Við verðum að taka afstöðu NÚNA – Til að breyta framtíðinni okkar, því brotið fólk brýtur fólk! Steindór Þórarinsson skrifar 2. september 2024 15:00 Það hefur verið mikið talað um ofbeldisölduna sem hefur riðið yfir litla landið okkar á undanförnum misserum. Þegar ung stúlka missir lífið á menningarnótt, þá er það ekki bara sorglegt mál heldur er það vakning. Þetta er hróp á hjálp, hróp sem við verðum öll að hlusta á, sama hver staða okkar er í samfélaginu. Hvað er að gerast með unga fólkið okkar? Hvernig getum við, sem foreldrar, leiðbeinendur, og sem samfélag, brugðist við? Að læra á tilfinningar sínar, þeirra stærsta vopn Það er svo mikilvægt að skilja eitt: tilfinningar eru ekki óvinur okkar. Þær eru styrkur okkar, leiðarljós sem sýnir okkur hver við erum og hvað skiptir okkur máli. Þó að þær geti verið yfirþyrmandi, eins og reiði, sorg eða vonleysi, þá er það hvernig við veljum að bregðast við þeim sem mótar framtíð okkar. Það er ekkert veikleika merki að líða illa. Þvert á móti, það er merki um að þú ert mannlegur, lifandi, og með fullan rétt á að upplifa lífið í allri sinni fjölbreytni. Við þurfum að kenna unga fólkinu þetta, og skoða þetta í okkar eigin lífi. Ef þér líður illa, leitaðu hjálpar. Það er styrkur, ekki veikleiki. Við eigum það til að hugsa að við þurfum að taka okkur saman, að það sé eitthvað rangt við að finna fyrir tilfinningum, sérstaklega þegar þær eru sterkar. En það er algerlega rangt. Ef þú ert að berjast við tilfinningar sem þú átt erfitt með að stjórna, þá er fyrsta skrefið að viðurkenna þær. Að leita eftir hjálp er ekki veikleika merki, það er eitt af sterkustu skrefum sem þú getur tekið. Talaðu við einhvern – vin, fjölskyldumeðlim, fagmann – það er alltaf einhver til staðar sem er tilbúinn að hlusta. Við þurfum að sýna gott fordæmi og líta í eigin hegðun, en á sama tíma að koma þessu til unga fólksins líka! Foreldrar, verum vakandi – þetta er okkar ábyrgð líka Við verðum að horfast í augu við það að börnin okkar þurfa á okkur að halda meira en nokkru sinni fyrr. Þetta er ekki bara þeirra barátta, þetta er okkar allra barátta. Ef við lítum undan, þá erum við að leyfa hatrinu og ofbeldinu að ná rótum. Við verðum að vera til staðar fyrir börnin okkar, að hlusta á þau, skilja þau, og styðja þau í að finna styrk sinn og stað í lífinu. Þau þurfa ekki bara á reglunum okkar að halda, þau þurfa á kærleikanum okkar að halda. Við verðum að sýna þeim að tilfinningar eru eðlilegar og að það er í lagi að tala um þær. Samfélag – Stöndum saman í kærleika og samkennd Ef við ætlum að breyta þessari þróun, þá verðum við öll að taka höndum saman. Hatrið sem við sjáum blossa upp er aðeins spegilmynd af samfélaginu sem við höfum skapað. Við verðum að leggja áherslu á jákvæð gildi, að læra af mistökum okkar og horfa inn á við. Samkennd, kærleikur og umhyggja þetta eru ekki bara falleg orð, þau eru grunnstoðir heilbrigðs samfélags. Við þurfum að vera fyrirmyndir fyrir unga fólkið okkar. Ekki með ofbeldi eða hatri, heldur með því að sýna þeim leiðina til kærleika og virðingar. Það sem þú gerir skiptir máli. Hvernig þú talar við aðra, hvernig þú bregst við þegar þú sérð einhvern í erfiðleikum þetta er það sem mun móta framtíðina okkar. Það byrjar hjá þér, hjá okkur öllum. Ef við viljum sjá breytingu, þá verðum við sjálf að vera breytingin. Ofbeldi hefur alvarlegar afleiðingar Að stinga einhvern, að beita ofbeldi, er ekki bara eitthvað sem gerist í augnablikinu. Það hefur alvarlegar afleiðingar fyrir geranda sem og fórnarlömb, fjölskyldur beggja aðila sem og fyrir allt samfélagið. Þetta er ekki bara ein afleiðing, heldur keðjuverkun sem getur skemmt líf fjölda fólks. Við verðum að hætta að horfa á þetta sem einangrað tilfelli og átta okkur á því að þetta er okkar ábyrgð. Við erum öll hluti af þessu samfélagi og það er undir okkur komið að snúa þessari þróun við. Við getum breytt þessu, saman Við verðum að hætta að horfa í hina áttina. Við verðum að taka afstöðu NÚNA. Þetta er ekki eitthvað sem við getum sett á ís eða beðið með. Börnin okkar, framtíðin okkar, þurfa á okkur að halda. Það byrjar með okkur, og það byrjar með því að við lærum á tilfinningar okkar, tökum ábyrgð á gjörðum okkar og stöndum saman í kærleika og samkennd. Breytingin byrjar hér. Hún byrjar núna. Hún byrjar með þér. Lífið er dýrmætt, og saman getum við byggt upp samfélag þar sem það er metið að verðleikum. Verum sterk, verum hugrökk, og verum til staðar fyrir okkur sjálf, fyrir börnin okkar, og fyrir framtíðina. „Ef þú vilt breyta heiminum, farðu heim og elskaðu fjölskylduna þína.” Móðir Teresa Höfundur er ICF viðurkenndur markþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið mikið talað um ofbeldisölduna sem hefur riðið yfir litla landið okkar á undanförnum misserum. Þegar ung stúlka missir lífið á menningarnótt, þá er það ekki bara sorglegt mál heldur er það vakning. Þetta er hróp á hjálp, hróp sem við verðum öll að hlusta á, sama hver staða okkar er í samfélaginu. Hvað er að gerast með unga fólkið okkar? Hvernig getum við, sem foreldrar, leiðbeinendur, og sem samfélag, brugðist við? Að læra á tilfinningar sínar, þeirra stærsta vopn Það er svo mikilvægt að skilja eitt: tilfinningar eru ekki óvinur okkar. Þær eru styrkur okkar, leiðarljós sem sýnir okkur hver við erum og hvað skiptir okkur máli. Þó að þær geti verið yfirþyrmandi, eins og reiði, sorg eða vonleysi, þá er það hvernig við veljum að bregðast við þeim sem mótar framtíð okkar. Það er ekkert veikleika merki að líða illa. Þvert á móti, það er merki um að þú ert mannlegur, lifandi, og með fullan rétt á að upplifa lífið í allri sinni fjölbreytni. Við þurfum að kenna unga fólkinu þetta, og skoða þetta í okkar eigin lífi. Ef þér líður illa, leitaðu hjálpar. Það er styrkur, ekki veikleiki. Við eigum það til að hugsa að við þurfum að taka okkur saman, að það sé eitthvað rangt við að finna fyrir tilfinningum, sérstaklega þegar þær eru sterkar. En það er algerlega rangt. Ef þú ert að berjast við tilfinningar sem þú átt erfitt með að stjórna, þá er fyrsta skrefið að viðurkenna þær. Að leita eftir hjálp er ekki veikleika merki, það er eitt af sterkustu skrefum sem þú getur tekið. Talaðu við einhvern – vin, fjölskyldumeðlim, fagmann – það er alltaf einhver til staðar sem er tilbúinn að hlusta. Við þurfum að sýna gott fordæmi og líta í eigin hegðun, en á sama tíma að koma þessu til unga fólksins líka! Foreldrar, verum vakandi – þetta er okkar ábyrgð líka Við verðum að horfast í augu við það að börnin okkar þurfa á okkur að halda meira en nokkru sinni fyrr. Þetta er ekki bara þeirra barátta, þetta er okkar allra barátta. Ef við lítum undan, þá erum við að leyfa hatrinu og ofbeldinu að ná rótum. Við verðum að vera til staðar fyrir börnin okkar, að hlusta á þau, skilja þau, og styðja þau í að finna styrk sinn og stað í lífinu. Þau þurfa ekki bara á reglunum okkar að halda, þau þurfa á kærleikanum okkar að halda. Við verðum að sýna þeim að tilfinningar eru eðlilegar og að það er í lagi að tala um þær. Samfélag – Stöndum saman í kærleika og samkennd Ef við ætlum að breyta þessari þróun, þá verðum við öll að taka höndum saman. Hatrið sem við sjáum blossa upp er aðeins spegilmynd af samfélaginu sem við höfum skapað. Við verðum að leggja áherslu á jákvæð gildi, að læra af mistökum okkar og horfa inn á við. Samkennd, kærleikur og umhyggja þetta eru ekki bara falleg orð, þau eru grunnstoðir heilbrigðs samfélags. Við þurfum að vera fyrirmyndir fyrir unga fólkið okkar. Ekki með ofbeldi eða hatri, heldur með því að sýna þeim leiðina til kærleika og virðingar. Það sem þú gerir skiptir máli. Hvernig þú talar við aðra, hvernig þú bregst við þegar þú sérð einhvern í erfiðleikum þetta er það sem mun móta framtíðina okkar. Það byrjar hjá þér, hjá okkur öllum. Ef við viljum sjá breytingu, þá verðum við sjálf að vera breytingin. Ofbeldi hefur alvarlegar afleiðingar Að stinga einhvern, að beita ofbeldi, er ekki bara eitthvað sem gerist í augnablikinu. Það hefur alvarlegar afleiðingar fyrir geranda sem og fórnarlömb, fjölskyldur beggja aðila sem og fyrir allt samfélagið. Þetta er ekki bara ein afleiðing, heldur keðjuverkun sem getur skemmt líf fjölda fólks. Við verðum að hætta að horfa á þetta sem einangrað tilfelli og átta okkur á því að þetta er okkar ábyrgð. Við erum öll hluti af þessu samfélagi og það er undir okkur komið að snúa þessari þróun við. Við getum breytt þessu, saman Við verðum að hætta að horfa í hina áttina. Við verðum að taka afstöðu NÚNA. Þetta er ekki eitthvað sem við getum sett á ís eða beðið með. Börnin okkar, framtíðin okkar, þurfa á okkur að halda. Það byrjar með okkur, og það byrjar með því að við lærum á tilfinningar okkar, tökum ábyrgð á gjörðum okkar og stöndum saman í kærleika og samkennd. Breytingin byrjar hér. Hún byrjar núna. Hún byrjar með þér. Lífið er dýrmætt, og saman getum við byggt upp samfélag þar sem það er metið að verðleikum. Verum sterk, verum hugrökk, og verum til staðar fyrir okkur sjálf, fyrir börnin okkar, og fyrir framtíðina. „Ef þú vilt breyta heiminum, farðu heim og elskaðu fjölskylduna þína.” Móðir Teresa Höfundur er ICF viðurkenndur markþjálfi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun