Vildarpunktarnir eru runnir út Franklín Ernir Kristjánsson skrifar 2. september 2024 08:03 Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn um helgina og er eitt sem stendur upp úr að fundi loknum. Vildarpunktar forystu Sjálfstæðisflokksins eru runnir út. Markmið fundarins var að ræða stöðu flokksins við forystuna. Ég spyr þá: Hvar átti sú umræða sér stað? Talað var um að opin umræða myndi eiga sér stað þar sem fundargestum gæfist færi á því að spyrja forystuna út í stöðu flokksins. Sú umræða hefur greinilega átt sér stað í lokuðu herbergi utan fundarins þar sem að eini maðurinn sem tók á móti spurningum var Óli Björn Kárason, fyrrverandi formaður þingflokksins. Það tengdist breytingartillögum vegna stjórnmálaályktunar. Ungir sjálfstæðismenn fengu ekki að taka til máls í pontu á fundinum en fengu þó klukkutíma pláss í beinni útsendingu á Youtube-rás flokksins. Sjálfur ætlaði ég að taka viðtal við sveitarstjórnarmenn um stöðu flokksins og hvaða breytingar þeir teldu að þyrfti að eiga sér stað til að endurheimta fylgi flokksins. Valhöll fékk sendar upplýsingar um umræðuefni og viðmælendur og ekki leið á löngu þar til að Valhöll hafði samband til baka og greindi frá því að að flokkurinn vildi ekki að staða flokksins yrði rædd út á við. Því þyrfti að taka fyrir annað umræðuefni. Þess í stað lagði starfsmaður Valhallar góðlátlega til að við myndum ræða fasteignamarkaðinn. Það er alveg með ólíkindum að flokkur sem státar sig af því að hafa fært Íslendingum frjálst útvarp stundi ritskoðun á sínum eigin fjölmiðlavettvangi. Stórir flokkar með skýra hugsjón - eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem ég skráði mig í var - eiga ekki að óttast opinskáar umræður um hvað megi betur fara. Það var óþægileg spenna í loftinu þar sem að menn biðu örvæntingarfullir eftir því að sjá hver viðbrögð forystu flokksins yrðu við könnun Maskínu, þar sem að Miðflokkurinn mældist með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn. Formaður flokksins reyndi þó að bæta fyrir ábyrgðarleysið, sem borið hefur á undanfarin ár, með því að segja að staðan sé að mestu leyti honum sjálfum að kenna. Hann notaði einnig þá myndlíkingu að Sjálfstæðisflokkurinn væri eins og íþróttalið sem má ekki bara leggjast í jörðina og grenja, heldur verður hann að standa af sér strauminn og þétta raðirnar til að ná betri árangri. Ef líkja á Sjálfstæðisflokknum við íþróttalið þá myndu allir íþróttasérfræðingar landsins vera sammála mér í því að „liðið“ þarf hreinlega að skipta um þjálfara. Ef þjálfarinn er ekki tilbúinn að láta af störfum þá er eðlilegt fyrir aðdáendur að krefjast þess að hann skipti um leikplan eða að leikmönnum sé skipt út. Það þarf allavega mikið að gerast ef að liðið á að komast á verðlaunapall þegar að leiktíðinni er lokið. Ungir sjálfstæðismenn leigðu út skilti þar sem stóð „13,9% - Hvað er planið?“. Niðurstaða fundarins bendir til þess að planið sé að vonast eftir því að Bjarni verði vinsæll eða að syndakladdi flokksins þurrkist út þegar að Bjarni fer. Það er álíka bjartsýnt og að bíða eftir því að Sigmundur Davíð eldi hakkið sitt. Staðan er einfaldlega sú að vildarpunktarnir eru runnir út og við erum á leið í næsta flug. Ef eitthvað á að breytast fyrir kosningar þá þurfa sjálfstæðismenn að vera samstíga í því að hreinsa húsið þannig hægt sé að taka á móti nýjum gestum. Fyrsta skrefið við að leysa vandamál er að horfast í augu við veruleikann og viðurkenna vandamálið sem er fyrir hendi. Við getum ekki lengur lifað í búbblu Valhallar. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn um helgina og er eitt sem stendur upp úr að fundi loknum. Vildarpunktar forystu Sjálfstæðisflokksins eru runnir út. Markmið fundarins var að ræða stöðu flokksins við forystuna. Ég spyr þá: Hvar átti sú umræða sér stað? Talað var um að opin umræða myndi eiga sér stað þar sem fundargestum gæfist færi á því að spyrja forystuna út í stöðu flokksins. Sú umræða hefur greinilega átt sér stað í lokuðu herbergi utan fundarins þar sem að eini maðurinn sem tók á móti spurningum var Óli Björn Kárason, fyrrverandi formaður þingflokksins. Það tengdist breytingartillögum vegna stjórnmálaályktunar. Ungir sjálfstæðismenn fengu ekki að taka til máls í pontu á fundinum en fengu þó klukkutíma pláss í beinni útsendingu á Youtube-rás flokksins. Sjálfur ætlaði ég að taka viðtal við sveitarstjórnarmenn um stöðu flokksins og hvaða breytingar þeir teldu að þyrfti að eiga sér stað til að endurheimta fylgi flokksins. Valhöll fékk sendar upplýsingar um umræðuefni og viðmælendur og ekki leið á löngu þar til að Valhöll hafði samband til baka og greindi frá því að að flokkurinn vildi ekki að staða flokksins yrði rædd út á við. Því þyrfti að taka fyrir annað umræðuefni. Þess í stað lagði starfsmaður Valhallar góðlátlega til að við myndum ræða fasteignamarkaðinn. Það er alveg með ólíkindum að flokkur sem státar sig af því að hafa fært Íslendingum frjálst útvarp stundi ritskoðun á sínum eigin fjölmiðlavettvangi. Stórir flokkar með skýra hugsjón - eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem ég skráði mig í var - eiga ekki að óttast opinskáar umræður um hvað megi betur fara. Það var óþægileg spenna í loftinu þar sem að menn biðu örvæntingarfullir eftir því að sjá hver viðbrögð forystu flokksins yrðu við könnun Maskínu, þar sem að Miðflokkurinn mældist með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn. Formaður flokksins reyndi þó að bæta fyrir ábyrgðarleysið, sem borið hefur á undanfarin ár, með því að segja að staðan sé að mestu leyti honum sjálfum að kenna. Hann notaði einnig þá myndlíkingu að Sjálfstæðisflokkurinn væri eins og íþróttalið sem má ekki bara leggjast í jörðina og grenja, heldur verður hann að standa af sér strauminn og þétta raðirnar til að ná betri árangri. Ef líkja á Sjálfstæðisflokknum við íþróttalið þá myndu allir íþróttasérfræðingar landsins vera sammála mér í því að „liðið“ þarf hreinlega að skipta um þjálfara. Ef þjálfarinn er ekki tilbúinn að láta af störfum þá er eðlilegt fyrir aðdáendur að krefjast þess að hann skipti um leikplan eða að leikmönnum sé skipt út. Það þarf allavega mikið að gerast ef að liðið á að komast á verðlaunapall þegar að leiktíðinni er lokið. Ungir sjálfstæðismenn leigðu út skilti þar sem stóð „13,9% - Hvað er planið?“. Niðurstaða fundarins bendir til þess að planið sé að vonast eftir því að Bjarni verði vinsæll eða að syndakladdi flokksins þurrkist út þegar að Bjarni fer. Það er álíka bjartsýnt og að bíða eftir því að Sigmundur Davíð eldi hakkið sitt. Staðan er einfaldlega sú að vildarpunktarnir eru runnir út og við erum á leið í næsta flug. Ef eitthvað á að breytast fyrir kosningar þá þurfa sjálfstæðismenn að vera samstíga í því að hreinsa húsið þannig hægt sé að taka á móti nýjum gestum. Fyrsta skrefið við að leysa vandamál er að horfast í augu við veruleikann og viðurkenna vandamálið sem er fyrir hendi. Við getum ekki lengur lifað í búbblu Valhallar. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálstæðismanna.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun