Samfylkingin með flest spil á hendi við stjórnarmyndun Heimir Már Pétursson skrifar 29. ágúst 2024 12:07 Kristrún Frostadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson njóta mest fylgis í embætti forsætisráðherra samkvæmt könnun Prósents frá í gær. Grafík/Sara Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. Landslagið í stjórnmálunum hefur breyst mikið undanfarin misseri þar sem Samfylkingin hefur notið mest fylgis flokka í könnunum Maskínu síðast liðin tæpu tvö ár. Að sama skapi hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins dalað. Hér sést að Miðflokkurinn hefur tekið fram úr Sjálfstæðisflokknum, þótt ekki sé marktækur munur á fylgi flokkanna.Grafik/Sara Nú er svo komið samkvæmt síðustu könnun Maskínu að Miðflokkurinn nýtur 15 prósenta fylgis á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er með 14 prósent. Þá vilja flestir sjá Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingarinnar í embætti forsætisráðherra, eða 24 prósent og 9 prósent vilja Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins, samkvæmt könnun Prósents frá í gær. Þessi mikla hreyfing sem verið hefur á fylginu mun hafa áhrif á möguleika á myndun ríkisstjórnar ef niðurstaða kosninga yrði á nótum nýjustu könnunar Maskínu. Mjög erfitt yrði að mynda ríkisstjórn án Samfylkingarinnar og einungis einn kostur á myndun þriggja flokka stjórnar án þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Stjórn Samfylkingar, Framsóknarflokks og Miðflokks hefði lágmarks meirihluta á bakvið sig á Alþingi, eða 32 þingmenn. Ríkisstjórn flokkanna í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur hefði 34 þingmenn og ef Pírötum yrði skipt út fyrir Flokk fólksins, hefði slík stjórn þrjátíu og þriggja þingmanna meirihluta. Ef Samfylkingin færi í samstarf með Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Viðreisn hefði stjórn þeirra ríflegan meirihluta eða 38 þingmenn. Það verður þó að teljast ósennilegt stjórnarmynstur. Þá væri sömuleiðis hægt að mynda hægristjórn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Framsóknarflokks og Viðreisnar sem hefði 32 þingmenn. Allt eru þetta hins vegar grófir útreikningar miðað við forsendur síðustu könnunar. Aðeins úrslit kosninga ráða að lokum þeim möguleikum sem verða til myndunar ríkisstjórnar. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Miðflokkurinn að taka fram úr Sjálfstæðisflokknum í fylgi Miðflokkurinn er orðinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi, en ekki er marktækur munur á fylgi hans og Sjálfstæðisflokksins. Formaður Miðflokksins segir þetta til marks um að skynsemin sé farin að ná til kjósenda. 28. ágúst 2024 18:32 Fjórðungur landsmanna vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Um það bil 24 prósent landsmanna vill sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra Íslands. Næstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með níu prósent. 29. ágúst 2024 08:22 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Segja andstöðu forstjóra Flugleiða við Cargolux hafa ráðið því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Landslagið í stjórnmálunum hefur breyst mikið undanfarin misseri þar sem Samfylkingin hefur notið mest fylgis flokka í könnunum Maskínu síðast liðin tæpu tvö ár. Að sama skapi hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins dalað. Hér sést að Miðflokkurinn hefur tekið fram úr Sjálfstæðisflokknum, þótt ekki sé marktækur munur á fylgi flokkanna.Grafik/Sara Nú er svo komið samkvæmt síðustu könnun Maskínu að Miðflokkurinn nýtur 15 prósenta fylgis á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er með 14 prósent. Þá vilja flestir sjá Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingarinnar í embætti forsætisráðherra, eða 24 prósent og 9 prósent vilja Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins, samkvæmt könnun Prósents frá í gær. Þessi mikla hreyfing sem verið hefur á fylginu mun hafa áhrif á möguleika á myndun ríkisstjórnar ef niðurstaða kosninga yrði á nótum nýjustu könnunar Maskínu. Mjög erfitt yrði að mynda ríkisstjórn án Samfylkingarinnar og einungis einn kostur á myndun þriggja flokka stjórnar án þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Stjórn Samfylkingar, Framsóknarflokks og Miðflokks hefði lágmarks meirihluta á bakvið sig á Alþingi, eða 32 þingmenn. Ríkisstjórn flokkanna í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur hefði 34 þingmenn og ef Pírötum yrði skipt út fyrir Flokk fólksins, hefði slík stjórn þrjátíu og þriggja þingmanna meirihluta. Ef Samfylkingin færi í samstarf með Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Viðreisn hefði stjórn þeirra ríflegan meirihluta eða 38 þingmenn. Það verður þó að teljast ósennilegt stjórnarmynstur. Þá væri sömuleiðis hægt að mynda hægristjórn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Framsóknarflokks og Viðreisnar sem hefði 32 þingmenn. Allt eru þetta hins vegar grófir útreikningar miðað við forsendur síðustu könnunar. Aðeins úrslit kosninga ráða að lokum þeim möguleikum sem verða til myndunar ríkisstjórnar.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Miðflokkurinn að taka fram úr Sjálfstæðisflokknum í fylgi Miðflokkurinn er orðinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi, en ekki er marktækur munur á fylgi hans og Sjálfstæðisflokksins. Formaður Miðflokksins segir þetta til marks um að skynsemin sé farin að ná til kjósenda. 28. ágúst 2024 18:32 Fjórðungur landsmanna vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Um það bil 24 prósent landsmanna vill sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra Íslands. Næstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með níu prósent. 29. ágúst 2024 08:22 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Segja andstöðu forstjóra Flugleiða við Cargolux hafa ráðið því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Miðflokkurinn að taka fram úr Sjálfstæðisflokknum í fylgi Miðflokkurinn er orðinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi, en ekki er marktækur munur á fylgi hans og Sjálfstæðisflokksins. Formaður Miðflokksins segir þetta til marks um að skynsemin sé farin að ná til kjósenda. 28. ágúst 2024 18:32
Fjórðungur landsmanna vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Um það bil 24 prósent landsmanna vill sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra Íslands. Næstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með níu prósent. 29. ágúst 2024 08:22