Gæti tafið virkjanaframkvæmdir um tvö ár og skaðað samfélagið Heimir Már Pétursson skrifar 5. september 2024 12:16 Fyrirhugað er að reisa 26 vildmyllur í Búrfellslundi sem gefi 120 megavött. Landsvirkjun segir mikla þörf á aukinni orku í samfélaginu og hefur verið með Búrfellslund í undirbúningi í rúman áratug. Landsvirkjun Forstjóri Landsvirkjunar segir kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps á virkjanaleyfi Búrfellslundar geta tafið framkvæmir um tvö ár og skaðað samfélagið sem þurfi á orkunni að halda. Hreppurinn hafi ekkert með útgáfu framkvæmdaleyfis að gera og hafi ekki nýtt sér ítrekuð tækifæri til athugasemda. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að kæra virkjunarleyfi sem Orkustofnun gaf nýlega út fyrir Búrfellslund vindorkugarðinn til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Vindorkugarðurinn á ekki að rísa í landi sveitarfélagsins en meirihluti sveitarstjórnar telur hann hafa áhrif á framtíðar skipulagsmöguleika þess. Sveitarstjórnin vísar til tillagna sem Bjarni Benediktsson þáverandi fjármálaráðherra greindi frá í febrúar á þessu ári, sem gætu tryggt efnahagslegan ávinning nærumhverfis sveitarfélaga af orkuvinnslu, sem ekki hafi gengið eftir. Áður en ný lög hefðu verið samþykkt væri ekki hægt að halda lengra. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir Skeiða- og Gnúpverjahrepp ekkert hafa með framkvæmdaleyfi Búrfellslundar að gera, en vilji fá hlutdeild í fasteignagjöldum virkjunarinnar.Stöð 2/Egill Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir að samkvæmt gildandi lögum þurfi ekki að sækja um framkvæmdaleyfi til Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Enda ætti Búrfellslundur að rísa á framkvæmdasvæði Landsvirkjunar á milli Búrfellsvirkjunar Sultartangavirkjunar í Rangárþingi ytra. „Við höfum nú í rúman áratug verið að undirbúa þessa virkjun. Í flóknu samráðsferli, í gegnum rammaáætlun, umhverfismat, skipulagsvinnu og síðan í gegnum endanlegt virkjanaleyfi og framkvæmdaleyfi. Svo erum við að fá á lokastigum ný viðhorf frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem okkur finnst sérstakt,“ segir Hörður. Sveitarfélagið hafi ítrekað fengið tækifæri til að koma athugasemdum á framfæri en ekki nýtt þau fyrr en nú á lookametrunum í lögu undirbúningsferli. Samkvæmt gildandi lögum fari fasteignagjöldin af væntanlegri virkjun til Rangárþings ytra og hann telji allar líkur á að þar verði samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi. „Þannig að þetta snýst að mínu mati fyrst og fremst um að Skeiða- og Gnúpverjahreppur telur að þeir eigi að fá hlut af fasteignagjöldunum. Það er bara ekki hluti af veitingu framkvæmdaleyfis,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Fyrirtækið uppfylli allar forsendur fyrir framkvæmdaleyfi. Búrfellslundur væri nauðsynleg viðbót við orkuframleiðslu í landinu enda skortur á orku miðað við þarfir samfélagsins. Landsvikjun áformi að hefja undirbúningsframkvæmdir í vetur þannig að vindorkuverið komist í gagnið í lok árs 2026. „Ef við náum ekki undirbúningsframkvæmdunum núna í vetur mun verkefnið að minnsta kosti frestast um ár. Jafnvel um tvö ár. Það mun hafa mjög neikvæð áhrif á samfélagið,“ segir Hörður Arnarson. Könnun Maskínu sem birt var í dag.Maskína Samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem birt var í morgun finnst 65 prósentum Íslendinga skipta miklu máli að afla aukinnar orku á Íslandi. Þá eru 50 prósent hlynnt fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. Í sömu könnun kemur einnig fram að 76 prósent Íslendinga finnist það skipta miklu máli að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila. Landsvirkjun Vindorka Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Orkumál Efnahagsmál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Meirihluti vill að hið opinbera nýti vindinn Mikill meirihluti þjóðarinnar telur mikilvægt að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Helmingur þjóðarinnra er hlynntur fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. 5. september 2024 10:39 Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 5. september 2024 06:43 Segir sveitarfélögin á landsbyggðinni „eins og þriðja heims ríki“ „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær.“ 29. ágúst 2024 08:55 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að kæra virkjunarleyfi sem Orkustofnun gaf nýlega út fyrir Búrfellslund vindorkugarðinn til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Vindorkugarðurinn á ekki að rísa í landi sveitarfélagsins en meirihluti sveitarstjórnar telur hann hafa áhrif á framtíðar skipulagsmöguleika þess. Sveitarstjórnin vísar til tillagna sem Bjarni Benediktsson þáverandi fjármálaráðherra greindi frá í febrúar á þessu ári, sem gætu tryggt efnahagslegan ávinning nærumhverfis sveitarfélaga af orkuvinnslu, sem ekki hafi gengið eftir. Áður en ný lög hefðu verið samþykkt væri ekki hægt að halda lengra. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir Skeiða- og Gnúpverjahrepp ekkert hafa með framkvæmdaleyfi Búrfellslundar að gera, en vilji fá hlutdeild í fasteignagjöldum virkjunarinnar.Stöð 2/Egill Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir að samkvæmt gildandi lögum þurfi ekki að sækja um framkvæmdaleyfi til Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Enda ætti Búrfellslundur að rísa á framkvæmdasvæði Landsvirkjunar á milli Búrfellsvirkjunar Sultartangavirkjunar í Rangárþingi ytra. „Við höfum nú í rúman áratug verið að undirbúa þessa virkjun. Í flóknu samráðsferli, í gegnum rammaáætlun, umhverfismat, skipulagsvinnu og síðan í gegnum endanlegt virkjanaleyfi og framkvæmdaleyfi. Svo erum við að fá á lokastigum ný viðhorf frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem okkur finnst sérstakt,“ segir Hörður. Sveitarfélagið hafi ítrekað fengið tækifæri til að koma athugasemdum á framfæri en ekki nýtt þau fyrr en nú á lookametrunum í lögu undirbúningsferli. Samkvæmt gildandi lögum fari fasteignagjöldin af væntanlegri virkjun til Rangárþings ytra og hann telji allar líkur á að þar verði samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi. „Þannig að þetta snýst að mínu mati fyrst og fremst um að Skeiða- og Gnúpverjahreppur telur að þeir eigi að fá hlut af fasteignagjöldunum. Það er bara ekki hluti af veitingu framkvæmdaleyfis,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Fyrirtækið uppfylli allar forsendur fyrir framkvæmdaleyfi. Búrfellslundur væri nauðsynleg viðbót við orkuframleiðslu í landinu enda skortur á orku miðað við þarfir samfélagsins. Landsvikjun áformi að hefja undirbúningsframkvæmdir í vetur þannig að vindorkuverið komist í gagnið í lok árs 2026. „Ef við náum ekki undirbúningsframkvæmdunum núna í vetur mun verkefnið að minnsta kosti frestast um ár. Jafnvel um tvö ár. Það mun hafa mjög neikvæð áhrif á samfélagið,“ segir Hörður Arnarson. Könnun Maskínu sem birt var í dag.Maskína Samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem birt var í morgun finnst 65 prósentum Íslendinga skipta miklu máli að afla aukinnar orku á Íslandi. Þá eru 50 prósent hlynnt fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. Í sömu könnun kemur einnig fram að 76 prósent Íslendinga finnist það skipta miklu máli að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila.
Landsvirkjun Vindorka Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Orkumál Efnahagsmál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Meirihluti vill að hið opinbera nýti vindinn Mikill meirihluti þjóðarinnar telur mikilvægt að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Helmingur þjóðarinnra er hlynntur fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. 5. september 2024 10:39 Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 5. september 2024 06:43 Segir sveitarfélögin á landsbyggðinni „eins og þriðja heims ríki“ „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær.“ 29. ágúst 2024 08:55 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Meirihluti vill að hið opinbera nýti vindinn Mikill meirihluti þjóðarinnar telur mikilvægt að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Helmingur þjóðarinnra er hlynntur fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. 5. september 2024 10:39
Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 5. september 2024 06:43
Segir sveitarfélögin á landsbyggðinni „eins og þriðja heims ríki“ „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær.“ 29. ágúst 2024 08:55
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“