Það sem langalangamma hefði gert í dag Oddný Björg Rafnsdóttir skrifar 5. september 2024 08:02 Ákall til kvenna Konur hafa í gegnum aldirnar staðið upp og breytt sögunni, yfirleitt til hins betra. Fyrir réttindi sín en ekki síst fyrir börn og þá sem minna mega sín í samfélaginu. Ákveðnar, sterkar konur, oft kallaðar frekjur, hafa staðið fyrir flestum breytingum á réttindum kvenna og barna og sinnt mannúðarmálum, í nærumhverfi sínu og utan landsteinanna. Þetta á ekki einungis við um íslenskar konur heldur konur um allan heim. Ég er komin af sterkum konum, konum sem stóðu upp fyrir aðrar konur og börn, einkum og sér í lagi börn. Hvort sem það var hreppstjórinn eða eiginmaðurinn, börn voru ekki aðskilin móður eða einstæðar mæður sendar á sína sveit úr þeirra húsum. Þessar formæður mínar gáfu mér eitthvað af ákveðni, samhygð og baráttuanda. Þær sýndu í verki samhjálpina sem við eigum að veita hverju öðru þegar óréttlæti eða áföll taka yfir líf fólks. Langalangömmur mínar, fyrirmyndir mínar í lífinu. Kristín Þorgrímsdóttir, neitaði hreppstjóranum um að afhenda honum unga einstæða móður sem til stóð að senda á sveit. Kristín hafði lofað konunni vetursetu og það ætlaði hún að standa við. Jónína Benediktsdóttir, setti manni sínum stólinn fyrir dyrnar þegar hann ætlaði að aðskilja nýju vinnukonuna og börnin, börnin kæmu með konunni. Til að gera þá sögu flóknari var vinnukonan önnur langalangamma mín svo móðurfjölskylda mín stóð í þökk og vinskap við föðurfjölskylduna. Sögur af Jónínu og Kristínu kenndu mér að standa með þeim sem minna mega sín, sú gæska hafði áhrif. Með erfðaefni og fordæmi gáfu þær mér samhygð, ákveðni og vilja til að aðstoð fólk í erfiðum aðstæðum. Við erum í þessum skrifuðu orðuð að horfa á þjóðarmorð á Gaza í beinni útsendingu. Það þarf að vanda sig til að vita ekki að almennir borgarar og BÖRN eru myrt, sprengd, brennd, skotin, limlesta, elt af HUNDUM, svelt og neitað um vatn. Þeim sem eftir eru hefur nú verið smalað saman á afar lítið svæði við ströndina. Elt af sprengjuregni, hermönnum, skriðdrekum og hreinu hatri. Reyndar flytja íslenskir fjölmiðlar skammarlega lítið af fréttum frá Gaza og samfélagsmiðlar eru farnir að sigta út færslur með orðinu "genocide" (þjóðarmorð) svo það þarf kannski ekki að vanda sig lengur. Ég er viss um að þessar formæður mínar, Kristín og Jónína, hefðu ekki setið hjá, horfandi á hryllinginn sem konur og börn á Gaza ganga nú í gegnum. Vissulega hefðu Kristín og Jónína ekki getað tekið einstæðar mæður og börn þeirra frá Gaza (það kemst enginn þaðan) inn á heimili sín, eins og þær gerðu fyrir konur í neyð, í sínu nærsamfélagi á þeirra tíma. Þær sætu samt ekki auðum höndum. Ég er alveg viss um að þær væru virkar í sniðgöngu á Ísrael, vörum og fyrirtækjum þeim tengdum, til að sýna Ísraelsmönnum í verki að þær vildu ekki eiga í viðskiptum við þjóð sem sýnir slíka illsku. Þær hefðu gert allt til að forðast: Færsluhirðinn Rapyd og notað vefsíðuna hirdir.is þar sem skráð eru fyrirtæki sem nota Rapyd sem færsluhirði fyrir greiðslukort. Einnig hefðu þær gert þær sjálfsögðu kröfur að ríki og sveitarfélög slíti algjörlega viðskiptum við Rapyd. https://www.visir.is/g/20242610979d/fyrirtaeki-og-stofnanir-a-islandi-mega-logum-samkvaemt-ekki-eiga-vidskipti-vid-rapyd) Lyfjafyrirtækið Teva/Actavis. Þegar það er hægt. Þær hefðu beðið um að fá lyf frá öðrum lyfjafyrirtækjum og hvatt ríkið til að endurnýja ekki viðskiptasamninga við Teva. SodaStream. Þær myndu kaupa gashylki frá öðrum framleiðendum og hvetja þær verslanir sem selja vörur frá SodaStream að hætta því hið snarasta. Snyrtivörufyrirtækið Moroccan Oil og nota vefsíðuna Harhidir.is sem heldur utanum skráningu á sölustöðum Moroccan Oil. Þær myndu ekki kaupa þær vörur né versla við fyrirtæki sem selja þær. Matvöruframleiðandann Hälsans Kök. Það er allskonar annað í boði hvað vegan-vörur varðar og þær myndu hvetja verslanir til að hætta innkaupum á Hälsans Kök. Tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækið HP – Hewlett-Packard, tölvur og aðrar vörur frá þeim og snúið sér til annarra fyrirtækja sem nóg er af. Ávexti eins og döðlur, avókadó og mangó myndu þær ekki kaupa ef upprunalandið væri Ísrael. Enda getur þetta ekki talist til nauðþurfta og alveg hægt að fá sér eitthvað annað í staðinn. Hægt er að lesa meira um sniðgöngu á ísraelskum vörum og fyrirtækjum inn á snidganga.is Þær væru virkar í Sniðgönguhreyfingunni á Íslandi t.d. inni á Facebook-hópnum Sniðganga fyrir Palestínu. Kristín og Jónína voru ekki ríkar konur en heldur ekki fátækar. Líklegast væru þær búnar að taka að sér fjölskyldu á Gaza og aðstoðuðu þær fjárhagslega, eftir bestu getu, með aðstoð vina og ættingja. Hjálpargögn komast lítið sem ekkert í gegnum landamærin, vegna lokana Ísrealsmanna og stanslausra sprengjuárása þeirra á svæðinu, því ríkir óðaverðbólga á því litla sem fæst orðið á Gaza. Eina leiðin til að hjálpa fjölskyldum er að aðstoða einstaklingana beint fjárhagslega. Fjölskyldurnar hefðu þær stöllur fundið með því að svara vinabeiðnum frá fólki á Gaza, á samfélagsmálum, eða í gegnum aðrar konur sem taka málin í sínar hendur. Frænka mín, nafna og afkomandi Kristínar er ein þeirra kvenna sem hefur látið verkin tala. Kristín S. Bjarnadóttir, ásamt nokkrum öðrum konum, hefur opnað söfnunarreikning sem hægt er að leggja inn á; Banki 0162-26-75930 Kt.130668-5189 og peningarnir renna beint til að aðstoða fjölskyldur á Gaza. Hægt er að fara inn á Facebook síðuna https://www.facebook.com/kristin.s.bjarnadottir.1 og lesa um fjölskyldurnar sem þær hafa tekið upp á sína arma. Einnig er hægt að finna fjölskyldur í neyð inni á Facebook hópnum Safnanir og styrkir fyrir fólk frá Palestínu https://www.facebook.com/share/g/uVoipf1WFgDZiaES/?mibextid=K35XfP Sjálf tók ég þá ákvörðun að svara vinabeiðnum á Facebook. Ég hugsaði sem svo, ef hægt hefði verið að senda bréf úr fangabúðum nasista, hefði fólk á Íslandi þá hent þeim óopnuðum í ruslið? Nei, ég leyfi mér að efast um það, ég vona ekki. Með því einu að svara ertu að hjálpa því þau upplifa að öllum sé sama um sig. Ég hef ekki mikið af fjármunum að gefa en ég get spjallað við fólk og það er virkilega þakklátt fyrir að finna einhvern sem er tilbúinn til að hlusta eða einhvern sem yfirleitt svarar. Ég hef eignast vini sem ég vona að ég eigi eftir að halda vinskap við ævilangt, hve löng sem ævin verður. Ég sendi hér með ákall til ykkar, kvenna. Notið valdið sem peningarnir ykkar hafa, valdið sem nafnið ykkar hefur, valdið sem orðin ykkar og samfélagsmiðlar hafa. Mætum á mótmæli og viðburði til stuðnings Palestínu. Eins og til dæmis Sniðgöngurnar sem verða á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri laugardaginn 14. september kl 14:00. Nánari upplýsingar á https://snidganga.is/ Sýnum í verki að við stöndum saman gegn þjóðarmorði Ísrealsmanna á Gaza. Við getum allar fundið okkar persónulegu aðferðir til þess að standa upp gegn óhugnaðinum sem nú á sér stað í Palestínu. Ég reyni að taka mér formæður mínar til fyrirmyndar og gera mitt allra besta til að aðstoða við að stoppa þennan hrylling og styðja við bakið á palestínsku þjóðinni sem þarf sárlega á okkur öllum að halda. Sameinaðar getum við flutt fjöll. Þetta er tileinkað elsku hjartans Maryam sem lést aðeins þriggja og hálfs árs gömul þann 23. ágúst síðastliðinn á Gaza. Ég mun muna þig alla mína tíð. Höfundur getur ekki setið hjá á meðan börn eru drepin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ákall til kvenna Konur hafa í gegnum aldirnar staðið upp og breytt sögunni, yfirleitt til hins betra. Fyrir réttindi sín en ekki síst fyrir börn og þá sem minna mega sín í samfélaginu. Ákveðnar, sterkar konur, oft kallaðar frekjur, hafa staðið fyrir flestum breytingum á réttindum kvenna og barna og sinnt mannúðarmálum, í nærumhverfi sínu og utan landsteinanna. Þetta á ekki einungis við um íslenskar konur heldur konur um allan heim. Ég er komin af sterkum konum, konum sem stóðu upp fyrir aðrar konur og börn, einkum og sér í lagi börn. Hvort sem það var hreppstjórinn eða eiginmaðurinn, börn voru ekki aðskilin móður eða einstæðar mæður sendar á sína sveit úr þeirra húsum. Þessar formæður mínar gáfu mér eitthvað af ákveðni, samhygð og baráttuanda. Þær sýndu í verki samhjálpina sem við eigum að veita hverju öðru þegar óréttlæti eða áföll taka yfir líf fólks. Langalangömmur mínar, fyrirmyndir mínar í lífinu. Kristín Þorgrímsdóttir, neitaði hreppstjóranum um að afhenda honum unga einstæða móður sem til stóð að senda á sveit. Kristín hafði lofað konunni vetursetu og það ætlaði hún að standa við. Jónína Benediktsdóttir, setti manni sínum stólinn fyrir dyrnar þegar hann ætlaði að aðskilja nýju vinnukonuna og börnin, börnin kæmu með konunni. Til að gera þá sögu flóknari var vinnukonan önnur langalangamma mín svo móðurfjölskylda mín stóð í þökk og vinskap við föðurfjölskylduna. Sögur af Jónínu og Kristínu kenndu mér að standa með þeim sem minna mega sín, sú gæska hafði áhrif. Með erfðaefni og fordæmi gáfu þær mér samhygð, ákveðni og vilja til að aðstoð fólk í erfiðum aðstæðum. Við erum í þessum skrifuðu orðuð að horfa á þjóðarmorð á Gaza í beinni útsendingu. Það þarf að vanda sig til að vita ekki að almennir borgarar og BÖRN eru myrt, sprengd, brennd, skotin, limlesta, elt af HUNDUM, svelt og neitað um vatn. Þeim sem eftir eru hefur nú verið smalað saman á afar lítið svæði við ströndina. Elt af sprengjuregni, hermönnum, skriðdrekum og hreinu hatri. Reyndar flytja íslenskir fjölmiðlar skammarlega lítið af fréttum frá Gaza og samfélagsmiðlar eru farnir að sigta út færslur með orðinu "genocide" (þjóðarmorð) svo það þarf kannski ekki að vanda sig lengur. Ég er viss um að þessar formæður mínar, Kristín og Jónína, hefðu ekki setið hjá, horfandi á hryllinginn sem konur og börn á Gaza ganga nú í gegnum. Vissulega hefðu Kristín og Jónína ekki getað tekið einstæðar mæður og börn þeirra frá Gaza (það kemst enginn þaðan) inn á heimili sín, eins og þær gerðu fyrir konur í neyð, í sínu nærsamfélagi á þeirra tíma. Þær sætu samt ekki auðum höndum. Ég er alveg viss um að þær væru virkar í sniðgöngu á Ísrael, vörum og fyrirtækjum þeim tengdum, til að sýna Ísraelsmönnum í verki að þær vildu ekki eiga í viðskiptum við þjóð sem sýnir slíka illsku. Þær hefðu gert allt til að forðast: Færsluhirðinn Rapyd og notað vefsíðuna hirdir.is þar sem skráð eru fyrirtæki sem nota Rapyd sem færsluhirði fyrir greiðslukort. Einnig hefðu þær gert þær sjálfsögðu kröfur að ríki og sveitarfélög slíti algjörlega viðskiptum við Rapyd. https://www.visir.is/g/20242610979d/fyrirtaeki-og-stofnanir-a-islandi-mega-logum-samkvaemt-ekki-eiga-vidskipti-vid-rapyd) Lyfjafyrirtækið Teva/Actavis. Þegar það er hægt. Þær hefðu beðið um að fá lyf frá öðrum lyfjafyrirtækjum og hvatt ríkið til að endurnýja ekki viðskiptasamninga við Teva. SodaStream. Þær myndu kaupa gashylki frá öðrum framleiðendum og hvetja þær verslanir sem selja vörur frá SodaStream að hætta því hið snarasta. Snyrtivörufyrirtækið Moroccan Oil og nota vefsíðuna Harhidir.is sem heldur utanum skráningu á sölustöðum Moroccan Oil. Þær myndu ekki kaupa þær vörur né versla við