„Maður er partur af þessum stóra fótboltaheimi og þar eru upphæðir sem erfitt er að útskýra“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2024 08:02 Orri Steinn mun leika í La Liga í vetur fyrir Real Sociedad. vísir/arnar Orri Steinn Óskarsson segir að síðustu dagar hafi verið viðburðaríkir en hann varð á dögunum sá dýrasti í sögunni sem danska félagið FCK selur frá sér. Orri gekk til liðs við spænska félagið Real Sociedad á föstudaginn. Hann hafði áður verið hjá FCK frá árinu 2020 þegar hann gekk í raðir félagsins frá Gróttu. Spænska félagið greiðir tuttugu milljónir evru eða þrjá milljarða íslenskra króna fyrir leikmanninn. „Þetta er búið að vera mikið flakk og smá hektískt. Það gerðist mikið á einum degi, á lokadegi gluggans og ég fór til Spánar og skrifaði undir þar sem er auðvitað geggjað enda mikið búið að vera í gangi og það er smá þreyta í manni,“ segir Orri í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Klippa: Orri Steinn um skrefið yfir til Real Sociedad Hann segist hafa haft nokkra möguleika en ákvað að velja spænska félagið. „Mér leist langbest á Sociedad og verkefnið sem þeir buðu mér og sáu mig sem leikmann. Mér finnst fótboltinn sem þeir spila og stefnan sem þeir eru með varðandi unga leikmenn frábært og líka hvað þeir voru tilbúnir að gera til að fá mig heillaði mig.“ Hann segist ekki finna fyrir neinni pressu að vera dýrasti leikmaður í sögu FCK. „Í enda dagsins er þetta bara fótbolti. Þetta er bara partur af fótboltanum og ég pæla ekkert of mikið í svona hlutum. Þetta er bara partur af lífinu og mun fylgja mér en það hefur ekki áhrif á það hvernig ég æfi eða sef. Auðvitað er skrýtið að pæla í þessum upphæðum en svona er bara fótboltinn og maður er partur af þessum stór fótboltaheimi og þar eru upphæðir sem erfitt er að útskýra og það er gaman að vera partur af því.“ Einn vinsælasti fótboltapenni heims, Fabrizio Romano, hefur til að mynda fjallað um Orra á X-síðu sinni síðustu daga. „Ég fann alveg fyrir aukinni athygli á mér en það er svo sem ekkert að hafa áhrif. Ég vissi að það yrði eitthvað svona í glugganum í sumar og við vorum undirbúnir fyrir það.“ Orri kom strax við sögu í sínum fyrsta leik með liðinu um helgina. „Það var mjög fínt. Auðvitað mikið af hlutum sem maður þarf að venjast varðandi taktík og kröfur og svona, en auðvitað bara geggjað að klára fyrsta leik og fá smjörþefinn af því hvernig þetta virkar.“ Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Sjá meira
Orri gekk til liðs við spænska félagið Real Sociedad á föstudaginn. Hann hafði áður verið hjá FCK frá árinu 2020 þegar hann gekk í raðir félagsins frá Gróttu. Spænska félagið greiðir tuttugu milljónir evru eða þrjá milljarða íslenskra króna fyrir leikmanninn. „Þetta er búið að vera mikið flakk og smá hektískt. Það gerðist mikið á einum degi, á lokadegi gluggans og ég fór til Spánar og skrifaði undir þar sem er auðvitað geggjað enda mikið búið að vera í gangi og það er smá þreyta í manni,“ segir Orri í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Klippa: Orri Steinn um skrefið yfir til Real Sociedad Hann segist hafa haft nokkra möguleika en ákvað að velja spænska félagið. „Mér leist langbest á Sociedad og verkefnið sem þeir buðu mér og sáu mig sem leikmann. Mér finnst fótboltinn sem þeir spila og stefnan sem þeir eru með varðandi unga leikmenn frábært og líka hvað þeir voru tilbúnir að gera til að fá mig heillaði mig.“ Hann segist ekki finna fyrir neinni pressu að vera dýrasti leikmaður í sögu FCK. „Í enda dagsins er þetta bara fótbolti. Þetta er bara partur af fótboltanum og ég pæla ekkert of mikið í svona hlutum. Þetta er bara partur af lífinu og mun fylgja mér en það hefur ekki áhrif á það hvernig ég æfi eða sef. Auðvitað er skrýtið að pæla í þessum upphæðum en svona er bara fótboltinn og maður er partur af þessum stór fótboltaheimi og þar eru upphæðir sem erfitt er að útskýra og það er gaman að vera partur af því.“ Einn vinsælasti fótboltapenni heims, Fabrizio Romano, hefur til að mynda fjallað um Orra á X-síðu sinni síðustu daga. „Ég fann alveg fyrir aukinni athygli á mér en það er svo sem ekkert að hafa áhrif. Ég vissi að það yrði eitthvað svona í glugganum í sumar og við vorum undirbúnir fyrir það.“ Orri kom strax við sögu í sínum fyrsta leik með liðinu um helgina. „Það var mjög fínt. Auðvitað mikið af hlutum sem maður þarf að venjast varðandi taktík og kröfur og svona, en auðvitað bara geggjað að klára fyrsta leik og fá smjörþefinn af því hvernig þetta virkar.“ Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Sjá meira