Fær prik fyrir hreinskilnina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2024 09:00 Versta staða sem ríki getur verið í innan Evrópusambandsins, þegar kemur að möguleikum á því að hafa áhrif á ákvarðanir á vettvangi þess, er að vera fámennt ríki á jaðri sambandsins. Vægi ríkja innan Evrópusambandsins fer þannig fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Þá eru ríki á jaðri sambandsins mun líklegri en önnur til þess að hafa hagsmuni sem ekki eiga samleið með hagsmunum fjölmennustu ríkja þess. Hið ágætasta tækifæri til þess að fjalla um þetta kom með grein Róberts Björnssonar á Vísir.is í vikunni þó hann hafi reyndar virzt talsvert uppteknari af því að ég skuli nota bókstafinn „z“ líkt og ófáir skoðanabræður hans og að væna mig að ósekju um að þiggja greiðslur fyrir greinarskrif á Vísir.is og það frá helzta samkeppnisaðilanum Morgunblaðinu en að reyna að færa einhver haldbær rök fyrir sínum eigin málstað. Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið yrði landið ekki aðeins það fámennasta innan sambandsins heldur sömuleiðis á yzta jaðri þess. Ísland fengi fyrir vikið einungis sex þingmenn af 720 á þing Evrópusambandsins eða á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði síðan margfalt verri í ráðherraráði sambandins, valdamestu stofnun þess, eða allajafna um 0,08% sem væri einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Til verði evrópskt sambandsríki Mjög áhugavert er að Róbert skuli telja beinlínis æskilegt að vægi Íslands innan Evrópusambandsins tæki mið af íbúafjölda landsins og að kjörnir fulltrúar íslenzkra kjósenda hefðu sem minnst um málin innan sambandsins að segja og þar með flest okkar mál. Ekki sízt í ljósi tals Evrópusambandssinna um að ganga þyrfti þar inn til þess að hafa áhrif sem þó yrðu að vísu sáralítil. Róbert fær auðvitað prik fyrir hreinskilnina. Milliríkja- og alþjóðasamstarf miðast allajafna við það að ríki sitji við sama borð á jafnræðisgrunni þegar teknar eru ákvarðanir. Eitt ríki, eitt atkvæði. Hins vegar er Evrópusambandið komið langt út fyrir það geta talizt slíkt samstarf bæði að umfangi og eðli. Áherzla sambandsins á það að íbúafjöldi ráði vægi ríkja þess er hins vegar eðlileg í ljósi lokamarkmiðs samrunaþróunarinnar að til verði að lokum sambandsríki. Vegna stöðu sinnar sem fjölmennustu ríki Evrópusambandsins eru Þýzkaland og Frakkland í lykilstöðu þegar ákvarðanir eru teknar innan sambandsins. Ekki sízt í ráðherraráði þess. Þá hafa ráðamenn ríkjanna tveggja undanfarin 60 ár fundað áður en ákvarðanir hafa verið teknar á vettvangi Evrópusambandsins og forvera þess og samræmt afstöðu sína og þannig í vaxandi mæli haft í raun bæði tögl og haldir. Hvorki sjávar- né orkuauðlindir Málflutningur Róberts byggir á þeirri forsendu að staða Íslands innan Evrópusambandsins yrði hliðstæð á við Lúxemborg af þeirri einu ástæðu að um sé að ræða fámennt ríki innan sambandsins þó um 70% fleiri búi reyndar þar en hér á landi. Hins vegar á Lúxemborg fátt sameiginlegt með Íslandi þegar hagsmunir ríkjanna eru annars vegar. Lúxemborg býr þannig til að mynda hvorki yfir sjávar- né orkuauðlindum. Mikilvægasta atvinnugrein Lúxemborgar er fjármálastarfsemi sem á stóran þátt í ríkidæmi landsins. Mikill fjöldi fyrirtækja er skráður í landinu einkum vegna stöðu þess sem skattaskjóls. Hvað ríkidæmi varðar eru einungis Lúxemborg og þrjú önnur ríki Evrópusambandsins ríkari en Ísland miðað við verga landsframleiðslu á mann af 27 ríkjum þess. Sama á við um lífsgæði. Með öðrum orðum er um að ræða undantekningar. Vegna fámennis hefur Lúxemborg allajafna sáralítið vægi þegar ákvarðanir eru teknar innan Evrópusambandsins en einkum vegna landfræðilegrar legu hertogadæmisins með landamæri bæði að Þýzkalandi og Frakklandi og hliðstæðra efnahagslegra aðstæðna, fyrir utan skattaskjólið, eru miklar líkur á því að ákvarðanir sem teknar eru einkum með tilliti til hagsmuna fjölmennustu ríkjanna henti þeim einnig afar vel. Hjálpað við skattaundanskot Helzta afrek Lúxemborgar innan Evrópusambandsins að mati Róberts er annars það að hafa átt þrjá forseta framkvæmdarstjórnar þess. Síðast Jean Claude Juncker sem gegndi embættinu 2014-2019 en var áður forsætisráðherra landsins 1995-2013. Hins vegar er rétt að hafa í huga að þeir sem sitja í framkvæmdastjórninni eru ekki fulltrúar heimalanda sinna heldur aðeins embættismenn sambandsins. Hvað Juncker annars varðar gerðu stjórnvöld í Lúxemborg hundruð leynilegra samninga við stórfyrirtæki í tíð hans sem forsætisráðherra sem miðuðu að því að aðstoða þau við að komast undan skattgreiðslum. Juncker neyddist á endanum til þess að segja af sér vegna ásakana um spillingu í tengslum við leyniþjónustu landsins. Það kom þó ekki í veg fyrir það að hann yrði ári síðar forseti framkvæmdastjórnarinnar. Fjöldi þeirra sem setið hafa í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í gegnum árin með ýmis konar spillingarmál eða ásakanir um slíkt á bakinu er raunar slíkur að halda mætti að um hæfniskröfu væri að ræða. Þar á meðal er núverandi forseti framkvæmdastjórnarinnar, Ursula von der Leyen. Varla þarf að koma á óvart að einungis 4% íbúa ríkja sambandsins treysti stofnunum þess bezt til að taka á spillingarmálum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Versta staða sem ríki getur verið í innan Evrópusambandsins, þegar kemur að möguleikum á því að hafa áhrif á ákvarðanir á vettvangi þess, er að vera fámennt ríki á jaðri sambandsins. Vægi ríkja innan Evrópusambandsins fer þannig fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Þá eru ríki á jaðri sambandsins mun líklegri en önnur til þess að hafa hagsmuni sem ekki eiga samleið með hagsmunum fjölmennustu ríkja þess. Hið ágætasta tækifæri til þess að fjalla um þetta kom með grein Róberts Björnssonar á Vísir.is í vikunni þó hann hafi reyndar virzt talsvert uppteknari af því að ég skuli nota bókstafinn „z“ líkt og ófáir skoðanabræður hans og að væna mig að ósekju um að þiggja greiðslur fyrir greinarskrif á Vísir.is og það frá helzta samkeppnisaðilanum Morgunblaðinu en að reyna að færa einhver haldbær rök fyrir sínum eigin málstað. Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið yrði landið ekki aðeins það fámennasta innan sambandsins heldur sömuleiðis á yzta jaðri þess. Ísland fengi fyrir vikið einungis sex þingmenn af 720 á þing Evrópusambandsins eða á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði síðan margfalt verri í ráðherraráði sambandins, valdamestu stofnun þess, eða allajafna um 0,08% sem væri einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Til verði evrópskt sambandsríki Mjög áhugavert er að Róbert skuli telja beinlínis æskilegt að vægi Íslands innan Evrópusambandsins tæki mið af íbúafjölda landsins og að kjörnir fulltrúar íslenzkra kjósenda hefðu sem minnst um málin innan sambandsins að segja og þar með flest okkar mál. Ekki sízt í ljósi tals Evrópusambandssinna um að ganga þyrfti þar inn til þess að hafa áhrif sem þó yrðu að vísu sáralítil. Róbert fær auðvitað prik fyrir hreinskilnina. Milliríkja- og alþjóðasamstarf miðast allajafna við það að ríki sitji við sama borð á jafnræðisgrunni þegar teknar eru ákvarðanir. Eitt ríki, eitt atkvæði. Hins vegar er Evrópusambandið komið langt út fyrir það geta talizt slíkt samstarf bæði að umfangi og eðli. Áherzla sambandsins á það að íbúafjöldi ráði vægi ríkja þess er hins vegar eðlileg í ljósi lokamarkmiðs samrunaþróunarinnar að til verði að lokum sambandsríki. Vegna stöðu sinnar sem fjölmennustu ríki Evrópusambandsins eru Þýzkaland og Frakkland í lykilstöðu þegar ákvarðanir eru teknar innan sambandsins. Ekki sízt í ráðherraráði þess. Þá hafa ráðamenn ríkjanna tveggja undanfarin 60 ár fundað áður en ákvarðanir hafa verið teknar á vettvangi Evrópusambandsins og forvera þess og samræmt afstöðu sína og þannig í vaxandi mæli haft í raun bæði tögl og haldir. Hvorki sjávar- né orkuauðlindir Málflutningur Róberts byggir á þeirri forsendu að staða Íslands innan Evrópusambandsins yrði hliðstæð á við Lúxemborg af þeirri einu ástæðu að um sé að ræða fámennt ríki innan sambandsins þó um 70% fleiri búi reyndar þar en hér á landi. Hins vegar á Lúxemborg fátt sameiginlegt með Íslandi þegar hagsmunir ríkjanna eru annars vegar. Lúxemborg býr þannig til að mynda hvorki yfir sjávar- né orkuauðlindum. Mikilvægasta atvinnugrein Lúxemborgar er fjármálastarfsemi sem á stóran þátt í ríkidæmi landsins. Mikill fjöldi fyrirtækja er skráður í landinu einkum vegna stöðu þess sem skattaskjóls. Hvað ríkidæmi varðar eru einungis Lúxemborg og þrjú önnur ríki Evrópusambandsins ríkari en Ísland miðað við verga landsframleiðslu á mann af 27 ríkjum þess. Sama á við um lífsgæði. Með öðrum orðum er um að ræða undantekningar. Vegna fámennis hefur Lúxemborg allajafna sáralítið vægi þegar ákvarðanir eru teknar innan Evrópusambandsins en einkum vegna landfræðilegrar legu hertogadæmisins með landamæri bæði að Þýzkalandi og Frakklandi og hliðstæðra efnahagslegra aðstæðna, fyrir utan skattaskjólið, eru miklar líkur á því að ákvarðanir sem teknar eru einkum með tilliti til hagsmuna fjölmennustu ríkjanna henti þeim einnig afar vel. Hjálpað við skattaundanskot Helzta afrek Lúxemborgar innan Evrópusambandsins að mati Róberts er annars það að hafa átt þrjá forseta framkvæmdarstjórnar þess. Síðast Jean Claude Juncker sem gegndi embættinu 2014-2019 en var áður forsætisráðherra landsins 1995-2013. Hins vegar er rétt að hafa í huga að þeir sem sitja í framkvæmdastjórninni eru ekki fulltrúar heimalanda sinna heldur aðeins embættismenn sambandsins. Hvað Juncker annars varðar gerðu stjórnvöld í Lúxemborg hundruð leynilegra samninga við stórfyrirtæki í tíð hans sem forsætisráðherra sem miðuðu að því að aðstoða þau við að komast undan skattgreiðslum. Juncker neyddist á endanum til þess að segja af sér vegna ásakana um spillingu í tengslum við leyniþjónustu landsins. Það kom þó ekki í veg fyrir það að hann yrði ári síðar forseti framkvæmdastjórnarinnar. Fjöldi þeirra sem setið hafa í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í gegnum árin með ýmis konar spillingarmál eða ásakanir um slíkt á bakinu er raunar slíkur að halda mætti að um hæfniskröfu væri að ræða. Þar á meðal er núverandi forseti framkvæmdastjórnarinnar, Ursula von der Leyen. Varla þarf að koma á óvart að einungis 4% íbúa ríkja sambandsins treysti stofnunum þess bezt til að taka á spillingarmálum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar