Meiri skjálftavirkni en í fyrri gosum Lovísa Arnardóttir skrifar 29. ágúst 2024 17:58 Eldgosið við Sundhnúksgígaröðina. Vísir/Vilhelm Síðustu sólarhringa hefur virknin í eldgosinu haldist nokkuð stöðug. Enn eru tveir meginstrókar virkir og eru enn nokkuð kröftugir samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar. Hraun flæðir að mestu til norðvesturs en einnig til austurs. Meginstraumurinn er til norðvesturs en framrásin er mjög hæg. Meiri jarðskjálftavirkni mælist nú í en í fyrri gosum á svæðinu en Veðurstofan telur líklegt að það sé vegna staðsetningar eldgossins en það er norðar nú en áður. Í tilkynningu segir að um tuttugu skjálftar hafi mælst í kvikuganginum síðasta sólarhring og 110 skjálftar síðan á mánudag, 26. ágúst. Það er að mestu bundið við virka gossvæðið. Þá mælist einnig enn landsig í Svartsengi en í tilkynningu segir að það sé að hægja á því. Það sé svipuð þróun og í síðasta gosi og kvikuhólfið því enn að tæmast hraðar en flæðir inn í það. Þá kemur fram í tilkynningunni að hættumat hafi verið uppfært og gildi að öllu óbreyttu til 3. september, til þriðjudags í næstu viku. Helstu breytingarnar eru samkvæmt tilkynningunni á svæði 1 sem fer úr töluverðri (appelsínugul) hættu í nokkur (gul) hætta. Hætumatið gildir frá því í dag til næsta þriðjudags.Mynd/Veðurstofan „Breytingin er gerð með tilliti til minni hættu vegna hraunflæði, gasmengunar og gjóskufalls. Minni gasmengun hefur einnig áhrif á Svæði 4 (Grindavík) og 7 samkvæmt gasdreifingarspá næstu daga. Svæðið innan brotalínunnar á Svæði 5 táknar líklega þróun hraunsins eftir nokkra daga,“ segir í tilkynningunni. Gasdreifingarspá fyrir daginn í dag er norðvestan 3-8 m/s og fer gasmengun í suðaustur. Snýst í vestan- og suðvestanátt í kvöld og þá blæs gasinu í austur og norðaustur yfir suðvestanvert landið. Á morgun er sunnan 10-15 (föstudag) og mengunin berst norður yfir Voga á Vatnsleysuströnd. Upplýsingar um loftgæði er að finna á vef Umhverfisstofnunar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Flýgur þyrlunni á myndbandinu og braut engar reglur Þyrluflugmaður segir að drónaflugmenn hafi verið að fljúga drónum sínum alltof hátt við gosstöðvarnar síðustu daga, og það skapi hættu fyrir þyrlur. Drónaflugmaður segir að það séu pottþétt einhverjir drónaflugmenn sem fljúgi of hátt, en það sé aðallega almenningur með dróna. 29. ágúst 2024 11:09 Betra að blása eða skola nornahárin af til að koma í veg fyrir skemmdir Bergrún Arna Óladóttir, gjóskulagafræðingur á Veðurstofu Íslands, segir nornahár ekki ný af nálinni. Það þurfi ekki að óttast þau en hún hvetur þó fólk frekar til að skola eða blása þau burt en að bursta þau eða nudda þau burt liggi þau á bíl eða trampólíni. Bergrún ræddi nornahárin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 28. ágúst 2024 21:02 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Meiri jarðskjálftavirkni mælist nú í en í fyrri gosum á svæðinu en Veðurstofan telur líklegt að það sé vegna staðsetningar eldgossins en það er norðar nú en áður. Í tilkynningu segir að um tuttugu skjálftar hafi mælst í kvikuganginum síðasta sólarhring og 110 skjálftar síðan á mánudag, 26. ágúst. Það er að mestu bundið við virka gossvæðið. Þá mælist einnig enn landsig í Svartsengi en í tilkynningu segir að það sé að hægja á því. Það sé svipuð þróun og í síðasta gosi og kvikuhólfið því enn að tæmast hraðar en flæðir inn í það. Þá kemur fram í tilkynningunni að hættumat hafi verið uppfært og gildi að öllu óbreyttu til 3. september, til þriðjudags í næstu viku. Helstu breytingarnar eru samkvæmt tilkynningunni á svæði 1 sem fer úr töluverðri (appelsínugul) hættu í nokkur (gul) hætta. Hætumatið gildir frá því í dag til næsta þriðjudags.Mynd/Veðurstofan „Breytingin er gerð með tilliti til minni hættu vegna hraunflæði, gasmengunar og gjóskufalls. Minni gasmengun hefur einnig áhrif á Svæði 4 (Grindavík) og 7 samkvæmt gasdreifingarspá næstu daga. Svæðið innan brotalínunnar á Svæði 5 táknar líklega þróun hraunsins eftir nokkra daga,“ segir í tilkynningunni. Gasdreifingarspá fyrir daginn í dag er norðvestan 3-8 m/s og fer gasmengun í suðaustur. Snýst í vestan- og suðvestanátt í kvöld og þá blæs gasinu í austur og norðaustur yfir suðvestanvert landið. Á morgun er sunnan 10-15 (föstudag) og mengunin berst norður yfir Voga á Vatnsleysuströnd. Upplýsingar um loftgæði er að finna á vef Umhverfisstofnunar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Flýgur þyrlunni á myndbandinu og braut engar reglur Þyrluflugmaður segir að drónaflugmenn hafi verið að fljúga drónum sínum alltof hátt við gosstöðvarnar síðustu daga, og það skapi hættu fyrir þyrlur. Drónaflugmaður segir að það séu pottþétt einhverjir drónaflugmenn sem fljúgi of hátt, en það sé aðallega almenningur með dróna. 29. ágúst 2024 11:09 Betra að blása eða skola nornahárin af til að koma í veg fyrir skemmdir Bergrún Arna Óladóttir, gjóskulagafræðingur á Veðurstofu Íslands, segir nornahár ekki ný af nálinni. Það þurfi ekki að óttast þau en hún hvetur þó fólk frekar til að skola eða blása þau burt en að bursta þau eða nudda þau burt liggi þau á bíl eða trampólíni. Bergrún ræddi nornahárin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 28. ágúst 2024 21:02 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Flýgur þyrlunni á myndbandinu og braut engar reglur Þyrluflugmaður segir að drónaflugmenn hafi verið að fljúga drónum sínum alltof hátt við gosstöðvarnar síðustu daga, og það skapi hættu fyrir þyrlur. Drónaflugmaður segir að það séu pottþétt einhverjir drónaflugmenn sem fljúgi of hátt, en það sé aðallega almenningur með dróna. 29. ágúst 2024 11:09
Betra að blása eða skola nornahárin af til að koma í veg fyrir skemmdir Bergrún Arna Óladóttir, gjóskulagafræðingur á Veðurstofu Íslands, segir nornahár ekki ný af nálinni. Það þurfi ekki að óttast þau en hún hvetur þó fólk frekar til að skola eða blása þau burt en að bursta þau eða nudda þau burt liggi þau á bíl eða trampólíni. Bergrún ræddi nornahárin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 28. ágúst 2024 21:02