Svarar engu um framboð til formanns Oddur Ævar Gunnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. ágúst 2024 13:05 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands og formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Arnar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. Bjarni segist mjög óánægður með 13,9 prósenta fylgi flokksins í nýrri könnun Maskínu. Hann segir að lyfta þurfi stefnumálum flokksins hærra. „Við erum mjög óánægð með að mælast þetta lág og verðum að taka það til okkar að við erum ekki að ná í gegn. Það hafa verið krefjandi aðstæður, meðal annars út af verðbólgunni, sem eru ekki að hjálpa okkur í þessu tilliti en nú er hún að lækka og við ætlum að halda áfram í baráttunni fyrir því að bæta lífskjörin.“ Aldrei tekið sinni stöðu sem sjálfsögðum hlut Bjarni segist aldrei hafa tekið sinni stöðu sem forrystumanns í flokknum sem sjálfsögðum hlut. Menn sem þekki söguna viti að hann hafi alltaf af auðmýkt boðið sína krafta fram. „Þannig verður það næst, að ég mun hugsa til landsfundarins sem uppgjörs, sem tækifæri flokksmanna til þess að velja forrystu inn í framtíðina. En í millitíðinni, áður en til landsfundar kemur, þá er ég að vinna alla daga, hörðum höndum að því að snúa þeirri stöðu við sem við horfum fram á í dag.“ Ætlarðu að gefa kost á þér til áframhaldandi formennsku á landsfundinum? „Það er mál sem ég verð að taka afstöðu til þegar nær dregur. Í dag er ég hér að starfa sem forsætisráðherra, í ríkisstjórn sem er með stjórnarsáttmála og þingið framundan, það eru verkefnin sem ég ætla að einbeita mér að núna og svo met ég stöðuna þegar nær dregur.“ Enginn beri meiri ábyrgð Bjarni segir engan bera meiri ábyrgð á stöðu flokksins heldur en formaður hans. Hann segist taka það til sín. „Ég er hinsvegar í baráttunni. Ég er alla daga að mæta til vinnu til þess að hafa áhrif, stefna flokksins nái í gegn. Sú barátta stendur yfir og ég er bjartsýnn á að við getum notað tímann til þess að ná árangri, getum snúið þessari stöðu við.“ Skerpa þurfi á stefnumálum flokksins í samtali við þjóðina og stilla upp öflugum framboðslistum um allt land. Fara í samtal um þau gildi sem flokkurinn trúi að skipti mestu fyrir þjóðina inn í framtíðina. Yfirlit yfir fylgi flokka í könnunum Maskínu.Grafík/Sara Mikill þorsti í að ræða stöðuna Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á morgun. Bjarni segist halda að það sé mikill þorsti hjá flokksmönnum að ræða stöðu flokksins. Hvernig flokkurinn eigi að bregðast við og hvað sé líklegast til að tryggja áframhaldandi árangur fyrir flokkinn. „Við segjum gjarnan og við teljum að sagan sýni það að þegar Sjálfstæðisflokknum gengur vel þá gengur þjóðinni vel, þess vegna teljum við að það sé gríðarlega mikið undir.“ Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Bjarni segist mjög óánægður með 13,9 prósenta fylgi flokksins í nýrri könnun Maskínu. Hann segir að lyfta þurfi stefnumálum flokksins hærra. „Við erum mjög óánægð með að mælast þetta lág og verðum að taka það til okkar að við erum ekki að ná í gegn. Það hafa verið krefjandi aðstæður, meðal annars út af verðbólgunni, sem eru ekki að hjálpa okkur í þessu tilliti en nú er hún að lækka og við ætlum að halda áfram í baráttunni fyrir því að bæta lífskjörin.“ Aldrei tekið sinni stöðu sem sjálfsögðum hlut Bjarni segist aldrei hafa tekið sinni stöðu sem forrystumanns í flokknum sem sjálfsögðum hlut. Menn sem þekki söguna viti að hann hafi alltaf af auðmýkt boðið sína krafta fram. „Þannig verður það næst, að ég mun hugsa til landsfundarins sem uppgjörs, sem tækifæri flokksmanna til þess að velja forrystu inn í framtíðina. En í millitíðinni, áður en til landsfundar kemur, þá er ég að vinna alla daga, hörðum höndum að því að snúa þeirri stöðu við sem við horfum fram á í dag.“ Ætlarðu að gefa kost á þér til áframhaldandi formennsku á landsfundinum? „Það er mál sem ég verð að taka afstöðu til þegar nær dregur. Í dag er ég hér að starfa sem forsætisráðherra, í ríkisstjórn sem er með stjórnarsáttmála og þingið framundan, það eru verkefnin sem ég ætla að einbeita mér að núna og svo met ég stöðuna þegar nær dregur.“ Enginn beri meiri ábyrgð Bjarni segir engan bera meiri ábyrgð á stöðu flokksins heldur en formaður hans. Hann segist taka það til sín. „Ég er hinsvegar í baráttunni. Ég er alla daga að mæta til vinnu til þess að hafa áhrif, stefna flokksins nái í gegn. Sú barátta stendur yfir og ég er bjartsýnn á að við getum notað tímann til þess að ná árangri, getum snúið þessari stöðu við.“ Skerpa þurfi á stefnumálum flokksins í samtali við þjóðina og stilla upp öflugum framboðslistum um allt land. Fara í samtal um þau gildi sem flokkurinn trúi að skipti mestu fyrir þjóðina inn í framtíðina. Yfirlit yfir fylgi flokka í könnunum Maskínu.Grafík/Sara Mikill þorsti í að ræða stöðuna Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á morgun. Bjarni segist halda að það sé mikill þorsti hjá flokksmönnum að ræða stöðu flokksins. Hvernig flokkurinn eigi að bregðast við og hvað sé líklegast til að tryggja áframhaldandi árangur fyrir flokkinn. „Við segjum gjarnan og við teljum að sagan sýni það að þegar Sjálfstæðisflokknum gengur vel þá gengur þjóðinni vel, þess vegna teljum við að það sé gríðarlega mikið undir.“
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent