„Held að þetta hafi verið jafnteflisleikur sem við stálum í lokin” Árni Gísli Magnússon skrifar 1. september 2024 20:09 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Anton Brink Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var virkilega ánægður eftir torsóttan 3-2 útisigur gegn KA í fjörugum leik á Akureyri í dag. „Þetta er búið að vera langur og strembinn dagur frá því við mættum út á flugvöll klukkan 7:30 í morgun og enduðum svo á að lenda hérna korter í leik með tilheyrandi riðlun í undirbúningi. Aðstæður svakalega erfiðar, völlurinn náttúrulega þurr, mikill vindur, spila á móti hörkuliði þannig að þó leikurinn hafi ekki verið gæðamikill þá er ég gríðarlega ánægður með stigin þrjú.” Nokkuð hvasst var fyrir norðan sem hafði áhrif á leikinn en leikurinn var skemmtilegur og virtist vindurinn ekki hafa neitt alltof mikil áhrif á spilamennsku liðanna. „Hann var örugglega skemmtilegur, mikið fram og til baka, en gæðlítið, mikið af feilsendingum og vondum ákvörðunum og of opið kannski á köflum en örugglega skemmtilegt að horfa á hann og fullt af færum á báða bága og svoleiðis en ég hef séð betur spilaða leiki í sumar en jú skemmtilegur leikur og við tökum þessum sigri fagnandi.” Hvað skilur á milli liðanna í dag? “Ég held að það sé bara að Kristófer (Ingi Kristinsson) nýtti færið sitt sem þeir gerðu ekki í sókninni á undan, ég er ekki búinn að sjá þetta aftur en sýndist þeir fá góða stöðu til að komast yfir en svo klárar Kristófer þetta frábærlega og búinn að koma inn á núna tvo leiki í röð og skora gríðarlega mikilvæg mörk fyrir okkur og bara frábærlega gert hjá honum.” Breiðablik hefur verið að bæta leik sinn mikið undanfarið og safnað gríðarlega mikið af stigum sem er gott vegnaesti inn í úrslitakeppni efri hlutans. „Já, klárt mál og mér líður svona eins og öll þessi stig séu verðskulduð. Mér líður eins og Skagaleikurinn hafi verið mjög verðskuldaður sigur því mér fannst við frábærir í þeim leik. Ég held að þetta hafi verið jafnteflisleikur sem við stálum í lokin frekar en það þarf að gera það líka og auðvitað komnir með 46 stig eftir 21 leik sem er auðvitað bara frábær stigasöfnun á hvaða ári sem er en við getum ekki hætt þar, eigum núna sex leiki eftir, fjóra heimaleiki og þurfum að halda áfram að safna stigum.” Er Breiðablik að toppa á réttum tíma miðað við gengið undanfarið og með úrslitakeppnina framundan? Ég veit það ekki, ég ætla vona að við séum ekki búnir að toppa, eigum sex leiki eftir og erum búnir að vera á skriði núna, við þurfum að hafa báðar lappirnar á jörðinni og bara halda áfram. Nota þetta frí núna vel, það eru margir ansi lemstraðir hjá okkur og við þurfum bara svona að koma mönnum á lappir aftur og æfa svo vel í fríinu og koma svo inn með sama krafti þegar þetta byrjar aftur.” Damir Muminovic hefur misst af tveimur síðustu leikjum vegna meiðsla en Halldór á von á honum til baka fljótlega. „Ég vona allavega að hann verði í hóp í næsta leik, ég er bjartsýnn á það.” Besta deild karla Breiðablik KA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
„Þetta er búið að vera langur og strembinn dagur frá því við mættum út á flugvöll klukkan 7:30 í morgun og enduðum svo á að lenda hérna korter í leik með tilheyrandi riðlun í undirbúningi. Aðstæður svakalega erfiðar, völlurinn náttúrulega þurr, mikill vindur, spila á móti hörkuliði þannig að þó leikurinn hafi ekki verið gæðamikill þá er ég gríðarlega ánægður með stigin þrjú.” Nokkuð hvasst var fyrir norðan sem hafði áhrif á leikinn en leikurinn var skemmtilegur og virtist vindurinn ekki hafa neitt alltof mikil áhrif á spilamennsku liðanna. „Hann var örugglega skemmtilegur, mikið fram og til baka, en gæðlítið, mikið af feilsendingum og vondum ákvörðunum og of opið kannski á köflum en örugglega skemmtilegt að horfa á hann og fullt af færum á báða bága og svoleiðis en ég hef séð betur spilaða leiki í sumar en jú skemmtilegur leikur og við tökum þessum sigri fagnandi.” Hvað skilur á milli liðanna í dag? “Ég held að það sé bara að Kristófer (Ingi Kristinsson) nýtti færið sitt sem þeir gerðu ekki í sókninni á undan, ég er ekki búinn að sjá þetta aftur en sýndist þeir fá góða stöðu til að komast yfir en svo klárar Kristófer þetta frábærlega og búinn að koma inn á núna tvo leiki í röð og skora gríðarlega mikilvæg mörk fyrir okkur og bara frábærlega gert hjá honum.” Breiðablik hefur verið að bæta leik sinn mikið undanfarið og safnað gríðarlega mikið af stigum sem er gott vegnaesti inn í úrslitakeppni efri hlutans. „Já, klárt mál og mér líður svona eins og öll þessi stig séu verðskulduð. Mér líður eins og Skagaleikurinn hafi verið mjög verðskuldaður sigur því mér fannst við frábærir í þeim leik. Ég held að þetta hafi verið jafnteflisleikur sem við stálum í lokin frekar en það þarf að gera það líka og auðvitað komnir með 46 stig eftir 21 leik sem er auðvitað bara frábær stigasöfnun á hvaða ári sem er en við getum ekki hætt þar, eigum núna sex leiki eftir, fjóra heimaleiki og þurfum að halda áfram að safna stigum.” Er Breiðablik að toppa á réttum tíma miðað við gengið undanfarið og með úrslitakeppnina framundan? Ég veit það ekki, ég ætla vona að við séum ekki búnir að toppa, eigum sex leiki eftir og erum búnir að vera á skriði núna, við þurfum að hafa báðar lappirnar á jörðinni og bara halda áfram. Nota þetta frí núna vel, það eru margir ansi lemstraðir hjá okkur og við þurfum bara svona að koma mönnum á lappir aftur og æfa svo vel í fríinu og koma svo inn með sama krafti þegar þetta byrjar aftur.” Damir Muminovic hefur misst af tveimur síðustu leikjum vegna meiðsla en Halldór á von á honum til baka fljótlega. „Ég vona allavega að hann verði í hóp í næsta leik, ég er bjartsýnn á það.”
Besta deild karla Breiðablik KA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti