Hrun hjá Everton og nýliðarnir náðu í fyrsta stigið Smári Jökull Jónsson skrifar 31. ágúst 2024 16:22 James Tarkowski trúir ekki sínum eigin augum eftir tap Everton gegn Bournemouth. Vísir/Getty Everton er enn án stiga í ensku úrvalsdeildinni eftir ótrúlegt tap gegn Bournemouth á heimavelli í dag. Þá nældi Aston Villa í þrjú stig þegar liðið heimsótti nýliða Leicester. Everton fer ekki vel af stað í enska boltanum þetta tímabilið. Liðið tapaði 3-0 gegn Brighton á heimavelli í fyrstu umferðinni og síðan 4-0 gegn Tottenham í annarri umferðinni. Í dag gegn Bournemouthe leit reyndar lengi vel út fyrir að lærisveinar Sean Dyche myndu ná að snúa blaðinu við. Eftir 0-0 stöðu í hálfleik komu reynsluboltarnir Michael Keane og Dominic Calvert-Lewin Everton í 2-0 með mörkum á 50. og 57. mínútu. Þannig var staðan staðan allt þar til þrjár mínútur voru til leikskoka. Þá minnkaði Antoine Semenyo muninn fyrir gestina og þegar komið var fram í uppbótartíma jafnaði Lewis Cook metin. Gestirnir létu hins vegar ekki þar við sitja. Luis Sinisterra skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótartíma og tryggði Bournemouth ótrúlegan sigur en liðið hefur ekki enn tapað leik í deildinni á tímabilinu. Góður sigur Villa og Hákon Rafn sat á bekknum Í Leicester tóku heimamenn á móti Aston Villa. Amadou Onana kom Villa yfir eftir sniðuga útfærslu á aukaspyrnu þar sem Youri Tielemans og Ollie Watkins unnu vel saman. Jhon Duran kom Villa í 2-0 í síðari hálfleik aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inn sem varamaður fyrir Watkins. Facundo Buonanotte minnkaði muninn fyrir Leicester sem komust þó ekki lengra og urðu því að sætta sig við 2-1 tap. Jhon Duran skoraði gott skallamark fyrir Aston Villa í dag.Vísir/Getty Nýliðar Ipswich náðu hins vegar í sitt fyrsta stig á tímabilinu þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Fulham á heimavelli. Heimamenn komust yfir á 15. mínútu með marki Liam Delap en Adama Traore jafnaði metin fyrir Fulham á 32. mínútu. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og urðu því að sættast á jafnan hlut. Þá vann Brentford sinn annan leik á tímabilinu þegar liðið tók á móti Southampton á heimavelli. Bryan Mbuemo skoraði tvö mörk í sitt hvorum hálfleiknum og Youane Wissa kom heimamönnum í 3-0 með marki á 69. mínútu. Yukinari Sugawara skoraði sárabótamark fyrir Southampton í uppbótartíma sem var að tapa sínum þriðja leik í jafnmörgum leikjum. Bryan Mbuemo átti góðan leik í dag og skoraði tvö mörk fyrir Brentford.Vísir/Getty Hákon Rafn Valdimarsson sat allan tímann á bekk Brentford eftir góða frammistöðu í vikunni í deildabikarnum. Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira
Everton fer ekki vel af stað í enska boltanum þetta tímabilið. Liðið tapaði 3-0 gegn Brighton á heimavelli í fyrstu umferðinni og síðan 4-0 gegn Tottenham í annarri umferðinni. Í dag gegn Bournemouthe leit reyndar lengi vel út fyrir að lærisveinar Sean Dyche myndu ná að snúa blaðinu við. Eftir 0-0 stöðu í hálfleik komu reynsluboltarnir Michael Keane og Dominic Calvert-Lewin Everton í 2-0 með mörkum á 50. og 57. mínútu. Þannig var staðan staðan allt þar til þrjár mínútur voru til leikskoka. Þá minnkaði Antoine Semenyo muninn fyrir gestina og þegar komið var fram í uppbótartíma jafnaði Lewis Cook metin. Gestirnir létu hins vegar ekki þar við sitja. Luis Sinisterra skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótartíma og tryggði Bournemouth ótrúlegan sigur en liðið hefur ekki enn tapað leik í deildinni á tímabilinu. Góður sigur Villa og Hákon Rafn sat á bekknum Í Leicester tóku heimamenn á móti Aston Villa. Amadou Onana kom Villa yfir eftir sniðuga útfærslu á aukaspyrnu þar sem Youri Tielemans og Ollie Watkins unnu vel saman. Jhon Duran kom Villa í 2-0 í síðari hálfleik aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inn sem varamaður fyrir Watkins. Facundo Buonanotte minnkaði muninn fyrir Leicester sem komust þó ekki lengra og urðu því að sætta sig við 2-1 tap. Jhon Duran skoraði gott skallamark fyrir Aston Villa í dag.Vísir/Getty Nýliðar Ipswich náðu hins vegar í sitt fyrsta stig á tímabilinu þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Fulham á heimavelli. Heimamenn komust yfir á 15. mínútu með marki Liam Delap en Adama Traore jafnaði metin fyrir Fulham á 32. mínútu. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og urðu því að sættast á jafnan hlut. Þá vann Brentford sinn annan leik á tímabilinu þegar liðið tók á móti Southampton á heimavelli. Bryan Mbuemo skoraði tvö mörk í sitt hvorum hálfleiknum og Youane Wissa kom heimamönnum í 3-0 með marki á 69. mínútu. Yukinari Sugawara skoraði sárabótamark fyrir Southampton í uppbótartíma sem var að tapa sínum þriðja leik í jafnmörgum leikjum. Bryan Mbuemo átti góðan leik í dag og skoraði tvö mörk fyrir Brentford.Vísir/Getty Hákon Rafn Valdimarsson sat allan tímann á bekk Brentford eftir góða frammistöðu í vikunni í deildabikarnum.
Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira