„Það er enginn öryggisventill þarna, það bremsar þetta ekkert af“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. september 2024 07:01 Gunnar Örn Petersen formaður Landssambands veiðifélaga er ekki sáttur við svör stjórnvalda. Stöð 2 Einstaka veiðifélög íhuga alvarlega að leita réttar síns vegna þess tjóns sem þau telja sig hafa orðið fyrir sem rekja megi til umhverfismengunar frá fiskeldi. Þá gagnrýna Landssamtök veiðifélaga stjórnvöld, einkum Matvælastofnun, fyrir að beita ekki þeim heimildum sem stofnunin hafi samkvæmt lögum til að áminna fiskeldisfyrirtæki eða svipta þau starfsleyfi í þeim tilfellum sem við gæti átt. Formaður landssamtakanna segir svör stjórnvalda ekki upp á marga fiska. Fyrr í sumar sendu samtökin áskilnaðarbréf til stjórnvalda þar sem komið er á framfæri „áskorun um varúð og áskilnaður um bótarétt“ vegna mögulegs tjóns á hagsmunum veiðiréttarhafa um lax- og silungsveiði við framkvæmd laga um fiskeldi. Bréfin eru stíluð á matvælaráðherra, Hafrannsóknastofnun og Matvælastofnun. Í bréfunum er vísað til skýrslu Hafrannsóknastofnunar um áhrif sjókvíaeldis á villta laxastofna frá því í júlí á þessu ári. Í skýrslunni sé því „slegið föstu að tíðni stroka úr sjókvíaeldi hér á landi og sá fjöldi strokulaxa sem gengið hefur í ár hafi reynst mun meiri en gert hafi verið ráð fyrir bæði við mat á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis og við gildandi áhættumat erfðablöndunar,“ líkt og það er orðað í bréfinu sem stílað er á matvælaráðherra. Þá er meðal annars vakin athygli á því í bréfunum sem stíluð eru á MAST og Hafró, að samkvæmt lögum eigi hagsmunir þeirra sem stundi fiskeldi að víkja þegar þeir fari ekki saman við hagsmuni þeirra sem njóta veiðiréttar samkvæmt lögum. Fyrir því liggi fordæmi úr Hæstarétti. Þá er í bréfunum einnig fjallað um heimild stofnanna til að beita stjórntækjum á borð við stjórnvaldssektir og sviptingu rekstrarleyfis, ef fiskeldisfyrirtæki uppfylla ekki kröfur eða fara ekki að ákvæðum laga og reglugerða. Þetta geti til að mynda átt við ef fyrirtæki framleiði umfram leyfilegan lífmassa fjórra laxa eða bregðist skyldum sínum við mögulegt strok á fiski. „Tilefnið er kannski fyrst og fremst ákvarðanatökur stofnana, þessara stofnanna sem koma að ákvarðanatöku varðandi sjókvíaeldi, og ráðuneytisins. Við erum bara að brýna fyrir þeim að það þurfi að vanda til verka. Því að rangar ákvarðanir og ákvarðanir sem eru illa ígrundaðar þær geta haft afleiðingar,“ segir Gunnar Örn Petersen, formaður Landssambands veiðifélaga, í samtali við Vísi. Stofnanir bendi hver á aðra Kallað var eftir svörum ráðherra og stofnananna tveggja um viðbrögð þeirra við stöðunni og því sem fram kemur í skýrslu Hafró, og hafa nú svör borist við öllum bréfum. Gunnar segir svörin mikil vonbrigði. „Svar MAST var nú kannski efnisminnst og það var í rauninni ekkert í því,“ segir Gunnar. „Í rauninni vísa allir ábyrgð eitthvert annað, sem er náttúrlega mjög sérstakt líka í tilfelli ráðuneytisins þar sem að þau augljóslega stýra þessum málaflokki.