Innlent

Bein út­sending: EES og innri markaðurinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Fundurinn fer fram í Safnahúsinu í dag.
Fundurinn fer fram í Safnahúsinu í dag. Vísir/Vilhelm

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytið halda í dag opinn fund um stöðu og hörfur EES og innri markaðarins. Um þessar mundir á EES-samningurinn, sem tengir Ísland við innri markað Evrópusambandsins , þrjátíu ára afmæli.

Frummælendur verða þau Enrico Letta, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu og höfundur nýlegar skýrslu um framtíð innri markaðarins, og Line Eldring, formaður EES-nefndar Noregs. Nefndin skilaði nýverið skýrslu um þróun og reynslu Noregs af EES-samstarfinu síðustu ár.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, mun opna fundinn og eftir hann munu fara fram pallborðsumræður.

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, fyrrverandi alþingismaður og formaður starfshóps sem skilaði árið 2019 skýrslu um EES-samstarfið mun taka þátt í þeim umræðum, auk Sigríðar Mogenson, formanni ráðgjafanefndar EFTA og sviðsstjóra iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins. 

Þórir Guðmundsson, sérfræðingur á varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins mun stýra fundinum, sem hefst klukkan tólf og stendur yfir til hálf tvö. Fundurinn fer fram í Safnahúsinu Hverfisgötu 15.

Vert er að benda á að fundurinn fer fram á ensku en fylgjast má með honum í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×