„Þetta er aðför að veikum rétti leigjenda“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. september 2024 13:55 Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda segir breytingar á húsaleigulögum aðför að leigjendum. Vísir/Vilhelm Formaður samtaka leigjenda gagnrýnir harðlega breytingu á húsaleigulögum sem tók gildi nú um mánaðarmótin. Um sé að ræða aðför að leigjendum þar sem staða leigusalans sé fyrst og fremst styrkt. Ekki hafi verið tekið tillit til krafna samtakanna við breytingu laganna heldur þvert á móti. Breytingar á húsaleigulögum tóku gildi í gær sem eru samkvæmt HMS ætlað er að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi. Fram kemur að helstu breytingarnar séu að nú er óheimilt að vísitölutengja styttri samninga en tólf mánaða auk þess sem leigusölum verður óheimilt að segja upp ótímabundnum samningum án ástæðu. Leigjendur og leigusalar mega fara fram á breytingu á leigufjárhæð að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður samtaka leigjenda segir rangt að með þessu sé verið að bæta réttarstöðu leigjenda. „Mér líst ekkert á þessi lög, leigjendur hafa ekki beðið um þetta og ekki heldur leigusalar. Með þessum lögum er verið að styrkja stöðu leigusala gagnvart leigjendum enda eru öll viðmið í lögunum út frá hagsmunum leigusalans. Það á til að mynda við um ákvæðin um hækkun á leigu og uppsögn á húsaleigusamningi. Þetta styrkir ekki stöðu leigjenda heldur veikir. Það að þetta eigi að bæta réttarstöðu leigjenda er bara orðskrípi. Þvert á móti, þetta er aðför að veikum rétti leigjenda,“ segir Guðmundur. Leigusalar hafi fleiri leiðir en áður til að hækka leigu Guðmundur er afar ósáttur við nýtt ákvæði um að leigusali geti hækkað leigu ef rekstrarkostnaður hans hækkar. „Við hefðum kosið að við ákvörðun um húsaleigu yrði tekið tillit til sanngirnissjónarmiða. Í eldri lögum kom fram að húsaleiga skyldi vera eðlileg og sanngjörn gagnvart leigutaka og leigusala. Nú er ákveðið að taka mið af rekstrarkostnaði sem leigusali getur í raun og veru valið sér sjálfur. Hann getur núna valið að kaupa sér fasteignir á dýrustu lánunum til styttri tíma og hefur þá rétt á að velta þeim kostnaði yfir á leigjandann. Þetta er ekki sanngjarnt. Með því að festa þetta í lög er verið að brjóta á rétti leigjenda,“ segir Guðmundur. Stjórnvöld hafi farið þveröfuga leið Guðmundur segir að samtökin hafi reynt að hafa áhrif á húsaleigulögin en án árangurs. „Við sendum inn umsagnir þegar frumvarpið var í vinnslu, skrifuðum greinar og héldum fundi til að lýsa yfir kröfum okkar og áhyggjum. Það sem hefur hins vegar verið meginstefið í viðbrögðum stjórnvalda við þessum áhyggjum okkar, þá sér í lagi Sigurðar Inga Jóhannssonar fyrrverandi innviðaráðherra, er að hann nýtti sér þau atriði sem við bentum á sem ganga gegn rétti leigjenda til að styrkja enn frekar rétt leigusalans,“ segir hann. Aðspurður um hvort það sé ekkert gott í nýjum lögum svara Guðmundur: „Tilkynningaskylda leigusalans er góð en það eru hins vegar réttindi sem leigjendur höfðu fyrir.“ Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Breytingar á húsaleigulögum tóku gildi í gær sem eru samkvæmt HMS ætlað er að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi. Fram kemur að helstu breytingarnar séu að nú er óheimilt að vísitölutengja styttri samninga en tólf mánaða auk þess sem leigusölum verður óheimilt að segja upp ótímabundnum samningum án ástæðu. Leigjendur og leigusalar mega fara fram á breytingu á leigufjárhæð að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður samtaka leigjenda segir rangt að með þessu sé verið að bæta réttarstöðu leigjenda. „Mér líst ekkert á þessi lög, leigjendur hafa ekki beðið um þetta og ekki heldur leigusalar. Með þessum lögum er verið að styrkja stöðu leigusala gagnvart leigjendum enda eru öll viðmið í lögunum út frá hagsmunum leigusalans. Það á til að mynda við um ákvæðin um hækkun á leigu og uppsögn á húsaleigusamningi. Þetta styrkir ekki stöðu leigjenda heldur veikir. Það að þetta eigi að bæta réttarstöðu leigjenda er bara orðskrípi. Þvert á móti, þetta er aðför að veikum rétti leigjenda,“ segir Guðmundur. Leigusalar hafi fleiri leiðir en áður til að hækka leigu Guðmundur er afar ósáttur við nýtt ákvæði um að leigusali geti hækkað leigu ef rekstrarkostnaður hans hækkar. „Við hefðum kosið að við ákvörðun um húsaleigu yrði tekið tillit til sanngirnissjónarmiða. Í eldri lögum kom fram að húsaleiga skyldi vera eðlileg og sanngjörn gagnvart leigutaka og leigusala. Nú er ákveðið að taka mið af rekstrarkostnaði sem leigusali getur í raun og veru valið sér sjálfur. Hann getur núna valið að kaupa sér fasteignir á dýrustu lánunum til styttri tíma og hefur þá rétt á að velta þeim kostnaði yfir á leigjandann. Þetta er ekki sanngjarnt. Með því að festa þetta í lög er verið að brjóta á rétti leigjenda,“ segir Guðmundur. Stjórnvöld hafi farið þveröfuga leið Guðmundur segir að samtökin hafi reynt að hafa áhrif á húsaleigulögin en án árangurs. „Við sendum inn umsagnir þegar frumvarpið var í vinnslu, skrifuðum greinar og héldum fundi til að lýsa yfir kröfum okkar og áhyggjum. Það sem hefur hins vegar verið meginstefið í viðbrögðum stjórnvalda við þessum áhyggjum okkar, þá sér í lagi Sigurðar Inga Jóhannssonar fyrrverandi innviðaráðherra, er að hann nýtti sér þau atriði sem við bentum á sem ganga gegn rétti leigjenda til að styrkja enn frekar rétt leigusalans,“ segir hann. Aðspurður um hvort það sé ekkert gott í nýjum lögum svara Guðmundur: „Tilkynningaskylda leigusalans er góð en það eru hins vegar réttindi sem leigjendur höfðu fyrir.“
Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira