Betra að blása eða skola nornahárin af til að koma í veg fyrir skemmdir Lovísa Arnardóttir skrifar 28. ágúst 2024 21:02 Halldóra týndi saman þessi nornahár við heimili sitt í Reykjanesbæ. Hún segir hárin sitja fast og það sé ljóst að þau verði í einhvern tíma að losna við þau. Mynd/Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir Bergrún Arna Óladóttir, gjóskulagafræðingur á Veðurstofu Íslands, segir nornahár ekki ný af nálinni. Það þurfi ekki að óttast þau en hún hvetur þó fólk frekar til að skola eða blása þau burt en að bursta þau eða nudda þau burt liggi þau á bíl eða trampólíni. Bergrún ræddi nornahárin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Bergrún útskýrir að nornahárin hafi myndast í flestum gosanna síðustu ár á Reykjanesi en ekki í eins miklum mæli og núna. Þau myndist helst þegar kvikustrókarnir eru háir og þeir séu það núna. Þeir hafi síðast verið það í eldgosinu í Geldingadölum í maí 2021 og þá hafi verið töluvert af nornahári. Fólk í Grindavík til dæmis hafi orðið vart við nornahárin. „Þetta er í rauninni gjóska. Kvikan sem kemur upp,“ segir Bergrún Arna. „Þetta eru kvikudropar og í hraðanum þar sem efnið er að þeytast upp frá gosstöðvunum teygist á efninu og þetta myndar þessa glerjuðu þræði. Þetta er í rauninni gler,“ segir Bergrún. Hún segir glerið geta valdið skemmdum og ef það er til dæmis á bílum sé ekki gott að nudda því af heldur sé betra að blása eða skola nornahárinu af. Þá segir hún einnig gott að skola til dæmis trampólín ef það eru nornahár á þeim. Hún segir fólk líka geta meitt sig ef það heldur á miklu magni nornahára. Ekki gott að fikta í þeim „Það nornahár sem ég hef séð í þessum atburði. Þau eru í rauninni mjög þunn,“ segir hún og að hún hafi ekki meitt sig en hún ráðleggi ekki neinum að fikta í þessu. „En engin aðsteðjandi hætta og gaman að fylgjast með náttúruundrinu í stað þess að hræðast þau,“ segir Hún segir hárin mjög létt og geta borist langt. Það fari eftir veðuraðstæðum en þau geti borist töluverða vegalengd. Hún segist hafa heyrt af þessu núna á Reykjanesi og á Keflavíkurflugvelli. Hún segist sjálf hafa séð nokkuð mikið af þessu í kringum gosstöðvarnar, í um fimm eða sex kílómetra fjarlægð frá gosstöðvunum. „Það brakar ekki þegar þú gengur á þessu, ekki nema það sé í það miklu magni.“ Havísk gyðja og íslensk norn Hún segir töluvert magn af nornahárum hafa myndast líka í eldgosinu í Holuhrauni 2015. Þá hafi myndast vöndlar af nornahári í vindinum sem hafi skoppað yfir sandinn. En það fari svo eftir lengd háranna hvernig ásýnd þeirra er. Halldóra Fríða er búin að spúla pallinn en enn eru hárin föst í pallinum.Mynd/Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir Hún segir þau eflaust brotna niður á endanum. Hún hafi ekki séð mikið af nornahárum í gamalli gjósku en svo þau myndu finnast löngu eftir eldgos þurfi að varðveitast töluvert mikið af því. Varðandi nafnið á þessu fyrirbæri segir Bergrún að á ensku heiti þetta Pele´s Hair og að Pele sé gyðja eldfjallanna á Havaí en að hún viti ekki hvernig orðið nornahár kom til á íslensku. „En mér finnst þetta mjög flott orð og sérstaklega þegar þetta vöðlast svona saman og verður í rauninni eins og ljósir lokkar. Þá á þetta mjög vel við,“ segir hún. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra Ákveðin kaflaskipti urðu í eldgosinu í Geldingadölum í dag þegar fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra mældist. Að sögn Eldfjallafræði- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands mun gjóskan hafa fallið í gær eða í dag. 2. apríl 2021 22:16 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Bergrún útskýrir að nornahárin hafi myndast í flestum gosanna síðustu ár á Reykjanesi en ekki í eins miklum mæli og núna. Þau myndist helst þegar kvikustrókarnir eru háir og þeir séu það núna. Þeir hafi síðast verið það í eldgosinu í Geldingadölum í maí 2021 og þá hafi verið töluvert af nornahári. Fólk í Grindavík til dæmis hafi orðið vart við nornahárin. „Þetta er í rauninni gjóska. Kvikan sem kemur upp,“ segir Bergrún Arna. „Þetta eru kvikudropar og í hraðanum þar sem efnið er að þeytast upp frá gosstöðvunum teygist á efninu og þetta myndar þessa glerjuðu þræði. Þetta er í rauninni gler,“ segir Bergrún. Hún segir glerið geta valdið skemmdum og ef það er til dæmis á bílum sé ekki gott að nudda því af heldur sé betra að blása eða skola nornahárinu af. Þá segir hún einnig gott að skola til dæmis trampólín ef það eru nornahár á þeim. Hún segir fólk líka geta meitt sig ef það heldur á miklu magni nornahára. Ekki gott að fikta í þeim „Það nornahár sem ég hef séð í þessum atburði. Þau eru í rauninni mjög þunn,“ segir hún og að hún hafi ekki meitt sig en hún ráðleggi ekki neinum að fikta í þessu. „En engin aðsteðjandi hætta og gaman að fylgjast með náttúruundrinu í stað þess að hræðast þau,“ segir Hún segir hárin mjög létt og geta borist langt. Það fari eftir veðuraðstæðum en þau geti borist töluverða vegalengd. Hún segist hafa heyrt af þessu núna á Reykjanesi og á Keflavíkurflugvelli. Hún segist sjálf hafa séð nokkuð mikið af þessu í kringum gosstöðvarnar, í um fimm eða sex kílómetra fjarlægð frá gosstöðvunum. „Það brakar ekki þegar þú gengur á þessu, ekki nema það sé í það miklu magni.“ Havísk gyðja og íslensk norn Hún segir töluvert magn af nornahárum hafa myndast líka í eldgosinu í Holuhrauni 2015. Þá hafi myndast vöndlar af nornahári í vindinum sem hafi skoppað yfir sandinn. En það fari svo eftir lengd háranna hvernig ásýnd þeirra er. Halldóra Fríða er búin að spúla pallinn en enn eru hárin föst í pallinum.Mynd/Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir Hún segir þau eflaust brotna niður á endanum. Hún hafi ekki séð mikið af nornahárum í gamalli gjósku en svo þau myndu finnast löngu eftir eldgos þurfi að varðveitast töluvert mikið af því. Varðandi nafnið á þessu fyrirbæri segir Bergrún að á ensku heiti þetta Pele´s Hair og að Pele sé gyðja eldfjallanna á Havaí en að hún viti ekki hvernig orðið nornahár kom til á íslensku. „En mér finnst þetta mjög flott orð og sérstaklega þegar þetta vöðlast svona saman og verður í rauninni eins og ljósir lokkar. Þá á þetta mjög vel við,“ segir hún.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra Ákveðin kaflaskipti urðu í eldgosinu í Geldingadölum í dag þegar fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra mældist. Að sögn Eldfjallafræði- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands mun gjóskan hafa fallið í gær eða í dag. 2. apríl 2021 22:16 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra Ákveðin kaflaskipti urðu í eldgosinu í Geldingadölum í dag þegar fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra mældist. Að sögn Eldfjallafræði- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands mun gjóskan hafa fallið í gær eða í dag. 2. apríl 2021 22:16