Endurgreiða þeim fáu sem keyptu Concord Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2024 16:33 Concord var um átta ár í framleiðslu en einungis ellefu daga í sölu. Forsvarsmenn Sony hafa ákveðið að taka nýja leikinn Concord úr sölu og endurgreiða þeim sem keyptu. Ekki verður hægt að spila leikinn eftir 6. september, á meðan tekin verður ákvörðun með framhald leiksins, sem gefinn var út þann 23. ágúst. Eftir einungis ellefu daga hefur sölu leiksins verið hætt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef Sony en þar segir Ryan Ellis, sem stýrði framleiðslu leiksins, að útgáfa Concord hafi ekki staðist væntingar. IGN segir frá því að talið sé að Sony hafi eingöngu selt um 25.000 eintök af Concord og að þegar mest var hafi einungis 697 spilað hann á sama tíma í gegnum leikjaveituna Steam. Concord, sem er net-skotleikur, var um átta ár í framleiðslu og hefur líklegast kostað Sony tugi, ef ekki hundruð milljónir dala. Leikjavísir Sony Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið
Eftir einungis ellefu daga hefur sölu leiksins verið hætt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef Sony en þar segir Ryan Ellis, sem stýrði framleiðslu leiksins, að útgáfa Concord hafi ekki staðist væntingar. IGN segir frá því að talið sé að Sony hafi eingöngu selt um 25.000 eintök af Concord og að þegar mest var hafi einungis 697 spilað hann á sama tíma í gegnum leikjaveituna Steam. Concord, sem er net-skotleikur, var um átta ár í framleiðslu og hefur líklegast kostað Sony tugi, ef ekki hundruð milljónir dala.
Leikjavísir Sony Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið