Tölvuleikir auðvelda krökkum að kynnast og upplifa sögur Atli Már Guðfinsson skrifar 2. september 2024 10:34 Frá KIA Íslandsmeistaramótinu sem var haldið 27. - 28. apríl 2024 Mun fleiri strákar (98%) en stelpur (71%) í grunnskóla spila tölvuleiki og munurinn eykst eftir aldri en í framhaldsskóla er hlutfall stráka 91% og stelpna 55%. Stelpum sem spila tölvuleiki fækkar verulega með hækkandi aldri en hlutfall strákanna er stöðugra þegar í framhaldsskóla er komið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í víðtækri spurningakönnun, Börn og netmiðlar, sem Menntavísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Fjölmiðlanefnd meðal tæplega 6000 grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum 9-18 ára í 53 grunnskólum og 25 framhaldsskólum. Tölvuleikir eru félagsleg athöfn Nær sex af hverjum tíu þátttakendum á unglingastigi og í framhaldsskóla líta á spilun tölvuleikja sem félagslegt atferli. Hlutfallið er lægst meðal nemenda í 4.-7 bekk þar sem um fjórir af tíu eru sammála fullyrðingunni (42%). Mikill meirihluti 9-18 ára þátttakenda telja tölvuleiki bæta enskukunnáttu þeirra en rúmlega sex af hverjum tíu taka undir þá fullyrðingu. Þá telur tæpur helmingur nemenda á unglingastigi og í framhaldsskóla að tölvuleikir séu góð leið til að upplifa sögur. Þriðjungur nemenda í 4.-7. bekk segist sammála því að þeir læri mikið af því að spila tölvuleiki. Hlutfallið er nokkuð hærra meðal nemenda í 8.-10. bekk (45%) og í framhaldsskóla (37%). Minecraft vinsælastur Þegar spurt var um hvaða tölvuleiki krakkarnir spiluðu mest reyndist Roblox vinsælastur hjá stelpum í 4.- 7. bekk en Minecraft hjá strákunum. Mincraft, Among Us, Fortnite og FIFA komu næstir hjá stelpunum en Fortnite, FIFA, Rocket League og Roblox hjá strákum. Þegar komið er upp á unglingastig breytist staðan aðeins. Minecraft heldur fyrsta sætinu hjá strákum í 8.-10. bekk og kemst einnig á toppinn hjá stelpunum. Call of Duty, FIFA, Grand Theft Auto og Rocket Leauge fylla næstu fjögur sæti á lista strákanna en hjá stelpunum eru það: The Sims, Grand Theft Auto, Call of Duty og Among Us. Skýrsluna má finna í heild á vef Fjölmiðlanefndar. Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti
Þetta er meðal þess sem kemur fram í víðtækri spurningakönnun, Börn og netmiðlar, sem Menntavísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Fjölmiðlanefnd meðal tæplega 6000 grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum 9-18 ára í 53 grunnskólum og 25 framhaldsskólum. Tölvuleikir eru félagsleg athöfn Nær sex af hverjum tíu þátttakendum á unglingastigi og í framhaldsskóla líta á spilun tölvuleikja sem félagslegt atferli. Hlutfallið er lægst meðal nemenda í 4.-7 bekk þar sem um fjórir af tíu eru sammála fullyrðingunni (42%). Mikill meirihluti 9-18 ára þátttakenda telja tölvuleiki bæta enskukunnáttu þeirra en rúmlega sex af hverjum tíu taka undir þá fullyrðingu. Þá telur tæpur helmingur nemenda á unglingastigi og í framhaldsskóla að tölvuleikir séu góð leið til að upplifa sögur. Þriðjungur nemenda í 4.-7. bekk segist sammála því að þeir læri mikið af því að spila tölvuleiki. Hlutfallið er nokkuð hærra meðal nemenda í 8.-10. bekk (45%) og í framhaldsskóla (37%). Minecraft vinsælastur Þegar spurt var um hvaða tölvuleiki krakkarnir spiluðu mest reyndist Roblox vinsælastur hjá stelpum í 4.- 7. bekk en Minecraft hjá strákunum. Mincraft, Among Us, Fortnite og FIFA komu næstir hjá stelpunum en Fortnite, FIFA, Rocket League og Roblox hjá strákum. Þegar komið er upp á unglingastig breytist staðan aðeins. Minecraft heldur fyrsta sætinu hjá strákum í 8.-10. bekk og kemst einnig á toppinn hjá stelpunum. Call of Duty, FIFA, Grand Theft Auto og Rocket Leauge fylla næstu fjögur sæti á lista strákanna en hjá stelpunum eru það: The Sims, Grand Theft Auto, Call of Duty og Among Us. Skýrsluna má finna í heild á vef Fjölmiðlanefndar.
Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti