Gekk upp að eldgígnum og veifaði dróna Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2024 10:13 Ferðamaðurinn var einn á ferð við gosopið og veifaði þegar hann varð var við drónann fylgjast með sér. Kevin Pagés Leiðsögumaður sem náði drónamynd af erlendum ferðamanni rétt upp við virkan gíg á Reykjanesi furðar sig á að lögregla geti ekkert gert í atvikum sem þessum. Hann segir ferðamanninn hafa verið nálægt því að falla ofan í hraun á leið sinni til baka. Kevin Páges, leiðsögumaður og ljósmyndari, var á ferð með hóp ferðamanna að fylgjast með eldgosinu úr fjarlægð rétt við Grindavíkurveg síðdegis í gær. Hann sendi dróna á loft til þess að skoða gosið nánar og sá þá eitthvað undarlegt. „Ég sá lítinn litaðan blett sem leit ekki út fyrir að vera hraun. Þegar ég nálgaðist með drónann var þessi náungi þarna og heilsaði mér,“ segir Kevin við Vísi. Á myndbandinu sem hann tók upp sést ferðamaðurinn veifa drónanum þegar hann verður hans var. Hann virðist standa á nýstorknuðu hrauni aðeins nokkra tugi metra frá gosopinu. Kevin telur ljóst að maðurinn hafi gengið töluverða leið yfir hraunið til þess að komast að gígnum þar sem hann var sjálfur staddur um 3,7 kílómetra í burtu á útsýnisstaðnum við Grindavíkurveg. Kevin hafði strax samband við lögreglu en fékk þau svör að hún gæti ekkert aðhafst nema ferðamaðurinn bæði sérstaklega um hjálp. Hann hefði bent lögreglunni á að maðurinn væri augljóslega í hættulegum aðstæðum en hún hefði enn sagt ekkert geta gert. „Sendið að minnsta kosti bíl, bíðið eftir honum og sektið hann. Þetta er geðveiki,“ segir Kevin sem er ósáttur við að ferðamaður stefni mögulega aðgangi allra annarra að gosinu í hættu með fíflagangi af þessu tagi. Lögreglan á Suðurnesjum gat ekki svarað spurningum um málið strax þegar eftir því var leitað í morgun. Yfirvöld hafa hvatt fólk til þess að ganga ekki að gosinu og þá hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum varað við ósprungnum sprengjum frá bandaríska hernum á svæðinu. Ljóst er að ferðamaðurinn hefur gengið töluverða leið yfir hraun til þess að komast alla leið að þessu gosopi á Reykjanesi.Kevin Páges Datt næstum í gegnum skorpuna þegar hann hrasaði Þegar ferðamaðurinn sneri við reyndi Kevin að fylgja honum eftir með drónanum eins lengi og rafhlaða hans leyfði. Hann náði því meðal annars á mynd þegar ferðamaðurinn hrasaði og hluti af nýstorknuðu hrauni brotnaði undan honum. „Hann datt næstum því í gegn. Ég held að hann hafði meitt sig á ökkla því svo hoppaði hann um á öðrum fæti. Svo hljóp hann um í allar áttir,“ segir Kevin. Á meðan maðurinn gekk segist Kevin hafa getað séð fjölda rauðra bletta þar sem hraun rann enn allt í kringum hann. Á endanum þurfti Kevin að snúa drónanum við áður en rafhlaðan tæmdist. Hann veit því ekki hvort ferðamaðurinn komst örugglega til baka eða ekki. „Ég vona að hann hafi komist. Ég óska ekki einu sinni bjánum dauða,“ segir hann og furðar sig á hvernig maðurinn gat gengið yfir hraunið fyrir hitanum frá því. Loftmynd af gígnum sem sýnir glöggt hversu nærri ferðamaðurinn hætti sér að rennandi hrauninu.Kevin Páges Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. 11. apríl 2021 14:37 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Kevin Páges, leiðsögumaður og ljósmyndari, var á ferð með hóp ferðamanna að fylgjast með eldgosinu úr fjarlægð rétt við Grindavíkurveg síðdegis í gær. Hann sendi dróna á loft til þess að skoða gosið nánar og sá þá eitthvað undarlegt. „Ég sá lítinn litaðan blett sem leit ekki út fyrir að vera hraun. Þegar ég nálgaðist með drónann var þessi náungi þarna og heilsaði mér,“ segir Kevin við Vísi. Á myndbandinu sem hann tók upp sést ferðamaðurinn veifa drónanum þegar hann verður hans var. Hann virðist standa á nýstorknuðu hrauni aðeins nokkra tugi metra frá gosopinu. Kevin telur ljóst að maðurinn hafi gengið töluverða leið yfir hraunið til þess að komast að gígnum þar sem hann var sjálfur staddur um 3,7 kílómetra í burtu á útsýnisstaðnum við Grindavíkurveg. Kevin hafði strax samband við lögreglu en fékk þau svör að hún gæti ekkert aðhafst nema ferðamaðurinn bæði sérstaklega um hjálp. Hann hefði bent lögreglunni á að maðurinn væri augljóslega í hættulegum aðstæðum en hún hefði enn sagt ekkert geta gert. „Sendið að minnsta kosti bíl, bíðið eftir honum og sektið hann. Þetta er geðveiki,“ segir Kevin sem er ósáttur við að ferðamaður stefni mögulega aðgangi allra annarra að gosinu í hættu með fíflagangi af þessu tagi. Lögreglan á Suðurnesjum gat ekki svarað spurningum um málið strax þegar eftir því var leitað í morgun. Yfirvöld hafa hvatt fólk til þess að ganga ekki að gosinu og þá hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum varað við ósprungnum sprengjum frá bandaríska hernum á svæðinu. Ljóst er að ferðamaðurinn hefur gengið töluverða leið yfir hraun til þess að komast alla leið að þessu gosopi á Reykjanesi.Kevin Páges Datt næstum í gegnum skorpuna þegar hann hrasaði Þegar ferðamaðurinn sneri við reyndi Kevin að fylgja honum eftir með drónanum eins lengi og rafhlaða hans leyfði. Hann náði því meðal annars á mynd þegar ferðamaðurinn hrasaði og hluti af nýstorknuðu hrauni brotnaði undan honum. „Hann datt næstum því í gegn. Ég held að hann hafði meitt sig á ökkla því svo hoppaði hann um á öðrum fæti. Svo hljóp hann um í allar áttir,“ segir Kevin. Á meðan maðurinn gekk segist Kevin hafa getað séð fjölda rauðra bletta þar sem hraun rann enn allt í kringum hann. Á endanum þurfti Kevin að snúa drónanum við áður en rafhlaðan tæmdist. Hann veit því ekki hvort ferðamaðurinn komst örugglega til baka eða ekki. „Ég vona að hann hafi komist. Ég óska ekki einu sinni bjánum dauða,“ segir hann og furðar sig á hvernig maðurinn gat gengið yfir hraunið fyrir hitanum frá því. Loftmynd af gígnum sem sýnir glöggt hversu nærri ferðamaðurinn hætti sér að rennandi hrauninu.Kevin Páges
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. 11. apríl 2021 14:37 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. 11. apríl 2021 14:37
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent