Gekk upp að eldgígnum og veifaði dróna Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2024 10:13 Ferðamaðurinn var einn á ferð við gosopið og veifaði þegar hann varð var við drónann fylgjast með sér. Kevin Pagés Leiðsögumaður sem náði drónamynd af erlendum ferðamanni rétt upp við virkan gíg á Reykjanesi furðar sig á að lögregla geti ekkert gert í atvikum sem þessum. Hann segir ferðamanninn hafa verið nálægt því að falla ofan í hraun á leið sinni til baka. Kevin Páges, leiðsögumaður og ljósmyndari, var á ferð með hóp ferðamanna að fylgjast með eldgosinu úr fjarlægð rétt við Grindavíkurveg síðdegis í gær. Hann sendi dróna á loft til þess að skoða gosið nánar og sá þá eitthvað undarlegt. „Ég sá lítinn litaðan blett sem leit ekki út fyrir að vera hraun. Þegar ég nálgaðist með drónann var þessi náungi þarna og heilsaði mér,“ segir Kevin við Vísi. Á myndbandinu sem hann tók upp sést ferðamaðurinn veifa drónanum þegar hann verður hans var. Hann virðist standa á nýstorknuðu hrauni aðeins nokkra tugi metra frá gosopinu. Kevin telur ljóst að maðurinn hafi gengið töluverða leið yfir hraunið til þess að komast að gígnum þar sem hann var sjálfur staddur um 3,7 kílómetra í burtu á útsýnisstaðnum við Grindavíkurveg. Kevin hafði strax samband við lögreglu en fékk þau svör að hún gæti ekkert aðhafst nema ferðamaðurinn bæði sérstaklega um hjálp. Hann hefði bent lögreglunni á að maðurinn væri augljóslega í hættulegum aðstæðum en hún hefði enn sagt ekkert geta gert. „Sendið að minnsta kosti bíl, bíðið eftir honum og sektið hann. Þetta er geðveiki,“ segir Kevin sem er ósáttur við að ferðamaður stefni mögulega aðgangi allra annarra að gosinu í hættu með fíflagangi af þessu tagi. Lögreglan á Suðurnesjum gat ekki svarað spurningum um málið strax þegar eftir því var leitað í morgun. Yfirvöld hafa hvatt fólk til þess að ganga ekki að gosinu og þá hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum varað við ósprungnum sprengjum frá bandaríska hernum á svæðinu. Ljóst er að ferðamaðurinn hefur gengið töluverða leið yfir hraun til þess að komast alla leið að þessu gosopi á Reykjanesi.Kevin Páges Datt næstum í gegnum skorpuna þegar hann hrasaði Þegar ferðamaðurinn sneri við reyndi Kevin að fylgja honum eftir með drónanum eins lengi og rafhlaða hans leyfði. Hann náði því meðal annars á mynd þegar ferðamaðurinn hrasaði og hluti af nýstorknuðu hrauni brotnaði undan honum. „Hann datt næstum því í gegn. Ég held að hann hafði meitt sig á ökkla því svo hoppaði hann um á öðrum fæti. Svo hljóp hann um í allar áttir,“ segir Kevin. Á meðan maðurinn gekk segist Kevin hafa getað séð fjölda rauðra bletta þar sem hraun rann enn allt í kringum hann. Á endanum þurfti Kevin að snúa drónanum við áður en rafhlaðan tæmdist. Hann veit því ekki hvort ferðamaðurinn komst örugglega til baka eða ekki. „Ég vona að hann hafi komist. Ég óska ekki einu sinni bjánum dauða,“ segir hann og furðar sig á hvernig maðurinn gat gengið yfir hraunið fyrir hitanum frá því. Loftmynd af gígnum sem sýnir glöggt hversu nærri ferðamaðurinn hætti sér að rennandi hrauninu.Kevin Páges Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. 11. apríl 2021 14:37 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Kevin Páges, leiðsögumaður og ljósmyndari, var á ferð með hóp ferðamanna að fylgjast með eldgosinu úr fjarlægð rétt við Grindavíkurveg síðdegis í gær. Hann sendi dróna á loft til þess að skoða gosið nánar og sá þá eitthvað undarlegt. „Ég sá lítinn litaðan blett sem leit ekki út fyrir að vera hraun. Þegar ég nálgaðist með drónann var þessi náungi þarna og heilsaði mér,“ segir Kevin við Vísi. Á myndbandinu sem hann tók upp sést ferðamaðurinn veifa drónanum þegar hann verður hans var. Hann virðist standa á nýstorknuðu hrauni aðeins nokkra tugi metra frá gosopinu. Kevin telur ljóst að maðurinn hafi gengið töluverða leið yfir hraunið til þess að komast að gígnum þar sem hann var sjálfur staddur um 3,7 kílómetra í burtu á útsýnisstaðnum við Grindavíkurveg. Kevin hafði strax samband við lögreglu en fékk þau svör að hún gæti ekkert aðhafst nema ferðamaðurinn bæði sérstaklega um hjálp. Hann hefði bent lögreglunni á að maðurinn væri augljóslega í hættulegum aðstæðum en hún hefði enn sagt ekkert geta gert. „Sendið að minnsta kosti bíl, bíðið eftir honum og sektið hann. Þetta er geðveiki,“ segir Kevin sem er ósáttur við að ferðamaður stefni mögulega aðgangi allra annarra að gosinu í hættu með fíflagangi af þessu tagi. Lögreglan á Suðurnesjum gat ekki svarað spurningum um málið strax þegar eftir því var leitað í morgun. Yfirvöld hafa hvatt fólk til þess að ganga ekki að gosinu og þá hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum varað við ósprungnum sprengjum frá bandaríska hernum á svæðinu. Ljóst er að ferðamaðurinn hefur gengið töluverða leið yfir hraun til þess að komast alla leið að þessu gosopi á Reykjanesi.Kevin Páges Datt næstum í gegnum skorpuna þegar hann hrasaði Þegar ferðamaðurinn sneri við reyndi Kevin að fylgja honum eftir með drónanum eins lengi og rafhlaða hans leyfði. Hann náði því meðal annars á mynd þegar ferðamaðurinn hrasaði og hluti af nýstorknuðu hrauni brotnaði undan honum. „Hann datt næstum því í gegn. Ég held að hann hafði meitt sig á ökkla því svo hoppaði hann um á öðrum fæti. Svo hljóp hann um í allar áttir,“ segir Kevin. Á meðan maðurinn gekk segist Kevin hafa getað séð fjölda rauðra bletta þar sem hraun rann enn allt í kringum hann. Á endanum þurfti Kevin að snúa drónanum við áður en rafhlaðan tæmdist. Hann veit því ekki hvort ferðamaðurinn komst örugglega til baka eða ekki. „Ég vona að hann hafi komist. Ég óska ekki einu sinni bjánum dauða,“ segir hann og furðar sig á hvernig maðurinn gat gengið yfir hraunið fyrir hitanum frá því. Loftmynd af gígnum sem sýnir glöggt hversu nærri ferðamaðurinn hætti sér að rennandi hrauninu.Kevin Páges
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. 11. apríl 2021 14:37 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. 11. apríl 2021 14:37