fyrirtæki sem selja þær. Matvöruframleiðandann Hälsans Kök. Það er allskonar annað í boði hvað vegan-vörur varðar og þær myndu hvetja verslanir til að hætta innkaupum á Hälsans Kök. Tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækið HP – Hewlett-Packard, tölvur og aðrar vörur frá þeim og snúið sér til annarra fyrirtækja sem nóg er af. Ávexti eins og döðlur, avókadó og mangó myndu þær ekki kaupa ef upprunalandið væri Ísrael. Enda getur þetta ekki talist til nauðþurfta og alveg hægt að fá sér eitthvað annað í staðinn. Hægt er að lesa meira um sniðgöngu á ísraelskum vörum og fyrirtækjum inn á snidganga.is Þær væru virkar í Sniðgönguhreyfingunni á Íslandi t.d. inni á Facebook-hópnum Sniðganga fyrir Palestínu. Kristín og Jónína voru ekki ríkar konur en heldur ekki fátækar. Líklegast væru þær búnar að taka að sér fjölskyldu á Gaza og aðstoðuðu þær fjárhagslega, eftir bestu getu, með aðstoð vina og ættingja. Hjálpargögn komast lítið sem ekkert í gegnum landamærin, vegna lokana Ísrealsmanna og stanslausra sprengjuárása þeirra á svæðinu, því ríkir óðaverðbólga á því litla sem fæst orðið á Gaza. Eina leiðin til að hjálpa fjölskyldum er að aðstoða einstaklingana beint fjárhagslega. Fjölskyldurnar hefðu þær stöllur fundið með því að svara vinabeiðnum frá fólki á Gaza, á samfélagsmálum, eða í gegnum aðrar konur sem taka málin í sínar hendur. Frænka mín, nafna og afkomandi Kristínar er ein þeirra kvenna sem hefur látið verkin tala. Kristín S. Bjarnadóttir, ásamt nokkrum öðrum konum, hefur opnað söfnunarreikning sem hægt er að leggja inn á; Banki 0162-26-75930 Kt.130668-5189 og peningarnir renna beint til að aðstoða fjölskyldur á Gaza. Hægt er að fara inn á Facebook síðuna https://www.facebook.com/kristin.s.bjarnadottir.1 og lesa um fjölskyldurnar sem þær hafa tekið upp á sína arma. Einnig er hægt að finna fjölskyldur í neyð inni á Facebook hópnum Safnanir og styrkir fyrir fólk frá Palestínu https://www.facebook.com/share/g/uVoipf1WFgDZiaES/?mibextid=K35XfP Sjálf tók ég þá ákvörðun að svara vinabeiðnum á Facebook. Ég hugsaði sem svo, ef hægt hefði verið að senda bréf úr fangabúðum nasista, hefði fólk á Íslandi þá hent þeim óopnuðum í ruslið? Nei, ég leyfi mér að efast um það, ég vona ekki. Með því einu að svara ertu að hjálpa því þau upplifa að öllum sé sama um sig. Ég hef ekki mikið af fjármunum að gefa en ég get spjallað við fólk og það er virkilega þakklátt fyrir að finna einhvern sem er tilbúinn til að hlusta eða einhvern sem yfirleitt svarar. Ég hef eignast vini sem ég vona að ég eigi eftir að halda vinskap við ævilangt, hve löng sem ævin verður. Ég sendi hér með ákall til ykkar, kvenna. Notið valdið sem peningarnir ykkar hafa, valdið sem nafnið ykkar hefur, valdið sem orðin ykkar og samfélagsmiðlar hafa. Mætum á mótmæli og viðburði til stuðnings Palestínu. Eins og til dæmis Sniðgöngurnar sem verða á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri laugardaginn 14. september kl 14:00. Nánari upplýsingar á https://snidganga.is/ Sýnum í verki að við stöndum saman gegn þjóðarmorði Ísrealsmanna á Gaza. Við getum allar fundið okkar persónulegu aðferðir til þess að standa upp gegn óhugnaðinum sem nú á sér stað í Palestínu. Ég reyni að taka mér formæður mínar til fyrirmyndar og gera mitt allra besta til að aðstoða við að stoppa þennan hrylling og styðja við bakið á palestínsku þjóðinni sem þarf sárlega á okkur öllum að halda. Sameinaðar getum við flutt fjöll. Þetta er tileinkað elsku hjartans Maryam sem lést aðeins þriggja og hálfs árs gömul þann 23. ágúst síðastliðinn á Gaza. Ég mun muna þig alla mína tíð. Höfundur getur ekki setið hjá á meðan börn eru drepin.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar