Orri Steinn kynntur til leiks hjá Sociedad: Staðfest dýrasta sala í sögu FC Kaupmannahafnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2024 21:20 Orri Steinn er opinberlega orðinn leikmaður Real Sociedad. @RealSociedad FC Kaupmannahöfn hefur staðfest að landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson hafi verið seldur til spænska efstu deildarliðsins Real Sociedad og hefur spænska liðið nú þegar kynnt hann til leiks. Orri Steinn varð um leið dýrasti leikmaður sem FCK hefur selt frá upphafi. Fyrr í dag var greint frá því að Orri Steinn væri á leið til Sociedad en FCK hafði þegar neitað tilboði frá spænska liðinu í sumar. Í kvöld birtist svo mynd af leikmanninum í einkaflugvél á leið til Spánar ásamt umboðsmanni sínum. Nú hefur FCK staðfest söluna á þessum tvítuga framherja sem hefur byrjað yfirstandandi tímabil af miklum krafti. Hann gekk í raðir FC Kaupmannahafnar frá Gróttu árið 2020 og var seldur tæpum fjórum árum síðar á 20 milljónir evra eða þrjá milljarða íslenskra króna. Staðgreiðir Sociedad leikmanninn. Tímabilið 2021-22 varð hann markahæsti leikmaður U-19 ára deildarinnar í Danmörku þar sem hann skoraði alls 29 mörk. Síðan hann fór að spila með aðalliði félagsins hefur hann skorað 23 mörk í 62 leikjum, þar af sjö í upphafi þessarar leiktíðar. „Ég bjóst ekki við því að ég myndi yfirgefa FCK á þessum tímapunkti. Ég skrifaði nýverið undir nýjan samning og bjóst því ekki við að vera á förum. En ég get ekki sagt nei við því að verða aðalframherji í jafn góðu liði og Real Sociedad í jafn sterkri deild og La Liga,“ sagði Orri Steinn í viðtali við vefsíðu FCK. „ég vonast til að hafa hjálpað FCK að komast á betri stað þó það sárt að kveðja félagið, borgina og alla vini mína í Kaupmannahöfn. Ég á svo mörgu fólki svo mikið að þakka og verð að eilífu þakklátur þeirri kennslu sem ég hef fengið bæði innan vallar sem utan,“ sagði framherjinn sjálfur að lokum. F.C. København sælger Orri Óskarsson til den spanske storklub Real Sociedad. Klubberne er blevet enige om en transfer, der sætter ny rekord for F.C. København. #fcklive https://t.co/ubfCwGTc0x— F.C. København (@FCKobenhavn) August 30, 2024 Þá hefur Real Sociedad kynnt íslenska framherjann til leiks með myndbandi og mynd á samfélagsmiðlum sínum. Á myndinni, sem er efst í fréttinni, er víkingurinn Orri boðinn velkominn til San Sebastian. Í myndbandinu má svo sjá bæði mörk og stoðsendingar hans fyrir FCK, Sönderjyske og yngri landslið Íslands. ✨ 𝐏𝐫𝐞𝐬𝐞𝐧𝐭 𝐚𝐧𝐝 𝐟𝐮𝐭𝐮𝐫𝐞#ÓskarssonTxuriUrdin pic.twitter.com/UPNfodwgke— Real Sociedad 🇺🇸 🇬🇧 (@RealSociedadEN) August 30, 2024 Fótbolti Danski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að Orri Steinn væri á leið til Sociedad en FCK hafði þegar neitað tilboði frá spænska liðinu í sumar. Í kvöld birtist svo mynd af leikmanninum í einkaflugvél á leið til Spánar ásamt umboðsmanni sínum. Nú hefur FCK staðfest söluna á þessum tvítuga framherja sem hefur byrjað yfirstandandi tímabil af miklum krafti. Hann gekk í raðir FC Kaupmannahafnar frá Gróttu árið 2020 og var seldur tæpum fjórum árum síðar á 20 milljónir evra eða þrjá milljarða íslenskra króna. Staðgreiðir Sociedad leikmanninn. Tímabilið 2021-22 varð hann markahæsti leikmaður U-19 ára deildarinnar í Danmörku þar sem hann skoraði alls 29 mörk. Síðan hann fór að spila með aðalliði félagsins hefur hann skorað 23 mörk í 62 leikjum, þar af sjö í upphafi þessarar leiktíðar. „Ég bjóst ekki við því að ég myndi yfirgefa FCK á þessum tímapunkti. Ég skrifaði nýverið undir nýjan samning og bjóst því ekki við að vera á förum. En ég get ekki sagt nei við því að verða aðalframherji í jafn góðu liði og Real Sociedad í jafn sterkri deild og La Liga,“ sagði Orri Steinn í viðtali við vefsíðu FCK. „ég vonast til að hafa hjálpað FCK að komast á betri stað þó það sárt að kveðja félagið, borgina og alla vini mína í Kaupmannahöfn. Ég á svo mörgu fólki svo mikið að þakka og verð að eilífu þakklátur þeirri kennslu sem ég hef fengið bæði innan vallar sem utan,“ sagði framherjinn sjálfur að lokum. F.C. København sælger Orri Óskarsson til den spanske storklub Real Sociedad. Klubberne er blevet enige om en transfer, der sætter ny rekord for F.C. København. #fcklive https://t.co/ubfCwGTc0x— F.C. København (@FCKobenhavn) August 30, 2024 Þá hefur Real Sociedad kynnt íslenska framherjann til leiks með myndbandi og mynd á samfélagsmiðlum sínum. Á myndinni, sem er efst í fréttinni, er víkingurinn Orri boðinn velkominn til San Sebastian. Í myndbandinu má svo sjá bæði mörk og stoðsendingar hans fyrir FCK, Sönderjyske og yngri landslið Íslands. ✨ 𝐏𝐫𝐞𝐬𝐞𝐧𝐭 𝐚𝐧𝐝 𝐟𝐮𝐭𝐮𝐫𝐞#ÓskarssonTxuriUrdin pic.twitter.com/UPNfodwgke— Real Sociedad 🇺🇸 🇬🇧 (@RealSociedadEN) August 30, 2024
Fótbolti Danski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti