Verður veturinn nýja ferðamannatímabilið í Fjallabyggð? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. september 2024 15:06 Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri í Fjallabyggð, sem er ánægð með þann kraft, sem er nú í sveitarfélaginu enda byggt og byggt og atvinnuástand er þar með allra besta móti. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mannlíf og atvinnulíf blómstrar, sem aldrei fyrr í Fjallabyggð þessi misserin enda hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gera í sveitarfélaginu og nú. Bæjarstjórinn spáir því að veturinn verði nýja ferðamannatímabilið í sveitarfélaginu vegna góðrar skíðaaðstöðu. Fjallabyggð er sveitarfélag nyrst á Tröllaskaga sem varð til í júní 2006 þegar Ólafsfjarðarbær og Siglufjarðarkaupstaður sameinuðust. Siglufjörður og Ólafsfjörður eru fyrst og fremst sjávarútvegs- og fiskvinnslusamfélög þó það sé ýmis önnur fjölbreytt atvinnustarfsemi í Fjallabyggð. Bæjarstjóri Fjallabyggðar, Sigríður Ingvarsdóttir segir bjart yfir sveitarfélaginu og íbúum þess. „Við tölum um okkur hér, sem lögheimili loksins hérna í Fjallabyggð. Við erum alltaf með sól í sinni og við segjum að veður sé bara hugarburður. Og hér hafa verið hátíðir í allt sumar. Við erum búin að halda upp á berjadaga, sápuboltann, trylludaga og nú síðast Síldarævintýrið og þjóðlagahátíð, bara nefndu það,” segir Sigríður og heldur áfram. „Við erum komin upp í tæplega 2.030 íbúa og það er verið að byggja ný íbúðarhús og allskonar þjónustu, það er til dæmis ný búið að opna hérna Síldarkaffi, hið eina á landinu.” Sigríður segir mjög ánægjulegt að sjá allar þessar nýbyggingar á húsum. „Já, bæði hér á Siglufirði og í Ólafsfirði og við hlökkum bara til að taka á móti nýjum íbúum í þau húsakynni.” Íbúar Fjallabyggðar eru núna rétt rúmlega tvö þúsund og fer sífellt fjölgandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggst haustið og veturinn í íbúa Fjallabyggðar? „Haustið leggst bara vel í okkur. Við erum núna að klára framkvæmdir við að færa skíðasvæðið en við höfum gert mikið út á vetrardýrðina og vetrarparadísina hérna því við erum með eitt besta skíðasvæði á landinu og svo höfum við líka verið að gera bæði Ólafsfjörð og Siglufjörð út á gönguskíðanámskeið. Svo ég held að veturinn sé nýja ferðamannatímabilið hérna,” segir Sigríður. Og þetta hefur bæjarstjórinn að segja að lokum. „Já bara, hingað er gott að koma og hér er gott að búa og ég bið bara fólk að vera opið fyrir þeim möguleikum”. Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Fjallabyggð er sveitarfélag nyrst á Tröllaskaga sem varð til í júní 2006 þegar Ólafsfjarðarbær og Siglufjarðarkaupstaður sameinuðust. Siglufjörður og Ólafsfjörður eru fyrst og fremst sjávarútvegs- og fiskvinnslusamfélög þó það sé ýmis önnur fjölbreytt atvinnustarfsemi í Fjallabyggð. Bæjarstjóri Fjallabyggðar, Sigríður Ingvarsdóttir segir bjart yfir sveitarfélaginu og íbúum þess. „Við tölum um okkur hér, sem lögheimili loksins hérna í Fjallabyggð. Við erum alltaf með sól í sinni og við segjum að veður sé bara hugarburður. Og hér hafa verið hátíðir í allt sumar. Við erum búin að halda upp á berjadaga, sápuboltann, trylludaga og nú síðast Síldarævintýrið og þjóðlagahátíð, bara nefndu það,” segir Sigríður og heldur áfram. „Við erum komin upp í tæplega 2.030 íbúa og það er verið að byggja ný íbúðarhús og allskonar þjónustu, það er til dæmis ný búið að opna hérna Síldarkaffi, hið eina á landinu.” Sigríður segir mjög ánægjulegt að sjá allar þessar nýbyggingar á húsum. „Já, bæði hér á Siglufirði og í Ólafsfirði og við hlökkum bara til að taka á móti nýjum íbúum í þau húsakynni.” Íbúar Fjallabyggðar eru núna rétt rúmlega tvö þúsund og fer sífellt fjölgandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggst haustið og veturinn í íbúa Fjallabyggðar? „Haustið leggst bara vel í okkur. Við erum núna að klára framkvæmdir við að færa skíðasvæðið en við höfum gert mikið út á vetrardýrðina og vetrarparadísina hérna því við erum með eitt besta skíðasvæði á landinu og svo höfum við líka verið að gera bæði Ólafsfjörð og Siglufjörð út á gönguskíðanámskeið. Svo ég held að veturinn sé nýja ferðamannatímabilið hérna,” segir Sigríður. Og þetta hefur bæjarstjórinn að segja að lokum. „Já bara, hingað er gott að koma og hér er gott að búa og ég bið bara fólk að vera opið fyrir þeim möguleikum”.
Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira