Hinn rekni Eurovision fari á Íslandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. september 2024 09:25 Joost Klein er mikill aðdáandi Bjarkar. EPA-EFE/EMIEL MUIJDERMAN Joost Klein, hollenski keppandinn í Eurovision í ár sem jafnframt var sá fyrsti til þess að vera rekinn úr keppninni er staddur á Íslandi. Þessu greinir hann frá á samfélagsmiðlinum Instagram. „Einhver að segja Björk að ég er staddur í fallega landinu hennar,“ skrifar Joost á miðilinn. Þar lætur hann fylgja með tvo íslenska fána auk þess sem hann birtir stutt myndband af sér í miðbæ Reykjavíkur. Þar er hann með sígarettu og sólgleraugu ásamt félaga sínum. Joost var eins og alþjóð veit rekinn úr keppni eftir að hafa haft í hótunum við ljósmyndara baksviðs. Tilkynnt var í síðasta mánuði að sænsk yfirvöld væru hætt rannsókn á málinu. Samkvæmt ríkissaksóknara í Svíþjóð voru ekki næg sönnunargögn í málinu. Hollenski tónlistarmaðurinn hefur allar götur síðan þvertekið fyrir að hafa hótað ljósmyndaranum. Eins og fram hefur komið voru síðustu klukkutímarnir fyrir Eurovision í ár afar spennuþrungnir vegna þátttöku Ísrael í keppninni og stríð þeirra á Gasa strönd þar sem þúsundir almennra borgara liggja í valnum. Þá hefur Klein ekki vandað keppninni kveðjurnar en á tónleikum sínum hefur hann sagt forsvarsmönnum hennar að fara norður og niður. Hollenska ríkisútvarpið hefur enn ekki ákveðið hvort það muni keppa að nýju í söngvakeppninni á næsta ári. Eins og fram hefur komið munaði einungis 25 mínútum að sex lönd myndu ekki taka þátt í keppninni í ár eftir að Hollandi var vikið úr keppni. Það voru Sviss, Noregur, Grikkland, Írland og Portúgal en fulltrúar landanna voru ósáttir við brottrekstur Hollands auk hegðun ísraelska hópsins og starfsfólks á þeirra vegum. Joost virðist aldrei hafa verið betri en á Íslandi. Eurovision Holland Íslandsvinir Tengdar fréttir Vandaði Eurovision ekki kveðjurnar á tónleikum Hollenski tónlistarmaðurinn Joost Klein sem rekinn var úr Eurovision söngvakeppninni í ár fyrstur allra sagði söngvakeppninni til syndanna áður en hann hóf raust sína á tónleikum í Vancouver í Kanada. „Fokk Eurovision!“ sagði hann á sviðinu. 29. maí 2024 10:44 Ætluðu að draga sig úr Eurovision fram á síðustu stundu Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) tókst af afstýra því á síðustu stundu að sex lönd hættu við þátttöku í Eurovision lokakeppninni í ár. Þetta kemur fram í umfjöllun norska blaðsins VG þar sem segir að 25 mínútum fyrir keppni hafi allt stefnt í að löndin myndu ekki taka þátt. 28. maí 2024 14:54 Fauk í Joost þegar hann var myndaður eftir flutninginn Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva Hollands hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Sambands evróskra sjónvarpsstöðva (EBU) er gagnrýnd. Þar segir að Joost, flytjandi Hollands í keppninni, hafi verið myndaður án leyfis eftir flutning hans. Það fór illa í hollenska popparann. 11. maí 2024 18:41 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
„Einhver að segja Björk að ég er staddur í fallega landinu hennar,“ skrifar Joost á miðilinn. Þar lætur hann fylgja með tvo íslenska fána auk þess sem hann birtir stutt myndband af sér í miðbæ Reykjavíkur. Þar er hann með sígarettu og sólgleraugu ásamt félaga sínum. Joost var eins og alþjóð veit rekinn úr keppni eftir að hafa haft í hótunum við ljósmyndara baksviðs. Tilkynnt var í síðasta mánuði að sænsk yfirvöld væru hætt rannsókn á málinu. Samkvæmt ríkissaksóknara í Svíþjóð voru ekki næg sönnunargögn í málinu. Hollenski tónlistarmaðurinn hefur allar götur síðan þvertekið fyrir að hafa hótað ljósmyndaranum. Eins og fram hefur komið voru síðustu klukkutímarnir fyrir Eurovision í ár afar spennuþrungnir vegna þátttöku Ísrael í keppninni og stríð þeirra á Gasa strönd þar sem þúsundir almennra borgara liggja í valnum. Þá hefur Klein ekki vandað keppninni kveðjurnar en á tónleikum sínum hefur hann sagt forsvarsmönnum hennar að fara norður og niður. Hollenska ríkisútvarpið hefur enn ekki ákveðið hvort það muni keppa að nýju í söngvakeppninni á næsta ári. Eins og fram hefur komið munaði einungis 25 mínútum að sex lönd myndu ekki taka þátt í keppninni í ár eftir að Hollandi var vikið úr keppni. Það voru Sviss, Noregur, Grikkland, Írland og Portúgal en fulltrúar landanna voru ósáttir við brottrekstur Hollands auk hegðun ísraelska hópsins og starfsfólks á þeirra vegum. Joost virðist aldrei hafa verið betri en á Íslandi.
Eurovision Holland Íslandsvinir Tengdar fréttir Vandaði Eurovision ekki kveðjurnar á tónleikum Hollenski tónlistarmaðurinn Joost Klein sem rekinn var úr Eurovision söngvakeppninni í ár fyrstur allra sagði söngvakeppninni til syndanna áður en hann hóf raust sína á tónleikum í Vancouver í Kanada. „Fokk Eurovision!“ sagði hann á sviðinu. 29. maí 2024 10:44 Ætluðu að draga sig úr Eurovision fram á síðustu stundu Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) tókst af afstýra því á síðustu stundu að sex lönd hættu við þátttöku í Eurovision lokakeppninni í ár. Þetta kemur fram í umfjöllun norska blaðsins VG þar sem segir að 25 mínútum fyrir keppni hafi allt stefnt í að löndin myndu ekki taka þátt. 28. maí 2024 14:54 Fauk í Joost þegar hann var myndaður eftir flutninginn Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva Hollands hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Sambands evróskra sjónvarpsstöðva (EBU) er gagnrýnd. Þar segir að Joost, flytjandi Hollands í keppninni, hafi verið myndaður án leyfis eftir flutning hans. Það fór illa í hollenska popparann. 11. maí 2024 18:41 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Vandaði Eurovision ekki kveðjurnar á tónleikum Hollenski tónlistarmaðurinn Joost Klein sem rekinn var úr Eurovision söngvakeppninni í ár fyrstur allra sagði söngvakeppninni til syndanna áður en hann hóf raust sína á tónleikum í Vancouver í Kanada. „Fokk Eurovision!“ sagði hann á sviðinu. 29. maí 2024 10:44
Ætluðu að draga sig úr Eurovision fram á síðustu stundu Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) tókst af afstýra því á síðustu stundu að sex lönd hættu við þátttöku í Eurovision lokakeppninni í ár. Þetta kemur fram í umfjöllun norska blaðsins VG þar sem segir að 25 mínútum fyrir keppni hafi allt stefnt í að löndin myndu ekki taka þátt. 28. maí 2024 14:54
Fauk í Joost þegar hann var myndaður eftir flutninginn Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva Hollands hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Sambands evróskra sjónvarpsstöðva (EBU) er gagnrýnd. Þar segir að Joost, flytjandi Hollands í keppninni, hafi verið myndaður án leyfis eftir flutning hans. Það fór illa í hollenska popparann. 11. maí 2024 18:41