Hinn 31 árs gamli Lukaku mun nú ferðast til Ítalíu til að ganga frá sínum málum. Ekki kemur fram í frétt The Athletic um málið hversu hár verðmiðinn er en Napoli hefur verið á eftir Lukaku í allt sumar.
Það gæti farið svo að Victor Osimhen, hinn eftirsótti framherji Napoli, fari í hina áttina en Chelsea hefur verið gríðarlega virkt á leikmannamarkaðnum í sumar. Það kemur þó fram í frétt The Ahletic að félagið sé að reyna skera leikmannahóp sinn niður með sölum eða lánum.
Napoli have agreed a deal to sign Romelu Lukaku from Chelsea.
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 27, 2024
The Serie A side have also agreed terms with Lukaku, 31, who is set to travel to Italy to complete the move.
More from @SJohnsonSport and @JamesHorncastle ⤵️
Lukaku, sem hefur skorað 85 mörk í 119 A-landsleikjum, lék undir stjórn Antonio Conte hjá Inter Milan og varð meðal annars ítalskur meistari undir hans stjórn. Þeir stefna nú á að endurtaka leikinn hjá Napoli.
Ásamt því að losa Lukaku til Ítalíu er Chelsea við það að lána markvörðinn Kepa Arrizabalaga til Bournemouth. Kepa var á sínum tíma dýrasti markvörður heims en hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og var á láni hjá Real Madríd á síðustu leiktíð.
Þrátt fyrir að Thibaut Courtois hafi verið fjarverandi vegna meiðsla nærri alla leiktíðina mátti Kepa samt þola það að sitja á bekknum á meðan Andriy Lunin stóð á milli stanganna.