“ Í svari sínu hafi Hafrannsóknarstofnun borið það fyrir sig að þau væru rannsóknarstofnun, en ekki stjórnvald sem taki stjórnvaldsákvörðun og þannig vísað málinu frá sér. „Þeim er náttúrlega ákveðin vorkunn og það er kannski smá bastarður í allri þessari löggjöf að áhættumat erfðablöndunar sé bindandi fyrir ráðherra. Vegna þess að með því, þegar Hafró er búið að gefa út þá ráðgjöf sem áhættumatið er, ef það er bindandi þá er það að sama skapi næstum orðin stjórnsvaldákvörðun að gefa það út,“ segir Gunnar. „Ráðuneytið segir við getum ekki breytt áhættumatinu af því það er Hafrannsóknarstofnunar að gera það og það er bindandi. Þannig allri ábyrgð er alltaf vísað frá.“ Stofnanirnar vísi þannig á hvor aðra í kross en þetta segir Gunnar ekki vera í fyrsta skipti. Til að mynda hafi samtökin ásamt fleirum, meðal annars náttúruverndarsamtökum, átt fund með öllum þeim stofnunum sem með einum eða öðrum hætti koma að ákvörðunum um málefni tengdum sjókvíaeldi. „Það var bara vísað einhvern veginn annað, að menn hefðu ekki valdheimildir og þetta væri ekki á þeirra könnu. Það var eiginlega mantran alls staðar. Og þeir sem tóku síðan ákvarðanir, eins og MAST til dæmis í leyfisveitingarmálum, þeir segja bara að þeir gefi hiklaust út leyfin þó að leyfin séu kannski á svæðum þar sem að Landhelgisgæslan er búin að segja að gangi ekki að hafa sjókvíaeldi. Þá gefa þeir þetta út með þeim skilyrðum, en þetta virkar bara ekki þannig í raunveruleikanum,“ segir Gunnar, sem vill meina að fjárhagslegir hvatar verði til þess að slíkum skilyrðum sé ekki alltaf fylgt. „Það er enginn öryggisventill þarna, það bremsar þetta ekkert af.“ Skoða „alvarlega“ að fara í mál Aðspurður segir hann veiðifélögin vera komin á þann stað að íhuga að leita réttar síns og láta á það reyna að sækja bætur. „Já, það er alveg í umræðunni, alveg klárlega. Það er jafnvel hafið, ótengt þá mér, en einstök veiðifélög eru byrjuð að skoða það bara mjög alvarlega að fara bara í mál gegn ríkinu. Veiðifélögin eiga sín atvinnuréttindi og eignarréttindi sem eru varin í stjórnarskrá. En svo kemur þú inn með einhvern annan atvinnuveg, eða iðnað, sem að í rauninni hefur þessi neikvæðu áhrif á þau réttindi og þá er alveg spurning um að láta á það reyna,“ svarar Gunnar. Fiskeldi Lax Matvælaframleiðsla Stjórnsýsla Umhverfismál Sjókvíaeldi Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Fyrr í sumar sendu samtökin áskilnaðarbréf til stjórnvalda þar sem komið er á framfæri „áskorun um varúð og áskilnaður um bótarétt“ vegna mögulegs tjóns á hagsmunum veiðiréttarhafa um lax- og silungsveiði við framkvæmd laga um fiskeldi. Bréfin eru stíluð á matvælaráðherra, Hafrannsóknastofnun og Matvælastofnun. Í bréfunum er vísað til skýrslu Hafrannsóknastofnunar um áhrif sjókvíaeldis á villta laxastofna frá því í júlí á þessu ári. Í skýrslunni sé því „slegið föstu að tíðni stroka úr sjókvíaeldi hér á landi og sá fjöldi strokulaxa sem gengið hefur í ár hafi reynst mun meiri en gert hafi verið ráð fyrir bæði við mat á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis og við gildandi áhættumat erfðablöndunar,“ líkt og það er orðað í bréfinu sem stílað er á matvælaráðherra. Þá er meðal annars vakin athygli á því í bréfunum sem stíluð eru á MAST og Hafró, að samkvæmt lögum eigi hagsmunir þeirra sem stundi fiskeldi að víkja þegar þeir fari ekki saman við hagsmuni þeirra sem njóta veiðiréttar samkvæmt lögum. Fyrir því liggi fordæmi úr Hæstarétti. Þá er í bréfunum einnig fjallað um heimild stofnanna til að beita stjórntækjum á borð við stjórnvaldssektir og sviptingu rekstrarleyfis, ef fiskeldisfyrirtæki uppfylla ekki kröfur eða fara ekki að ákvæðum laga og reglugerða. Þetta geti til að mynda átt við ef fyrirtæki framleiði umfram leyfilegan lífmassa fjórra laxa eða bregðist skyldum sínum við mögulegt strok á fiski. „Tilefnið er kannski fyrst og fremst ákvarðanatökur stofnana, þessara stofnanna sem koma að ákvarðanatöku varðandi sjókvíaeldi, og ráðuneytisins. Við erum bara að brýna fyrir þeim að það þurfi að vanda til verka. Því að rangar ákvarðanir og ákvarðanir sem eru illa ígrundaðar þær geta haft afleiðingar,“ segir Gunnar Örn Petersen, formaður Landssambands veiðifélaga, í samtali við Vísi. Stofnanir bendi hver á aðra Kallað var eftir svörum ráðherra og stofnananna tveggja um viðbrögð þeirra við stöðunni og því sem fram kemur í skýrslu Hafró, og hafa nú svör borist við öllum bréfum. Gunnar segir svörin mikil vonbrigði. „Svar MAST var nú kannski efnisminnst og það var í rauninni ekkert í því,“ segir Gunnar. „Í rauninni vísa allir ábyrgð eitthvert annað, sem er náttúrlega mjög sérstakt líka í tilfelli ráðuneytisins þar sem að þau augljóslega stýra þessum málaflokki.“ Í svari sínu hafi Hafrannsóknarstofnun borið það fyrir sig að þau væru rannsóknarstofnun, en ekki stjórnvald sem taki stjórnvaldsákvörðun og þannig vísað málinu frá sér. „Þeim er náttúrlega ákveðin vorkunn og það er kannski smá bastarður í allri þessari löggjöf að áhættumat erfðablöndunar sé bindandi fyrir ráðherra. Vegna þess að með því, þegar Hafró er búið að gefa út þá ráðgjöf sem áhættumatið er, ef það er bindandi þá er það að sama skapi næstum orðin stjórnsvaldákvörðun að gefa það út,“ segir Gunnar. „Ráðuneytið segir við getum ekki breytt áhættumatinu af því það er Hafrannsóknarstofnunar að gera það og það er bindandi. Þannig allri ábyrgð er alltaf vísað frá.“ Stofnanirnar vísi þannig á hvor aðra í kross en þetta segir Gunnar ekki vera í fyrsta skipti. Til að mynda hafi samtökin ásamt fleirum, meðal annars náttúruverndarsamtökum, átt fund með öllum þeim stofnunum sem með einum eða öðrum hætti koma að ákvörðunum um málefni tengdum sjókvíaeldi. „Það var bara vísað einhvern veginn annað, að menn hefðu ekki valdheimildir og þetta væri ekki á þeirra könnu. Það var eiginlega mantran alls staðar. Og þeir sem tóku síðan ákvarðanir, eins og MAST til dæmis í leyfisveitingarmálum, þeir segja bara að þeir gefi hiklaust út leyfin þó að leyfin séu kannski á svæðum þar sem að Landhelgisgæslan er búin að segja að gangi ekki að hafa sjókvíaeldi. Þá gefa þeir þetta út með þeim skilyrðum, en þetta virkar bara ekki þannig í raunveruleikanum,“ segir Gunnar, sem vill meina að fjárhagslegir hvatar verði til þess að slíkum skilyrðum sé ekki alltaf fylgt. „Það er enginn öryggisventill þarna, það bremsar þetta ekkert af.“ Skoða „alvarlega“ að fara í mál Aðspurður segir hann veiðifélögin vera komin á þann stað að íhuga að leita réttar síns og láta á það reyna að sækja bætur. „Já, það er alveg í umræðunni, alveg klárlega. Það er jafnvel hafið, ótengt þá mér, en einstök veiðifélög eru byrjuð að skoða það bara mjög alvarlega að fara bara í mál gegn ríkinu. Veiðifélögin eiga sín atvinnuréttindi og eignarréttindi sem eru varin í stjórnarskrá. En svo kemur þú inn með einhvern annan atvinnuveg, eða iðnað, sem að í rauninni hefur þessi neikvæðu áhrif á þau réttindi og þá er alveg spurning um að láta á það reyna,“ svarar Gunnar.
Fiskeldi Lax Matvælaframleiðsla Stjórnsýsla Umhverfismál Sjókvíaeldi Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira