eftir að hafa fengið bréf frá dómsmálaráðuneytinu í ágúst 2022 þar sem fram hefði komið að það væri á hennar ábyrgð að taka málið fyrir. Á þeim tíma var Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. „Með bréfi, dags. 9. ágúst 2022, barst ríkissaksóknara fyrirspurn dómsmálaráðuneytisins f.h. dómsmálaráðherra um það til hvaða viðbragða ríkissaksóknari hygðist grípa vegna ummæla vararíkissaksóknara á opinberum vettvangi,“ segir í greinargerðinni. Bætti ekki ráð sitt Áminninguna veitti hún Helga Magnúsi vegna tjáningar hans, ummæla og orðfæris í opinberri umræðu, á Facebook, sem beindist, meðal annars, að brotaþolum í kynferðisbrotamálum, hælisleitendum og samkynhneigðum karlmönnum. Honum hafi verið veitt áminning í samræmi við verklag og lög árið 2022 og við það hafi honum verið gefinn kostur á að bæta ráð sitt. Þetta segir Sigríður í nýrri tilkynningu sem hún birtir á vef embættisins. Þar rekur hún málið allt frá því að það kom fyrst upp árið 2022 og til dagsins í dag. „Vararíkissaksóknari bætti ekki ráð sitt í kjölfar áminningarinnar. Þvert á móti voru ummæli hans og orðfæri í opinberri umræðu, í starfi hans sem vararíkissaksóknari, einkum í júlí 2024, enn og aftur með þeim hætti að hann sýndi af sér háttsemi sem er ósæmileg og ósamrýmanleg starfi hans og sú háttsemi varpaði rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknari, á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt,“ segir í tilkynningunni og það hafi verið hennar mat að þessi framkoma og framganga hafi verið í andstöðu við siðareglur fyrir ákærendur. Á sama tíma hafi úrræði ríkissaksóknara vegna háttsemi vararíkissaksóknara á grundvelli laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins verið tæmd. Í ljósi þeirrar stöðu hafi hún tilkynnt honum, með bréfi, að mál hans yrði sent dómsmálaráðherra til meðferðar. „Í tilkynningunni kom m.a. fram að tjáning vararíkissaksóknara hefði gefið þeim einstaklingum, samtökum og hópum fólks sem tjáning hans beindist að, tilefni til að efast um hlutleysi vararíkissaksóknara, embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins, ef til þess kæmi að málefni þeirra væru til umfjöllunar hjá ákæruvaldinu.“ Með bréfi hennar til dómsmálaráðhafi sama dag hafi máli vararíkissaksóknara vísað til meðferðar hjá dómsmálaráðherra sem er stjórnvaldið sem skipaði vararíkissaksóknara í embættið og getur veitt lausn frá því embætti samkvæmt lögum. Ekki kunnugt um að frekari líflátshótanir hafi átt sér stað Í greinargerðinni fer Sigríður einnig ítarlega yfir það þegar henni og Helga Magnúsi hafði báðum farið að berast tölvupóstar frá tilteknum einstaklingi sem fólu í sumum tilvikum í sér hótanir í garð vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans. Hún segir að gripið hafi verið til ráðstafana en að henni hafi ekki verið kunnugt um að vararíkissaksóknara þættu þær ráðstafanir ekki fullnægjandi fyrr en hann lýsti þeirri skoðun sinni í fjölmiðlum nýverið. Hún segir viðkomandi einstakling síðar hafa verið kærðan og sakfelldan fyrir refsiverðar hótanir í garð vararíkissaksóknara. „Ríkissaksóknara er ekki kunnugt um að umræddur einstaklingur hafi, síðan þau atvik áttu sér stað sem fjallað er um í ofangreindum dómi, haft uppi frekari líflátshótanir gagnvart vararíkissaksóknara eða að hann hafi nálgast eða setið um heimili hans, hvað þá linnulaust í 3 ár, líkt og ætla mætti af ummælum vararíkissaksóknara og umfjöllun fjölmiðla.“
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Tjáningarfrelsi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira